Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Side 14
/QrTkuJvad)
Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer
fást í Gefjun Austurstræti,
Domus Laugavegi 91.
og hjá kaupfélögum um land allt.
Fatnaður á alla fjölskylduna.
Vörurnar, sem eru þekktar og rómaðar
um vióa veröld.
Framleiddar undir strangasta gæðaeftirliti.
#
% 1 %
m
f
\
'íkk
Samband íslenzkra samvinnufelaga
Innflutningsdeild
Sambandshúsið Rvík sími 17080
... Börnin teikna og skrifa
Jólin hjá jóla-
sveinunum
1. kafli:
í helli Grýlu.
í hellinum hjá grýlu var ys og
þys. Nú voru að koma jól og
jólasveinarnir voru að búa sig í
ferð til bæjarins.
Grýla var önnum kafin við að
sauma rauð föt á jólasveinana,
en þeir voru að láta pakka í
pokana sína.
Grýla sagði: Loksins er ég
búin, en þið, ha? Já og nei, var
svarað. Jæja,eruð þiðekki bún-
ir allir? Nei, bara Gáttaþefur,
sagði Kertasníkir.
Nú var komið að því að þeir
áttu að leggja af stað. Grýla
stóð í hellisdyrunum og veifaði
þeim. Munið að strlða ekki
Gáttaþefi þó að hann fái rautt
nef, munið það. Já, mamma
sögðu þeir. Og Kertasníkir,
mundu að sníkja kerti svo við
fáum nógu mikið Ijós. Já,
mamma, sagði hann.
2. kafli:
Á leið til bæjar.
Á leiðinni gleymdu þeir sér.
Gáttaþefur fékk rautt nef, þeir
strfddu honum og kölluðu hann
rauðnef. Gáttaþefur sagði ekk-
ert, bara gekk áfram meðjóla-
köttinn á hælunum.
Þeir héldu áfram niður fjöllin,
allt í einu kallar Gluggagægir:
Gáttaþefur, ætlarðu ekki að
segja neitt? Ég hef ekkert að
segja, sagði Gáttaþefur. Þeir
köfuðu snjóinn áfram og
áfram, þeir urðu að komast til
bæjarins, og loksins sáu þeir í
bæinn. Loksins, sögðu allir i
kór.
3. kafli:
í bænum
Nú löbDuðu þeir inn í bæinn.
Nú sagði Bjúgnakrækir, ég
ætla að gefa honum . . ., hvað
heitir hann nú aftur? he, ha, já
Helgi, já, já, Helgi heitir hann,
ég ætla að gefa honum fína
bílinn sem ég er með. Ég ætla
að gefa henni Siggu fínu dúkk-
una með lokkunum, og líka
blúndukjólinn, sagði Skyr-
gámur.
Nei, halló Jón, hvað ertu að
gera hér? Æ, ég fékk mér bara
göngutúr. Hvar er Helga systir
þín? Hún fór til ömmu. En
Hafsteinn? Hann er heima. En
hvaðer hann nú gamall? 4ára.
En Helga? 12 ára. En þú? 10
ára. Æ, fyrirgefðu, við verðum
að flýta okkur, við biðjum að
heilsa öllum, bless, bless.
4. kafli:
Hvað á ég að gefa Ffu
Gluggagægir var alveg í vand-
ræðum hvaðhann ætti aðgefa
Fíu. Gáttaþefur, veist þú það?
Nei, ég veit það ekki, en þið
hinir? Nei, nei, kom úr öllum
áttum. Æ, nei, ég veit ekki
hvað ég á að gefa Fíu, en hvar
er Bjúgnakrækir? Hann hlýtur
að vita hvað ég á að gefa Flu.
Þeir leituðu, og kölluðu:
Bjúgnakrækir, hvar ertu? Loks-
ins komu þeir inn í búð, þar var
Bjúgnakrækir. Heyrðu, talaðu
viðmig. Hvaðá ég aðgefa Fiu?
Litabók og liti. Já, auðvitað,
snjall ertu Bjúgnakrækir.
..Ég sá mömmu kyssa jóla-
svein" eftir Ingu Rósu Lofts-
dóttur, 11 ára.
5. kafli:
Jólin
Jólasveinamir voru önnum
kafnir við að bera út jólapakka
handa Helga, Siggu, Jóni,
Helgu, Hafsteini, Fíu og mörg-
um öðrum. Jólasveinarnir voru
allir komnir að húsi Jóns.
Mamma hans hafði beðið þá
alla að koma og tala við sig.
Jæja, hóf mamma Jóns mál
sitt, við ætlum að spyrja ykkur
hvort þið viljið ekki fá mat hjá
okkur. Þakka þér fyrir hrópuðu
þeir, það viljum við, nam, nam.
Þeir gengu inn í stofu. Þeir
borðuðu sig sadda og svolítið
sr nt um kvöldið fóru þeir
n. Kertasníkir fór út sein-
astur, hann hafði fengið 2
kerti. Mamma hans Jóns gaf
honum 4 stór kerti.
6. kafli:
Gamlárskvöld
Á gamlárskvöld fannst þeim
voða gamanaðsjá brennurnar,
rauðir og gulir eldstrókar stigu
upp i loft, þetta fannst þeim
voða gaman að sjá. Daginn
eftir þrettánda héldu þeirheim.
7. kafli:
Haldið heim
Þeir voru á leið heim, nú sáu
þeir hellinn. Þeir hertu á sér.
Nú kom Grýla út og tók á móti
þeim. Kertasníkir rétti henni 6
kerti mjög rogginn.
Katrín Jansen,
Rauðalæk 6, 8 ára.