Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 4
JAFNRÉTTI í REYND? BREYTINGAR Á FORNUM HÁTTUM— EÐANÝ STÉTTASKIPTING Byrjun á greinaflokki eftir Guörúnu Egilsson, sem fjalla mun um heimilishœtti og verkaskiptingu heima fyrir, þar sem börn eru og bœði hjónin vinna úti í SIMORRA Eddu segir, aS ásynjur séu hvorki færri né ómáttugri en æsir, en þegar grannt er skoðað, virðast þó hlutverk þeirra harla einhæf og fábrotin. Að vísu hafa þær einkarétt til afskipta af til- finningamálum manna og kvenna, en þegar að hagnýt- um hlutum kemur, virðast þær harla atkvæðalitlar, og ekki er annað að sjá en þær hafi sáralítil afskipti af heims- stjórn bænda sinna og bræðra. Segir Snorri, að ein annist dyragæzlu, önnur sé góð til áheita, en allmargar virðast reika um í Ásgarði án takmarks og tilgangs. Fer Ásynja viS dyr Valhallar. Snorri var dálítið í vandræðum með að finna þeim verkefni. ekki hjá því, að lesandinn verði þess áskynja, að Snorri hafi veriÖ í mestu vandræð- um við að finna þessum kvenkyns goðmögnum verð- ug viðfangsefni, þótt hann vilji eflaust ekki skerða hlut þeirra, enda jafnan talinn ær- ið kvenhollur. Gaman væri að vita, hver hlutverkaskrá gyðja yrði, ef ný trúarbrögð væru grund- völluð á þeim þjóðfélagsað- stæðum, sem við búum við nú. Gera má ráð fyrir, að minna bæri þar á hæfileika- skorti þeirra og atvinnuleysi, og hin mikla ringulreið, sem orðið hefur á hinni hefð- bundnu hlutverkaskiptingu kynjanna, myndi áreiðanlega setja svip sinn á slík trúar- brögð. Mörgum hefur fundizt hin öra framsókn kvenna út i at- vinnulífið og þær breytingar, sem hún hefur haft í för með sér á heimilisháttum og víð- ar, vera árás á hin helgustu vé samfélagsins. Bera um- ræður um þessi mál oft keim af ofstæki, og má stund- um skilja sem svo, að konan hafi verið sköpuð fyrir mann börn og heimili og hreinasta goðgá sé að hrófla nokkuÖ við þeirri skipan. Ekki er bein- línis hægt að finna þessum skoðunum stoð i ásatrúnni, því að ásynjurnar eru bless- unarlega lausar við flestar búksorgir, og þær skirrast ekki við að gera mökum sín- um erfitt fyrir, ef þeim býður svo við að horfa. En hvort sem menn leita sér halds í trúarbrögðum, fornum menn- ingarsamfélögum eða annars staðar, virðist þróunin ekki verða stöðvuð, og konur sækja áfram út á vinnumark- aðinn. Ekki er hér. ætlunin að rekja forsendur þessarar þró- unar og tína fram rök með henni eða á móti, heldur veröur litiö á hana sem stað- reynd og reynt að draga upp nokkrar myndir af þeim af- s leiðingum, sem hún hefur í för með sér fyrir heimilislíf almennt. Eðlilega verður þar talsverð röskun, þegar konan hættir að sitja heima og tekur skyndilega að axla nýjar byrð- ar, og hvernig bregzt fólk við þeirri röskun? Er húsmóður- ímyndin alger forsenda heil- brigðs heimilislífs? Verða börnin vanrækt, ef móðirin er ekki til taks 24 stundir á sólarhring? Sætta karlmenn sig við að þurfa að taka á sig ýmsa þætti heimilisstarfanna eða þarf konan að sinna þeim öllum þrátt fyrir útivinnu? í þessum efnum er víða pottur brotinn og sýnist eitt hverj- um. Ákafir formælendur fyrir jafnrétti kynjanna eru oft, ekki síður en mótherjar þeirra, boðberar hins eina sannleika að eigin hyggju. í ákafanum við að koma stefnumálum sínum í fram- kvæmd sést þeim