Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 3
leysi né kunni að bregðast við því. Varalestur er mjög erfiður og við- mælandi hins heyrnarlausa verð- ur að tala skýrt og greinilega. Sumir nenntu því alls ekki en sneru sér þess í stað til Pauline og ætluðust til, að hún „túlkaði" mál þeirra. Þar með var ég að miklu leyti úrleik. Þessu fólki sagði hún undantekningalaust að „tala við Jack“, og fór þar ekki í mann- greinarálit. Urðu menn að láta sér þetta lynda ellegar slá botninn í samtalið. En nú var ég á leið tii þings einn míns liðs. Ég hefði vafalaust getað haft Pauline með mér, en það kærði ég mig ekki um. Bæði hafði hún skyldum að gegna heima, og svo varð ég fyrr eða síðar að standa á eigin fótum. Þetta var áhættuspil. Mistækist mér væri stjórnmálaferill minn þar með á enda. Min eina von var sú, að færni min i varalestri ykist. En til þess að fikra mig upp reipið varð ég fyrst að ná endanum. Miklu varðaði hvernig til tækist i byrjun, og það var mjög undir samþingmönnum minum komið. En þeir voru önnun kafnir menn upp til hópa. Þegar þeir deildu, hitnaði oft í kolunum. Ég varð að geta tekið virkan þátt í umræðum — og sótt og varið mál mitt af fullum krafti. Er ég hugleiddi þetta þótti mér ekki Ijóst hvort ég mætti vænta skilnings og hjálpar starfsbræðra minna eða ekki. Hins vegar vissu þeir nú hvern- ig ástatt var um mig — og samt vildu þeir fá mig aftur í sinn hóp. En ég óttaðist, að þeir gerðu sér ekki fulla grein fyrir vandanum. Trúlega yrði ekki erfiðast að skilja umræður í þingsalnum sjálfum, og auk þess gat ég fengið þær staðfestar í skýrslum. En málin eru lika rædd i göngum og kaffistofum og- það er ekki siður mikilvægt að fylgjast með þeim umræðum en hinum. Sá, sem borðar verður að líta á diskinn sinn; og missti ég þráðinn i máli viðmælanda míns andartak yrði hann að hefja það á ný. Þeir, sem ræddu við mig, urðu að horfa beint við mér og stæði ég í hópi, þar sem ákaft var rætt, heyrði ég aðeins einn i einu. Þetta var ekki til þess fallið að laða að mér við- mælendur. hjá sér. Ég tafði þarna smástund, en fór svo inn i þingsalinn. í neðri málstofunni er ekkert sérstaklega gott sæti til varalest- urs. Þetta eru langar bekkjaraðir; situr stjórnarliðið öðrum megin en stjórnarandstaðan hinum meg- in; og liggur gangur þvert í gegn. Ég hafði reynt að sjá inér út sæti og leizt eitt þein-a iliskást; það var á bekkjar enda og var sæti Bessie Braddock. Hafá hún fús- lega látið mér það eftir, er ég fór þess á leit. Sýndist mér, að þarna mundi einna hægast að snúa sér til hinnaýmsu átta. Ég kom inn í miðjum spurn- ingatima og hikaði fyrir framan þinggrindurnar. En inn fyrir þær verða menn að fara til þess að mega taka þátt í störfum þingsins. Ráðherrar stóðu fyrir svörum og voru engin grið gefinrfremur en endranær. Bekkir virtust full- setnir og ég vildi síður fara að ýta við mönnum og trufla þannig um- ræðurnar. Ég tök eftir því að ýms- ir voru farnir að gefa mér gætur og þótti það heldur óþægilegt. Málið leystist farsællega, er Bessie Braddock kallaði á sessu- nauta sina að hiiðra til og lét ekki sitja við orðin tóm, en hún er mikil fyrir sér, og fyrr en varði . var orðið pláss, þar sem áður virt- ist fullskipað. Eg settist og var feginn að hafa dálitið skjól af Bessie. Svo tók ég til við varalesturinn. Eg hafði ekki búizt við umtals- verðum árangri, en reyndin varð mér mikið áfall. Ég skildi fátt sem ekkert af því, sem sagt var og ekki bætti úr skák, að ég vissi aldr'ei hvert ég átti að snúa mér. Hefði ég loksins uppi áfyrirspvrj- anda var mál hans þá annaðhvort hálfnað, ellega'r hann var að ljúka því og ég fékk engan botn í það. Þetta var mér mikil breyting. Aður fyrr hafði ég éngum gefið eftir í orðaskiptum, ég hafði grip- ið óspart fram í fyrir andstæðing- um minum og ekki beðið boð- anna, þegar