Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Qupperneq 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Qupperneq 20
Hún er fyrst og fremst íslendingur, jafnt erlendis sem heima. „Það var dæmalaust, hvað krakkinn gat sungið", segir fólk, sem þekkti Sigriði á þessum aldri. Sigriður að loknu students- prófi. að börnin þeirra hvert um sig geti lært það, sem hugurinn stefnirtil. En við erum fimm systkinin, og fjöghr við nám, svo að það þarf töluvert til. Svo eru þaðnámslán- in, sem ég ætla mér ekki að hætta mér út í umræður um. Ætli mað- ur verði ekki um það bil milljón- eri f skuldum að nárni loknu.“ „Hefur þú lent í fjárhagsþreng- ingum?" „Komið hefur það fyrir, en fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Þessi peningaleysis- tímabil hafa gert mig að hreinum snillingi í því að búa til kartöflu- rétti. Annars er það nú svo, að þegar neyðin er stærst er hjálpin næst, t.d. einu sinni, þegar það leit mjög illa út með fjárhaginn, fékk ég vinnu í heiia viku. Þetta var á kosningaskrifstofu, og var unnið dag og nótt. í annað sinn fékk ég vinnu við brezka vöru- kynningu. Svo hefi ég selt ís á sólardögum, sýnt föt á tizkusýn- ingum og gripið inn í svona sitt hvað. Með skólanum er ekki hægt að stunda fast sturf, það er reikn- að með náminu, sem heilsdags- vinnu og það er það. Það mælti líkja skólanum við nálabréf með röð af nálum, þar sem stærstu augun eru yzt, en augun verða alltaf minni og minni. Þannig er námið, inntöku- prófið er auðveldast, en prófin verða þyngri og þyngri, það er sífellt krafizt meiri og meiri kunnáttu, en hún hefst ekki nema með vinnu." „Hvað er hægt að læra í Aka- demíunni?" „Það mætti líkja henni við tré, þar sem aðalstofninn skiptist í greinar,'sem svo aftur skiptast í ennþá smærri greinar. Aðalstofn- inn er að sjálfsögðu tónlist, sem svo skiptist í hinar ýmsu greinar tónlistar. En þar er hægt að læra á öll hljóðfæri, sem leikið er á í Sinfónfuhljómsveit, auk þess orgel, píanó og sembal. Og svo að sjálfsögðu söng. Kennarar við þá deild eru um þrjátíu. Þess má geta, að einn eftirsóttasti söng- kennari er íslendingur, Svanhvít Egilsdóttir. Ballettskóli tilheyrir Akademíunni og Max Reinhard leiklistarskólinn.“ „Er ekki erfitt að fá húsnæði þar sem að fólk getur æft sig.?“ „Ég var ógurlega fegin þegar við fengum húsið, vegna þess að mér finnst það svo óþægileg til- finning að vita, að verið sé að þreyta annað fólk með siendur- teknum æfingum, það vill verða til þess, að ekki er æft nægilega.“ „Hvað æfir þú þig lengi á dag í söng?“ „Eg æfi mig venjulega fjóra tíma með hvíldum." „Þú hefur tekið þátt í söng- keppnum?" „Já ég tók þátt í söngkeppni í Belgíu, svo tók ég þátt í norrænu söngkeppninni í Helsingfors, að afstaðinni forkeppni hér heima. í fyrra tók ég þátt í alþjóðasöng- keppni f Vfnarborg." „Með hvaða hugarfari ferðu f söngkeppni, reiknar þú með því að vinna?“ „Ætli flestir fari ekki með svip- uðu hugarfari og þeir, sem fara til keppni á Ólympfuleikunum. Eg býst ekki við þvf, að allir reikni með því að vinna, þó æfa sig allir af kappi og gera eins og þeirgeta. Það verða ekki allir fyrstir, en það verður alltaf einhver. Sjálf- sagt blundar nú vonin um að vinna í flestum. En fólk þarf að hafa þroska til þess að taka því, að verða ekki númer eitt, ekki aðeins í keppni, heldur líka í líf- inu sjálfu.