yfir ýmsar torfærur ellegar þeir gripa til heldur vafasamra lausna. Torfærurnar eru geysimargar. Vegur uppeldi og mótun oft býsna þungt. Karlmaður, sem hefur vanizt þeirri hugsun, að þvottar og saumaskapur séu fyrir neðan hans virðingu, á oft og einatt erfitt með að yfirvinna andúð sína á þeirri iðju. Og hætt er við, að mörgum, sem bera lítið skyn á matreiÖslu, verði svipað á og manninum, sem steikti matinn í plastumbúðum, og skildi ekkert í, hvers vegna hann var óætur. Ennfremur hafa margar konur talið fá blautu barnsbeini að hús- móðurstörf séu hið eina hlut- verk þeirra í lífinu. Þær kunna því illa, ef rýrð er á það kastað, og eiga erfitt með að tileinka sér önnur störf. Annað vandamál er það, að þjóðfélagið virðist ekki þann- ig upp byggt, að hjón geti auðveldlega stundað vinnu utan heimilis. Dæmi um þetta er skortur á dagheim- ilum og leikskólum, svo og hinn stutti og slitrótti skóla- dagur barna. Ennfremur má ætla, að þar sem hjón vinna 8 stundir á dag eða lengur utan heimilis, hafi þau of nauman tíma afgangs til að vera sam- vistum hvort við annað og við börn sín, þannig að aukin útivinna kvenna knýr á með styttingu hins almenna vinnutíma. Aðeins fátt eitt hefur verið nefnt af þeim vandamálum, sem við er að etja, og til margvíslegra ráða er gripið til að leysa þau. Áköf jafnréttiskona lét eitt sinn hafa það eftir sér, að vandalaust væri að vinna úti. Að vísu væri ógerningur að fá bóndann til að taka þátt í heimilisstörfunum, en það skipti engu máli, því að hún hefði fengið öndvegiskven- mann til að hugsa um börnin og húsverkin gegn vægu gjaldi. Með þessu móti gætu þau hjónin bæði notið hvíld- ar, þegar heim kæmi að af- loknum vinnudegi. Þessi mynd jafnréttisbaráttunnar blasir við nokkuð víða. I sum- Karlmönnum þykja ekki allir þættir heimilisstarfanna jafn skemmtilegir. um tilvikum er hér um þrautalendingu að ræða, þeg- ar fólk hefur árangurslaust reynt að koma börnum sínum fyrir á leikskólum eða dag- heimilum, en er ekki verr farið en heima setið, ef sú barátta, sem kennd er við jafnrétti, á að stuðla að auk- inni stéttaskiptingu í þjóðfé- laginu, og er aðeins i því fólgin að fá einhvern annan til að vinna þessi störf — fyrir lægri laun en þekkjast annars staðar? Ef þetta á að vera lausnin, er hætt við að útivinna verði sérréttindi efnakvenna og hinar verði að láta sér nægja að taka að sér heimilisstörfin fyrir þær gegn broti af þeim launum, sem fást á almennum vinnumark- aði. En hér er sem sé ekki mein- ingin að predika yfir fólki, hvað rétt er og rangt i þessum efnum, heldur kanna, hvernig fjölskyldur fara að því að leysa margvis- leg vandamál, sem skapast, þarsem hjón vinna bæði utan heimilis. Við höfum farið þess á leit við nokkrar fjölskyldur, að þær segðu okkur undan og ofan af heimilishögum sínum, hvernig verkaskipt- ingu er háttað, hvernig hægt er að halda uppi eðlilegu fjöl- skyldulifi þrátt fyrir langan vinnudag og þar fram eftir götunum. Höfum við leitazt við að velja fólk á ýmsum aldri og úr ólíkum þjóðfélags- stigum til að fá sem víðasta mynd af heimilishaldi, þar sem hugtökin fyrirvinna og húsmóðir hafa runnið i einn farveg og goðsagnir um hlut- verkaskiptingu kynjanna látnar lönd og leið. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.