kom að mér. Nú var ég varnarlaus berskjaldaður á sviðinu. Hver, sem var, gat klekkt á mér. Lægi nokkur leið út úr þessari þögn varð ég að finna hana og það fljótt. En horfurnar voru óglæsilegar. _______ X' HEYRNARLA USA ÞINGI Úr sjálfsœvisögu brezka þingmannsins JACK ASHLEYS JACK Ashley fæddist og ólst upp í fátækrahverfum Widnesá bökk- um Merseyár í Englandi. Hann naut skammrar skólagöngu, hafði ungur inisst föður sinn, og fór sncmma að vinna möður sinni og systrum. Ilann gerðist verkamað- ur í verksmiðju. Lét hann fljót- lega til sfn taka í félags- og kjara- málum verkafólks, stofnaði verk- lýðsfélag á sfnum vinnu- stað og vann því viðurkenn- ingu. Hann færði þá út kvfarnar og tök að beita sér fyrir hættum húsakosti og vinnuskilyrðum verkafólks. Varð hann kornungur forystumaður í heimabæ sínum. Eftir nokkurra ára strit fyrir sult- arlaun ákvað hann að brjótast til tnennta. Stundaði hann nám bæði f Cambridge og Oxford og valdist þar auk þess til forystu félaga sinna. Að námi loknu réðst hann til starfa hjá brezka sjónvarpinu og vann þar um nokkurt skeið. Ai'ið 1966 var hann kosinn á þing og árið eftir töldu jafnvel margir, að honum yrði boðin ráð- herrastaða. Af þvf varð þó ekki. Jack Ashley missti heyrnina, fyrst að hluta, en loks algerlega. Þetta var að sjálfsögðu feikilegt áfall. Sá Ashley ekki annan kost en segja af sér þingmennsku, en var eindregið ráðið frá því og varð það úr, að hann hélt áfram. Mætti hann geysilegum örðug- leikum, en sigraðist smám saman á þeim af fágætum kjarki, þraut- seigju og þó kannski mest bjart- sýni, enda ímyndi menn sér hvað til þurfi að ætla sér að taka þátt .í þingdeilum án þess að heyra nokkurt hljóð, heldur reiða sig á varalestur. En Ashley lét ekki deigan síga, enda varð árangur- inn allótrúlegur. Hann hefur síð- an gerzt ákafur forsvarsmaður fatlaðra, jafnt á þingi sem utan þess. Bók hans heitir „Journey into Silence" og fer hér á eftir 14. kafli hennar, styttur og endur- sagður. Segir þar frá því, er Ashley sneri aftur til þings, eftir að hann missti heyrnina. Það var sannarlega vogað fyrir- tæki að snúa aftur til neðri mál- stofunnar. í fyrra sinnið hafði ég þó a.m.k. heyrt nið fyrir eyrum mér; nú heyrði ég alls ekkert. Fyrri tilraunin hafði endað með skelfingu. Nú var ég kominn aft- ur og leizt þó enn verr á blikuna. Eftir að ég missti heyrn reiddi ég mig á Pauline i skiptum við fólk, sem hvorki skildi heyrnar- Við Pauiine höfðum rætt málið vandlega áður en ég lagði af stað. En nú var ég einn á báti i hljóð- lausri umferðinni. Þegar ég gekk innum dyr þinghússins kom til mín lögregluþjónn með heljar- mikið yfirskegg og sagði „Vel- komnir aftur". Mér hefði annars veitzt erfiðara að skilja þennan mann en flesta aðra, en hann vandaði sig sérstaklega, enda skildi ég hahn óðara. Vinir og velunnarár þyrptust að mér, þegar ég kom inn i atkvæða- klefann. Enginn reyndi að setja á langar tölur, heldur buðu þeir mig velkominn í einsatkvæðisorð- um. Og ég skildi þá ekki einu sinni alla. Mér var tekið af mikilli hlýju. Þó voru sumir ofúrlitið ringlaðir. Og aðrir fóru kannski Nú tók ég i fyrsta sinn eftir því, hvernig ljós og skuggar skiptust á i þingsalnum. Eg komst að raun um það, að félli skuggi á andlit ræðumanns, skildi ég vart orð af því, sem hann sagði. Brátt þreyttist ég í augum og þar sem sálarástandið var lika bágborið ákvað ég að hætta þessu. reis úr sæti og fór fram í kaffi- stofu. Samræour þar revndust ekki auðveldar heldur. en þó ekki ömögulegar. enda leituðu menn fyrst og fremst frétta af mér og mfnum högum og töldu ekki eftir sér að endurtaka mál sitt, ef þurfti. Þetta sama kvöld var fundur í þingflokki Verkamannaflokksins og átti að ræðtt hugsanlegar vítur á hóp þingmanna, sem höfðu neit- Framhald á bls. 12 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.