Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 12
Jafn- rétti 1 reynd Franihuld af hls. 5 laginu viðjbyrjuðum frá grunni, efa.st ég um að útkoman yrði jafn- rétti. Ogþegar rauðsokkurnar eru að tala um þessi mál, minnast þær aldrei á að þær vilji taka að sér erfiðisvinnu eins og sjómennsku, enda er ég viss um, að þær gætu það ekki. Konur eru frá náttúr- unnar hendi veikbyggðari en karl menn og þola minni áreynslu, og enda þótt aukin tækni og vélvæð- ing hafi á undanförnum árum auðveldað störfin um borð i fiski- skipum eru þau alls ekki meðfæri kvenna, stanzlausar vökur, stöð- ur, volk og vosbdð myndu verða þeim ofviða, svo að maður minn- 'ist nú ekki á sjálfa vinnuna. Þur- iður formaður og aðrar kjarn- orkukerlingar eru áreiðaiilega undantekningar, og ekki vildi ég lifa i þeim heimi, þar sem allar konur væru eins og þær. Ætli við viljum ekki öll hafa einhvern mun á kynjunum, þegar öllu er á botnin hvolft. — Ætlið þið að brýna það fyrir dóttur ykkar, að hún sé kvenmað- ur umfram allt? — Það þarf nú ekki að brýna það fyrir henni, — segja þau bæði. Allir leikir hennar sriúast um dúkkur, dúkkuvagna og dúkkurúm, og sennilega höfum vð bara gamla lagið á uppeldinu. Maður er orðinn þessu svo vanur. — En ef þið eignist strák, á hann þá að sleppa við allar heim- ilisslyldur? — Nei, nei, hann hefði gott af því að kynnast þeim líka, — segir Sigmar. — Ég var látinn vaska upp, þegar ég var púki, og ég held að karlmenn hafi gott af því að kynnast einföldustu heimilis- störfum hvernig svo sem verka- skiptingin verður, þegar út í hjónabandið er komið. Meðan Pálina er í vinnunni, kúrir Sigmar yfir bókunum. FORFEBUR VORIR Enda þótt sögur hermi fátt þar um, telja sumir fræðimenn að í reynd hafi verið um að ræða miklu meira jafnrétti kynjanna, ert oft hefur verið talið. Þegar kvenmaðurinn var atkvæðameiri og hraustari að líkamsburð- um en eiginmaðurinn, gerðist hún „fyrirvinna" og fór að heiman til að berjast, þegar þörf var á. Ein slika valkyrja er ein- mitt hér á teikningu Halldórs Péturssonar. Hún tekur auðvitað ekki i mál, að eiginmaðurinn fari til að hefna fyrir slúð- ur, sem hún heyrði I síðasta saumaklúbb. Hún ætlar að gera það sjálf. Og enginn er því fegnari en karlinn. Hann situr að vísu uppi með grenjandi krakkahrúgu; allt eru það ódælir og upprennandi vígamenn. Þeim svipar meir til móður sinnar. Á síðasta augnablik heldur hún smá tölu yfir karli sínum. Aldrei getur hann munað neitt. „Reyndu svo að vera búinn að prjóna peysuna á strákinn og slá túnið, þegar ég kem aftur," segir hún. Slikar konur voru kallaðar drengir góðir. OC JAPVRETTIll Halldér Pétarsson telknaði. Heyrnarlaus á þingi Framhald af bls. 3 að að beygja sig fyrir meirihlut- anura. Eg ákvað að gera dálitla tilraun og taka þátt i umræðun- um. Eg skildi fátt eitt af frarn- söguræðunni, en reyndi að gera mér mal úr því, sem ég skildi og hélt sjálfur smátölu, þar sem ég lagði til, að tillagan um víturnar yrði felld. Máli mínu var vel tek- ið, en ég fann þó, að félagar mínir voru fyrst og fremst að bjóða mig velkominn aftur í slaginn. Eg var þreyttur er ég hélt loks heim á leið. En ég var bjartsýnni en ég hafði farið að beiman. Við Pauline ræddum þetta fram og aftur um kvöldið. Ljóst- var, að þetta var aðeins byrjunin á mjög erfiðri baráttu. Ég var siþreyttur, hafði slikju fyrir augum og nú yrðu taugarnar auk þess stöðugt þandar. Ég hafði ekki fylgzt náið með stjórnmálum í nokkra mán- uði. Eg yi-ði að hafa mig allan við til að verða viðræðuhæfur á ný. Ég þurfti að sinna kjósendum mínum, stunda þingið og reyna jafnframt að bæta varalestur minn. Þigmannafjölda i neðri málstof- unni stjórna sérstakir tnenn, kall- aðir agameistarar. Sjá þeir um það, að hlutfallstala þingmanna hinna ýmsu flokka sé alltaf hin sama. Boði þingmaður forföll, víkja þeir öðrum úr flokki and- stæðinganna út. Orð fer af aga- meisturum þossum fyrir hörku. Mér reyndust þeir betur en marg- ir aðrir, greiddu fyrir mér á marga lund og heimtuðu það eitt af mér, að ég ofreyndi mig ekki. Vandi rninn varð ntér smám saman Ijósari á næstu vikum og mánuðum. Eg reyndi eftir beztu getu að ná viðunandi sambandi viö samþingmenn mlna ogþaðvar merkileg reynsla. Milli mín og þeirra lágu ósýnileg landamæri. Samræður hófust nógu þægilega, en þeim lauk undantekningar- laust í hálfgerðir ringulreið. Sum- ir gáfust fljótlega upp og tóku til að hripa orð sín á tniða. Stundum þóttist ég fylgjast með þótt ég skildi ekkert, en það blekkti fæsta. Þetta var mjög undarlegt. Allir voru mér ákaflega góðir, en Framhald á bls. 14

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.