Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Síða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 23.12.1973, Síða 21
Bjarni Benediktsson og Þórdís Ásgeirsdóttir. sælunnar. Á friðsælum suraar- kvöldum mátti oft heyra kon- urnar hinum megin við Búðarána kalla heim geiturnar sínar, ,,kiða — kið, kontdu heim kiða — kið“. Þá var enn mikið um, að fólk ætti geitur, enda þótt litlu rnunaði síðar, að þeim yrði útrýmt. Skemmtilegt finnst mér líka að ininnast vorverkanna við garð- ræktina og túnin, en þá kom fóik- ið frá Bjarnahúsinu til að vinna með foreldrum mínum, og var oft margt um manninn í Hvammi þá daga. Er lokið var að hirða öll túnin, voru haldin töðugjöld af mikilli rausn. Varþetta mikill há- tíðisdagur, ekki sízt fyrir mig og unga frændfólkið mitt í Bjarna- húsinu. Öll þau ár, sem við dvöldumst í Hvammi, var okkur boðið á að- fangadagskvöld að halda jól með þessu vinafólki okkar. Var alltaf byrjað með að hlýða aftansöng í Húsavíkurkirkju. Er komið var úr kirkju, var setzt að jólaborði, hlöðnu hátfðcmat. Er búið var að borða og „ganga frá“, voru stórar rennidyr opnaðar inn í stáss- stofuna, sem hafði verið harð- lokuð fyrir okkur börnunum síð- ustu dagana fyrir jólin. Var nú eftirvæntingin ekki Iitil hjá okkur, en þar stóð á miðju gólfi mjög stórt, lifandi jólatré, sem náði upp undirloft, en hátl vartil lofts og vft.t til veggja. Tréð, prýtt kertaljósum, var óvenju fagur- lega skreytt. Fallegar; ýmislega gerðar körfur, fullar af sælgæti, héngu á greinunum. Auk þess héngu þar stórir klasar af vfn- berjum, epli og appelsínur, auk venjulegs jólaskrauts. Allir röð- uðu sér nú í kring um jólatréð, minnstu börnin innst, ungling- arnir þar næst og fullorðna fólkið í yzta hring. Húsmóðirin, Þórdís Ásgeirsdóttir, ættuð frá Knarrar- Björg Jónsdóttir nesi á Mýrum, settist nú við hljöð- færið sitt, sem var >Tidi.slegt orgel-harmónium, og hóf að leika jólasálmana. Allir sungu með. Að þessu loknu var svo jólagjöfum útbýtt og var eins og hús- bændurnir hefðu sérstakt lag á að geta sér til um, hvað gleddi hvern mest og hentaði bezt. Er allir höfðu skoðað sínar gjafir, var farið í ýmsa jólaleiki, sem allir tóku þátt í. Heim fórum við ekki fyrr en liðið var fram á nótt og vorum við börnin þá orðin vel syfjuð. Fékk ég þannig á þessum árum ætíð tvöföld jól. Ekki vil ég skilja svo við þessar ó gl e y m a nl eg u en d u r m i n n i n g a r f rá Bjarnahúsinu, að minnast ekki þess ágæta fólks, sem ætið var með okkur í þessum jólafagn- aði, en það voru þau hjón Sigríður Ingvarsdóttir og maður hennar, Þórarinn Stefánsson, siðár hrepp- stjóri á Húsavík. Ráku þau hjónin bókabúð ásamt einu Ijósmynda- stofu staðarins. Voru þau næstu nágrannar Þórdisar og Bjarna og þá barnlaus. Lika minnist ég Páls Einarssonar (bróður Matthíasar Einarssonar læknis), sem var um árabil samstarfsmaður frænda mfns og þá ókvæntur. Einnig minnist ég hinna ágætu starfs- stúlkna, fjögurra að tölu, sem allar voru lengi hjá þeim hjónum, ein þeirra, Björg Jónsdöttir (Bogga), marga tugi ára. Hefi ég aldrei kynnzt betri manneskju eða skilningsríkari við unga barnssál en Bogga var. Að lokum vil ég i sambandi við þessar minningar mínar frá Hvammi, geta næslu nágranna okkar á Ilóli, þeirra hjönanna Þorbjargar Sigurðardóttur og Benedikts manns hennar. Ekki má gleyma uppeldisdóttur þeirra, Hólmfríði Jónsdóttur, systur Boggu i Bjarnahúsi, en IRílm- fríður giftist síðar Hannesi Jöns- syni, alþingismanni frá Ilvamms- tanga. Vtu’ þetta fólk allt okkur hinir beztu nágrannar. Ekki gleymi ég heldur þvf fólki. sem bjó á Hóli á eftir þessu fólki, en það voru hjónin Kristíana Guðna- dóttir (frá Grænavatni) og Krist- ján Sigtryggsson, bókbindari og organleikari. Þau áttu fjiigur börn og eignaðist ég þar góða leik- félaga um árabil. Eftir að ég var flutt að Sólheimum, var það ætíð tilhlökkunarefni mitt um helgar að heimsækja þetta gestrisna og yndislega fiilk á