Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Síða 18
íslenzkt millispil
sumars()linni. Svo hefst ferðin á
hröðu brokki út á viðáttuna,
hálfrar mílu vegur er til næsta
áfangastaðar, þar sem skipta
verður um hesta. Fljótlega sjáum
við að einhverjir koma ríðandi á
móti okkur, við aukum hraðann,
hestarnir hneggjast á, ég sé glæsi-
legan náunga með flaksandi hár
nálgast á svörtum hesti, það getur
ekki orkað tvfmælis: þetta er
skáldið.
Það urðu hjartanlegir samfund-
ir með faðmlögum og kossum, að
gamalli íslenskri siðvenju, Norð-
maðurinn verður að láta sér
nægja handabandið, hann er of
hlédrægur til svo opinskárra vin-
arhóta.
Það fara i hönd glaðir dagar á
Hrauni. Ólöf húsfreyja ber á borð
það besta, sem heimilið hefur upp
á að bjóða. Þjóðarrétturinn skyr
er stöðugt á borðum, stór föt með
kriu- og æðareggjum, og harð-
fiskslengjur eru góðar til að
snarla á eftir.
Skáldið er ekki sérlega málgef-
ið. Hann tjáir sig umbúðalaust, en
er orðhagur. í Kaupmannahöfn
hefur hann lært að tala skandi-
navískuna reiprennandi. Einn
dag lá hann rúmfastur og las í
lítilli bók, sem hann fann uppi í
hillu: íslenska þýðingu á Manfred
Byrons. Hann var tregur til að
lesa sín eigin kvæði fyrir okkur.
Ég spurði hann, hvort hann hefði
áhuga á drama. ,,Ojá.“ Hvort
hann hefði hugsað sér að skrifa
leikverk. ,,Ojá.“ Hvort hann hugs-
aði sér að skrifa leikrit á dönsku,
eins og Jóhann Sigurjónsson og
Kamban. Nei, það yrði nú vafa-
laust á íslensku, sagði hann.
„Skrifi ég eitthvað sem er ein-
hvers virði, þá mun það engu að
siður komast á framfæri."
Þessara orða hlaut ég að minn-
ast, þegar ég 20 árum síðar fékk
það hlutverk að þýða þekktasta
leikrit hans, „Gullna hliðið“ fyrir
„Norska leikhúsið". í þessari mið-
aldahelgisögn ummyndaðri í leik-
rit, um hina góðu konu, sem
stingur sál síns synduga eigin-
manns f skinnpoka og smyglar
henni inn í himnaríki, fékk Davíð
útrás fyrir sína bestu eiginleika:
kreddulausa trúræna skopvísi,
ríka þjóðfélagslega samúð með fá-
tækum sauðaþjófum og hlýja að-
dáun á konunni, sem leggur sfna
eigin sáluhjálp í hættu til þess að
tryggja, að maðurinn sem hún
elskar, finni frið í ríki himnanna.
Vegna framlags leikaranna Ragn-
hild Hald, Lars Tvinde og hins
íslenska leikstjóra, Lárusar Páls-
sonar varð uppfærsla þessa leik-
rits meðal þess, sem maður minn-
ist með mestri gleði af leiklistar-
viðburðum eftirstríðsáranna í
Noregi.
Haustið 1923 kom Davið
Stefánsson til Oslóar og bjó f
nokkra mánuði í gömlu timbur-
húsi í vesturbænum. Þar orti
hann meðal annars kvæðið
„Hanabjálkaloftið”, sem kom í
kvæðasafni hans „Kveðjum". Við
fórum nokkrum sinnum saman á
samkomur í bænum. Best man ég
samkomu eina í Bændaung-
mennafélaginu, þar sem Gerhard
Gran hélt dásamlegan fyrirlestur
um Charles Dickens. Gran átti til
að bera nákvæmlega sama blend-
inginn af húmör og alvöru sem
Davíð hafði sjálfur.
Það varð fremur dauflegt á
Ilraunum, þegar Davíð hvarf á
braut, og með honum Hulda og
„assesorinn". Gamli Guðmundur
klippti sauðfé. Ég kenndi vinnu-
fólkinu að setja upp hesjur.
Stúlka ein strauk eftir strekktum
endastrengjunum og sagði:
„Þetta er harpa. Ætlið þið ekki að
spila?" (Seinna fékk ég bréf, þar
sem mér var sagt, að allt heyið í
Framhald á bls. 23.
B AÐHERBERGIST JÚLD
í miklu úrvali með tilheyrandi festi-
stöngum sem spennast sjálfvirkt
milli veggja.
A JóÁompssoh & gtuékty
” Brautarholti 4 — Sími 24244.
1
Hjörtur Pálsson
Þrjú tilbrigði
við
gamalt stef
I Hjá jötunni
Jata. í moðiðmjúka
móðirin sveininn leggur
titrandi höndum, horfir
hugfangin barniðá
sofnar um siðir. Friður
svífuraf himnum niður
fyllir fjárhúsið þrönga.
Faðirinn tyggur strá.
II Móðurgleði
Hún heldur í mjúkum höndum
á heimsins von meðan djúpur
svefninn á augnlok andar
og umvefur litinn svein
sem mókir í móðurfangi
svo mættu rætast þær spár
aðhérætti hann aðfæðast
meðhimneskan Ijóma um brár.
María af gleði grætur:
glóðheitt á sveinsins fætur
hrynur af augum hennar
i húminu gleðitár.
III Undrið
Stjarna blikar i rofi.
Rökkur.
Hrörlegur kofi
verður nú leiksviðlifsins.
Ljósið flæðir um þrjá
vitringa er vegmóðir halda
i vesturátt þökk aðgjalda.
Svo skal um aldir alda
undriðtil hjartans ná.