“ „Þú vannst keppnina í Belgíu, áttirþú von áþvf?" „Ekki meir en það, að ég skildi ekki nafnið mitt, þegar það var kallað upp, en það vill nú verða útlendingum tunguþraut. Ég get játað, að ég hugsaði hlýtt til þriðju verðlaunanna en það voru peningaverðlaun. Eg get líka ját- að það, að skaplyndið var ekki, sem bezt heima fyrir, þegar ég um svipað leyti hélt fyrstu opinberu tónleikana í Vínarborg, tók prófið í skólanum og tók þátt í alþjóða- söngkeppninni. En allt gekk þetta, ég fékk góða „kritík“. Það er mikils virði fyrir ungt listafólk í Vín, „krítíkin" er allt of áhrifa- mikil þar, finnst mér. Nú, ég náði prófinu í skólanum, og ég komst í annan riðil í söngkeppninni, en hún fór þannig fram, að allir keppendurnir, hundrað þrjátfu og níu að tölu, tóku þátt í fyrsta riðli og sungu tvö verk. Þrjátíu og nfu af þeim hópi kepptu svo í öðrum riðli og var ég þar með. Úr þeim hópi voru svo valdirþrír af hvoru kyni, sem kepptu til úrslita.“ „Nú hefur þú sungið töluvert opinberlega, þarftu að fá til þess leyfi skólans?“ „Þeir líta svo á í Akademíunni, að það sé tónlistarfólki mjög hollt, að æfast i því að koma fram. En þeir vilja vita hvað maður ætli að syngja og fylgjast með því, að maður geti það.“ „Þú söngst í hinni margumtöl- uðu sýningu Þjóðleikhússins, Brúðkaupi Figarós. Viltu segja eitthvað um það?“ „Eg hafði mikla ánægju af því að fá tækifæri til þess, að vera með í því að flytja þetta verk. Að sjálfsögðu er maður ekki dómbær á sýningu, þar sem maður er sjálf- ur þátttakandi. En mér sárnaði ógurlega, ekki að sýningin fengi slæma dóma, heldur ósmekk- legar aðdróttanir að stjórnandan- um Alfred Walter, sem að mfnum dómi er bæði góður tónlistarmað- ur og mjög fær stjórnandi. En þessu vandflutta verki var ætlað- ur allt of stuttur æfingatími." „Hvað um framtíðina?" „Eg er núna að æfa mig undir plötuupptöku, en það er fyrsta hljómplatan sem ég syng inn á. Þá er það tónleikaferð norður í land. Þvínæst fer ég aftur til Vín- ar og æfi mig.“ Og þar með kveð ég þessa kven- legu ungu söngkonu og óska henni velfarnaðar. (§) Ásdís Guðmundsdóttir JÖLIN r i HVAMMI Eg er fædd að Arbót f Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu, en þar bjuggu þá foreldrar mfnir, Rann- veig Guðmundsdóttir og Guð- mundur Stefánsson, Móðir mín var húnvetnsk í móðurættina. Missti hún ntóður sína 11 ára gömul, en dvaldist að Kagaðarhóli í Austur-Húnavatnssýslu hjá merkishjónunum Stefáni Jóns- syni og Guðrúnu, konu hans, til 16 ára aldurs. Þá fluttist hún norður í Suður-Þingeyjarsýslu, að Grenjaðarstað, til föðurbróður síns, síra Benedikts Kristjáns- sonar prófasts og sfðari konu hans, Ástu Þórarinsdóttur. Þar dvaldist móðir mín allt til þess hún gifti sig. Faðir minn, Guð- mundur Stefánsson, var frá Fóta- skinni (nú Helluland) f Aðaldal. Voru foreldrar hans Stefán Guð- mundsson bóndi þar og kona hans, Guðrún Jónasdóttir ljós- móðir. Frá Árbót fluttist ég þriggja ára, ásamt foreldrum mfnum og tveim eldri systrum, Lilju og Fjólu, að Iívammi við Húsavik, sem þá var stórbýli í eigu frænda mfns, Bjarna Benediktssonar frá Grenjaðarstað. Rak hann þá verzl- un og útgerð á Húsavík, auk bú- skaparins. I Hvammi dvöldum við í 7 ár og var faðir minn þar bú- stjóri, auk þess sem hann gegndi ýmsum fleiri störfum á vegum Bjarna. Árið 1925 byggði faðir minn hús sitt, Sólheima, í Ilúsavíkur- kauptúni og fluttumst við þegar þangað, er það var fullgert. Hóf faðir minn þá smá búskap og stundaði daglaunavinnu, auk þess sem hann var kjötmatsmaður við verzlun Bjarna og Guðjohnsens- verzlun. Flestar af kærustu endurminn- ingum mínum frá Húsavík eru bundnar Hvammsárunum, enda var ég þar bernsku mína. 1 Hvarnmi var piikil friðsæld, fag- urt útsýni og landslag, fjölskrúð- ugur, blómum skrýddur jurta- gróður, mikið fuglalíf og bæjar- lækurinn niðaði rétt utan við gluggann hjá mér. Berjaland var þar ágætt, alla leið heim að tún- girðingu og berjalautirnar ótelj- andi, sem ég undi oft i. Stutt var leiðin frá Hvammi í kauptúnið, en samt nógu löng til þess, að þar naut maður allrar dýrðar sveita-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.