Hóli. Mér er það ætíð minnisstætt, er Kristíana fylgdi mér heim á leið og tók um leið stóran blómvönd úr garðinum sínum og gaf mér til minja um komuna. Xú er margt af þvf fölki, sem ég hefi getið hér, horfið okkar sjón- um. En ég trúi því. að ég eigi eftir að hitta það síðar. og vissulega er fagnaðarefni að hugsa til þess. Kannski verða þá aftur haldin sameiginleg jól. Myndlistaskólinn Framhald af bls. 11 listaskólum tekið völdin eins og börnin í barnasögu Olgu Guðrún- ar, sem fræg er orðin. Kennarar þar hafa kannski sloppið við súr- ntjólkurbaðið, en hitt er vist, að þeir hafa beinlínis verið reknir afsíðis, þar sem þeirra er ekki lengur þörf. Nú á hver að gera akkúrat það sem honum sýnist og f stað þess að puða í aðskiljanleg- unt vanda listarinnar, er dögun- um eytt í pólitískt maraþonsþras um réttan og rangan Marxisma. Framhaldsmenntun auglýsinga- teiknara getur i rökréttu fram- haldi af þessu verið fólgin í þvi að útlista hversu ómerkilegt fyrir- birgði auglýsingar eru. En heila- þvotturinn gengur misjáfnlega og nýlega sneri íslenzkur nemandi heirn frá framhaldsnámi í Ham- borg, þar sent fullkomin upplausn rfkti i skójanum. Myndlista- og handfðaskólinn er hluti hins tilmenna sköla- kerfis og kennslugjald er þar nánast lil málamynda. En naumast fer |)að milli mála. hversu illa er að skólanum búið. Nemendur sitja á kössum við borð. sein standa á búkkum og annað el'lir því. Gisli B. Bjiirnsson sagði að f fjárhags- áiellún fyrir árið 1974 hafi ver- ið farið framá rúmlega 2 milljónir kr. frá ríki og borg.en sú beiðni skorin niðui' í 900 þúsund. Keramikdeildin býr við þá niðurhegmgu að verða að Itafa brennsluol'n aðláni. I aug- lýsingadeild vanlar sjálfsagða hluti eins og leikniborð. A skrilstofu skölans er hvorki Ijöskópíuvél. Ijösritari né fjöl- rilari. Og einungis gömul og léleg ritvél. Kennslutteki svo sem skuggamyndavélar. kvik- myndavélar og segulbiind vant- ar með iillu. Gísli: Það er talað um að efla þurfi iðnað og útflutning á iðn- varningi. Slíkt er næsta tómt mál að tala um, meðan hægt er að slá þvf föstu að ekki eru einungis veikir hlekkir i þeirri keðju sem gera þetta mögulegt, heldur vant- ar hlekki. Það vantar hönnuði í iðnaðinn og meðan þá vantar verður islenzkur iðnaður seint fullburða til útflutnings. Slikir hönnuðir e'iga að fá menntun sína hér, en til þess að þetta geti orðið, þarf að taka þessa stofnun alvar- lega. — — 0 — Bragi Ásgeirsson, listmálari og myndlistargagnrýnandi, hefur verið kennári við skólann í 15 ár og hefur góðayfirsýn yfirþá þró- un, sem þar hefur orðið. Bragi kennir frumform litafræði, rythmíska litbyggingu í forskóla- deildunum og framhaldsdeildun- um kennir hann myndgreiningu, formfræði, grafik og veggmynda- gerð. Bragi kvaðst sjá allntikla breyt- ingu á nemendum skólans frá upphafi þessa árabils. Kemur það Iteim og saman við það sem áður var sagl og jafnvel talið arfur frá gagr fræðaskólunum. Bragi; Metnaður nemenda var miklu meiri áður fyrr og þá komu fleiri mvndli.starmenn úr skólan- um. Nú eru rnenn jarðbundnari ög hugsa meira um afkomuna. Hæfileikamenn. sem áður hefðu farið í listmálun, fara nú í auglýs- ingateiknun. Táknræn er sú breyting, að áður fóru menn i mvndlist, en tóku kennarapróf samhliða til þess að geta, ef f liart færi, horfið til þess ráðs að kenna. Nú fara nemendur hinsvegar i kennaradeild; þeir vilja fyrst og fremst verða kennarar, en mvnd- listin er eitthvað sent þeir ætla að hafa í hjáverkum. Hæfileikafólk hefur alltaf verið hér; ég sé mun á hugarfari og aðstæðum, en ekki á hæfileikum, Það er miður, að áliugi á sjálf- slæðri vinnu ulan skölans er minni en áðui' og margir gera alls ekki neitt heima hjá sér. Þö er í áttina, að nemendur eru nú aðeins eldri og árangur jafnari. En það gildir enn. að þeir sem nenna að vinna heima. skara yfir- leitt framúr í skólanum. Stundum er spurt, hvort sá tími sé liðinn, að ungt fólk vilji fórna sér fyrir