Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 2
Klúbbur matreiðslumeistara sér um þáttinn. Iþetta sinn: Ib Wessman Fiskur getur líka verið sunnudagsmatur ef til hans er vandaS, og þar sem við teljumst til fiskveiðiþjóða ætti okkur að vera það kappsmál að framreiða fisk á sem fjölbreyttastan hátt, en ekki bara sjóða og steikja hann á einfaldan hátt eins og okkur er tam- ast. Steikt rauðsprettuflök með rís og karry 8 rauðsprettuflök 120 g rækjur Vz smátt saxaður laukur V2 bolli rjómi salt, pipar, hveiti 3—4 bollar soðin hrísgrjón 2—3 matskeiðar kókós- mjöl 2 ananashringir smátt skornir karrysósa Flökin eru hreinsuð vel, þerruð, brotin saman, krydduð salti og pipar, velt upp úr hveiti, steikt á pönnu í smjörlíki. Þegar fiskurinn er steiktur er hann færður af, og á sömu pönnu er laukurinn, hrís- grjónin og rækjurnar kraumað í smjöri, síðan eru grjónin sett á fat og fiskin- um raðað ofan á, karrysós- unni hellt yfir, sem þó áður hefur verið bætt með kók- osmjölinu, ananasinum og rjómanum. Framreitt með butte- deigssnittum og sítrónu- bát. Soðin rauðsprettuflök með hollenskri sósu og kjörsveppum 8 flök 1 '/2 smátt saxaður laukur, 1 50 g nýir kjörsveppir hvítvín eða vatn Á smurða pönnu (mátu- lega stóra fyrir fiskinn) er lauknum stráð ásamt sveppunum sem hafa verið skornir í skífur, fiskflökin brotin saman raðað á pönn- una, hvítvíni eða vatni hellt yfir þannig að fljóti að efri brún á fiskinum, kryddað salti, lok sett yfir og soðið u.þ.b. 6—8 min. Fiskurinn færður á fat, síðan er soðið soðið niður þar til það verður þykkt sem síróp, blandað saman við hollenska sósu.hellt yfir fiskinn ásamt sveppunum. Framreitt með soðnum kartöflum eða grænmeti. Hollensk sósa 5 eggjarauður 2 matskeiðar edik 500 g hreinsoðið smjör 5 matskeiðar vatn Edikið og vatnið sett í pott ásamt eggjarauðun- um, þeytt yfir vægum hita eða vatnsbaði þar til eggja- rauðurnar verða að þykkum loftkenndum massa þá er smjörinu bætt út í smátt og smátt, og ef sósan ætlar að verða of þykk má þynna hana með vatni, bragðbætt með salti, pipar og ediki ef þurfa þykir. Athugið að nota aldrei álílát þegar eggjasósur eru lagaðar þar sem sósan yrði grá og Ijóst. Og fyrir þá sem alls ekki geta hugsað sér fisk í sunnudagsmatinn eru hér tveir kjötréttir. Bakaðir kjúklingar að hætti eiginkonunnar 2 kjúklingar um 750—800 g hvor 150 g nýir kjörsveppir skornir í tvennt 6 bacon sneiðar skornar í bita 2 rauðir piparávextir skorn- ir í bita 1 saxaðurlaukur 1 '/2 peli rjómi, paprika, salt og pipar Kjúklingarnir eru klofnir í tvennt, hryggurinn og bringubeinið tekið úr, kryddaður með papriku, salti og pipar, kjúklingarnir brúnaðir á vel heitri pönnu í smjörlíki, síðan er þeim raðað í eldfast fat, og siðan er laukurinn kraumaður á pönnunni ásamt sveppun- um, baconinu piparávöxt- unum, rjómanum síðan hellt yfir og soðið vel upp. Sósan ásamt öllu græn- metinu sett yfir kjúkling- ana og bakað í ofni í u.þ.b. 20—30 mín. við um 175° hita. Framreitt með hrásaladi og kartöflum ef vill. IMautalundir béarnaise með bökuðum kartöfl- um Lundirnar skornar í 175—200 g stykki; barið létt og formað í fallegar buffsneiðar, kryddaðar með salti og muldum pipar, steikt á pönnu í smjörlíki í 3—5 mín. á hvora hlið, eftir því hvað steikja á buff- ið mikið. Ofnbakaðar kartöflur (pommes au four) Stórar kartöflur eru þvegnar og þerraðar, raðað á gróft salt í pönnu og bak- aðar í ofni við ekki allt of mikinn hita í 40—60 mín. allt eftir stærð. Einnig má pakka kartöflunum inn í ál- pappír f staðinn fyrir að nota saltið þó það verði aldrei eins. Béarnaise sósa 5 eggjarauður 6—7 matskeiðar béarnr aise-bragðefni (essense), 500 g hreinsoðið smjör ögn af vatni. Eggjarauðurnar þeyttar upp með bragðefninu og vatninu eins og í hollensku sósunni. Sfðan er smjörinu bætt smátt og smátt út í. Bragðbætt með muldum pipar, kjötkrafti og saxaðri steinselju eða estragon.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.