Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Qupperneq 12
Vinsælasta viðfangsefnið: Jólasveinn og jólatré. Teiknað hefur Auður f
Björg, 8 ára, Hraunbæ 136, Reykjavík. Tiltölulega mjög fáar teikningar
bárust af fæðingu Jesú í Bethlehem, en þeim mun fleiri af jólasveinunum
og tveimur þjóðlegum persónum: Grílu og Leppalúða.
Jólasveinn eftir Ólaf
Þ. Gunnarsson, 8 ára,
Giljum Mýrdal, Vestur
Skaftafellssýslu.
BOMIN
TOIfflí OG SKRIFA
Þessi ægilega skepna er jóla-
kötturinn og vonandi fer eng-
inn i hann á þessum jólum.
Teiknað hefur Erika Lind
ísaksen, 5 ára, Gauksstöðum
i Garði.
í skýringu með myndinni
segir teiknarinn, Hallfriður
Blöndal, 12ára, Búlandi 11 í
Reykjavík, að þetta séu Gríla
gamla og Leppalúði fyrir
framan hellinn sinn.
0
Hér er mikil fantasía á ferð-
inni: Víkingaskip og
einkennilegir fiskar. Teiknað
hefur Fjölnir Geir Bragason,
Ásgarði 105, Reykjavík._—,
Hjá tannlækninum
EINU sinni var lítil stelpa.
Hún var með tannpínu. Hún
fór til tannlæknis, en tann-
læknirinn var sjálfur með
tannpínu. Litla stelpan átti að
setjast í stólinn. Þegar tann-
læknirinn fór að ná f borinn
fékk hann svo mikinn verk að
það láku tár úr augunum á
honum.
Þá sagði litla stelpan: Sestu
í stólinn, ég skal bora í þína
tönn svo þér batni tannpínan.
Svo settist tannlæknirinn í
stólinn og litla stelpan boraði
og boraði alla karíusana og
baktusana úr tönninni. Svo
setti hún steypu i holuna, þá
batnaði tannlækninum. Svo
fór hann að bora í tönnina á
stelpunni, hann boraði og
boraði, svo setti hann steypu
í holuna. Hvað kostar þetta
sagði stelpan? Ekkert sagði
tannlæknirinn, af því þú
gerðir svo vel við mína tönn.
Svo fór hún heim og burstaði
vel tennurnar oft á dag.
Ari Eyberg
Sagan um köttinn
og risann
Einu sinni var risi, sem
átti stóran bát. Þegar
hann fór einn dag út að
sigla, þá brotnaði bátur-
inn í tvennt. Aumingja ris-
inn datt í sjóinn og sökk á
bólakaf og sökk niður á
hafsbotn. Þegar hann
opnaði augun, þá sá hann
kött. Þá hrópaði hann:
„Þetta er einmitt það sem
mig vantar. Ég er alltaf
svo einmana. Nú verðum
við tveir í hellinum
mínum á jólunum."
„Mjá," sagði kisa. Svo
stóð risinn upp og óð í
land með kisu. Svo löbb-
uðu þeir tveir heim í
hellinn.
Þórarinn Sveinsson, 6ára,
Eiðum.
Auður Guðrún Eyjólfsdóttir 11 ára,
Bólstaðarhlið 60,
Reykjavík.
joi-A k '6t rtifmnv
Jólasveinninn kemur brátt
opnar gluggann upp á gátt
Eitthvað gott í skóinn þinn
eins og kannski brjóstsykurinn
alltaf skaltu vera hlýðin
annars færðu ekkert gott
því jplasveinn þá heldur brott.
Hanna Jónsdóttir 11 ára.
Brátt líður aS jólunum,
þá verSur frí í skólunum.
Það verður kátt og gaman,
þá verða allir saman.
Við göngum kringum jólatréð
Og höfum öll í pakkana séð.
Við borðum góðan jólamat,
mamma ber inn stærðar fat.
Nú eru jólin
\ garðin gengin.
Allir fá þá eitthvað nýtt.
Þá verða líka allir glaðir.
Því að þá fæddist Jesú.
Þetta er víst atóm-ljóð.
Margrét B. Jóhannesd.
Á þessari skemmtilegu mynd sjást jólasveinar, sem
Una Margrét, 7 ára, nefnir ekki hvar hún á heima.
ofan komu af fjöllunum, en höfundurinn.
Jólasveinar af fjöllum renna
með gjafir á öxlunum,
enda eru þeirekki nízkir.
Þeirhafa stóran poka
sem þeir geyma gullin í.
Eitthvað hafa þeir börnum að segja frá.
Hrafn Jökulsson, 8 ára.
Skyrgámur er ekki árennilegur. Hann er eftir
Hrafnkel Guðnason, 6 ára, Öldugötu 27.
Reykjavik.
Bílarnir þrír
EINU sinni var lítiil drengur.
Hann fór út í búð. Hvað ætlar
þú að fá sagði búðarkonan.
Ég ætla aðfá bil, voða, voða
stóran, sem er eins stór og
risi. Hann er ekki til sagði
búðarkonan.
Þá fór hann í næstu búð.
Ég ætla að fá bil, sagði hann
við búðarkonuna. Hann á að
vera stór eins og skessa, er
hann til? Nei, væni, hann er
ekki til sagði búðarkonan.
Strákurinn fór í aðra buð.
Hvað er það fyrir þig? sagði
búðar konan. Ég ætla að fá
bil sem er litill eins og fluga,
er hann til? sagði strákurinn.
Nei, því miður, kannski hann
sé til í útlöndum. En áttu bíl,
sem er eins stór og risi eða
skessa? Nei, en kannski eru
þeir til í útlöndum, sagði
búðarkonan. Þá fékk litli
Vitringar frá Austurlöndum færa jólabarninu gjafir. Teiknað
hefurjón Kári, 8 ára, Klettahrauni 19, Hafnarfirði.
strákurinn sér bát og sigldi til
útlanda. Svo kom hann heim
með þrjá bila til að sýna
mömmu sinni og pabba og
systur sinni. Þá voru jólin að
koma og hann gaf öllum
bömunum i bænum jóla-
gjafir. Hann keyrði bilinn sem
var stór eins og risi. í bílnum
sem var stór eins og skessa
voru allir jólapakkarnir. Það
var mikil hrúga, þaðvartroð-
fullur bíll. En litli bíllinn sem
var lítill eins og fluga fékk að
vera ofan á öllum pökkunum
og hann sá best öll jólaljósin.
ARI EYBERG 6 ára,
Æsufelli 2, Reykjavík.
Gömul jól og ný jól
kallar höfundurinn
þessa mynd.
höfundurinn
Ragnheiður
dóttir, er 1
heima á
14 í
Ljc&ié /oc|d<;
/jö-S
bivtu f.il