listina. Nei, sá tími er ekki liðinn. En munurinn er sá, að nú vill fölk strax fá viðurkenn- ingu. Þá vill fá sinn hluta af kök- unni strax, — þannig hugsuðu rnenn ekki áður. Spyrja mætti; Felst einhver óöryggiskennd og ótti í því að ungu fólki er méira í mun að fá sinn hluta af kökunni strax, frek- ar en að það verði rökrétt afleið- ing listrænna tilþrifa? — — 0 — Akademfa — það er að minnsta kosti eins stórt orð og Ilákot. En þótt orðið sé stórt. er þessi aka- demíska deild. sem stofnuð var fyrir fáum árum, mjög fámenn og fyrirferðarlitil. Hér geta þeir stundað nám áfram, sem lokið hafa fjögurra ára námi í skólan- um, eða réttara sagt: þeir fá vinnustofu og þá gagnrýni. sem um er beðið. En l'ramyfir það fá þeir að ganga lausbeizlaðir. Sjöfn Ilaraldsdóttir hefur not- fært sér þetta tækil'æri. Hún er tvftug og lauk námi í frjálsri inyndlist i fyrra. Sjöfn kvaðsl ekki liafa mikla reglu á vinnuiíin- anum; hún kemur stundum strax að morgninum. en aðra daga kem- ur hún fyrsl eftir hádegi. Sjöfn kvaðst nokkuð ánægð með árang- urinn af veru sinni í skölanum: hún var likt og margir fleiri að glíma við kaffiplakatið. Ég hefði sjálfur greitt hennar lausn mitt atkvæði. En Sjöfn stefnir annars að því að læra veggmyndagerð — innanhúss og utan — og bendir allt til þess að Kaupmannahöfn verði fyrir falinu, þegar til þess kemur. — 0 — Iljá grafikpressunni voru tvær stúlkur úr Forsköla II að fást við stækkunarvél. Önnur þeirra er ung húsmóðir, Sigríður Braga- dóttir, hin ennþá yngri og óbund- in: Ingibjörg Sigurðardóttir. Sig- ríður kvaðsl að þessum vetri lokn- um ætla í textíldeild og leggja stund á myndvefnað sem frjálst listform. Hún ætlaði upphaflega í auglýsingateiknun, en fannst þeg- ar til kastanna kom. að hún gæti ekki gefið eins mikið af sjálfri sér á þeim vettvangi. Ingibjörg var aftur á móti ákveðin í þvi að leggja fvrir sig keramik. Þær voru báðar sammála um. að skól- inn hefði tekið framförum. Sigríður: Það er nýr andi. meiri áhugi og nemendur halda meira saman. Ingibjörg: Mér finnst nú samt. að áhugi á félagslifi og þátttaka i því mætti vera meiri. Sigríður: Við erum hér þó nokkrar húsmæður. Og þar að auki eru hér heimilisfeður. Það liggur í hlutarins eðli. að ýmis verkefni bíða okkar þegar heim kemur. Þessvegna verður þáttlak- an í félagslifinu ekki sem skyldi. I samtölum við nemendur kom i ljós. að talsvert skiptar skoðanir eru um hina bóklegu hlið náms- ins. Sumum fannst listasagan allt- of snöggsoðin og litil áherzla á hana lögð. Og námsgreinar eins og islenzku og ensku sé erfitt að samræma. þar sem undirstaða nemendannasé ákaflega misjöfn. í sjálfu listnáminu er að sjálf- sögðu um mismunandi leiðir að velja: Listræn teoría er eitt og tæknileg undirstöðuatriði er ann- að. Um þetta eru og verða trúlega skiptar skoðanir: Kjartan Guðjónsson: Eg lít á þetta sem listtækninám. Lista- mannagrillur ætli fólk ekki að hafa i myndlistarskóla. Þær tefja einungis fyrir þvi. sem hér er verið að gera: Að koma upp tæknikunnáttu. sem síðar verði hægt að byggja á. Tove Kjarval: Eg hef orðið vör við mjög harða gagnrýni á danska akademfið. Sagt hefur verið. að þar sé þessi hlið hreinlega van- rækt. Kjartan: En akademi er stofn-' un fyrir framhaldsmenntun. Eg er ekki viss um. að það eigi að kenna |)essi fræði þar. Menn eiga að vera búnir að læra þau áður. Einar Hákonarson: Þessi krafa um tæknikunnáttu — er hún ekki afleiðing af rökhyggjunni i þjiið- félaginu. Allir vilja hafa eitthvað áþreifanlegt .. . Tove: Það er efnishyggjan. Kjartan: Eglft á listnám eins og málfræði. Til þess að maður geti orðið rithöfundur verður hann að þekkja málið. læra málfræðina. Einar: Eg held nú samt. að það huglæga I náminu skipti mjög miklu máli. Kjartan: Hvað sent þvi líður. þá álít ég. að nemendur fái góðan undirbúning hér; að þetta sé góð- ur skóli til að búa fölk undir æðra listnám.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.