Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 16
N A TTURUVERND OFBEIT OG EYÐING Ef myndin prentast sæmilega, sýnir hún betur en orð þann mun, sem verður á friðuðu landi annarsvegar og ofbeittu landi hinsvegar. Vinstra megin við griðinguna er friðað, hægra megin er landið nagað niður í rót, nánast sviðið. Þar sést meðferðin á landinu eins og hún hefur alltof oft verið. Þeir sem eiga afkomu sína undir afrakstrinum, virðast ekki einu sinni skeyta um afleiðingarnar. Landgræðslan berst við ofur- efli; vegna fjárskorts meanar hún tæoast að halda í við eyðinguna. Að mati sumra vísindamanna er jarðvegur enn að eyðast — og landið þar af leiðandi að verða rýrara — á því herrans ári 1974. mm AB LIFA EBA BEYJA Eitt af því ánægjulegasta við íslenzkt mannlif er hversu vel fólk fylgist með því, sem gerist á hinum ýmsu stöðum, aflahrota í Súðavík, fann- fergi á Breiðdalsvík, þorra- blót í Hreppunum, allt eru þetta fréttir, sem lesnar eru með athygli. Og ef slys henda, á sjó eða landi, fylgist öll þjóðin með og er samein- uð i kvíða, sorg og gleði. Þetta hefur manni þótt sjálf- sagður liður í daglegu lífi. enda samgöngur góðar þrátt fyrir allt, sími, útvarp og jafn- vel sjónvarp á flestum heimil- um. Tækniöld á íslandi hefur stóra kosti! En hér i Etióphiu eru ástæður aðrar. Fólk er dreift um þetta stóra land, hjarð- fólkið hefur engan fastan samastað, vegir eru víða að- eins færir á þurrkatímum, símasamband er aðeins milli stærsu bæjanna og útvarp kemur ekki að fullu gagni, þar sem mállýzkur eru gífur- lega margar, og fyrir örsnauð- an mann er ókleift að eignast viðtæki. Það er kannski til eitt í öllu þorpinu, og íbúarnir safnast saman þær stundir, sem útvarpað er á þeirra eigin máli. Dauðinn er daglegur gestur í veröld fátæktar og fáfræði. Barnadauði er hér óhugnan- lega hár, á vestrænan mæli- kvarða, en fyrir þá innfæddu er þetta staðreynd lífsins. Ný- fædd börn fá gott „start", þau eru á brjósti og móðirin bindur þau á bak sér alla daga. En svo fæðist nýtt barn að ári liðnu, og þá er eldra barnið skyndilega sett „út í kuldann" án brjóstamjólkur og móðurhlýju. Nær helming- ur barna 1—2 ára lifir það ekki af. Fyrir sjö mánuðum fóru að berast lausafréttir af ískyggi- legum aðstæðum í Norður- Etióphiu. Um 5 ára skeið hafði úrkoman farið síminnk- andi, og sum árin nær ekkert rignt. Þegar slíkt gerist, verð- ur jarðvegurinn harður sem steinn, og það verður að rigna mikið til að mýkja hann upp — ef ekki rignir nóg til þess, flýtur vatnið burt og hrífur jafnvel með sér hinn aðframkomna gróður. Útvarpsstöðin, sem ég starfa við, sendi þegar í stað fólk á vettvang og hefursíðan linnulaust flutt fréttir af ástandinu. En ekki heyrðist orð um málið í ríkisútvarpi Ethióphiu. Fyrir jólin fór loks keisarinn í heimsókn til hungurhéraðanna. Þá hafði fólk látið lifið þúsundum saman og alþjóðlegt hjálpar- starf hafið af fullum krafti. Fornvinur keisarans, Von Rosén greifi, sem alþekktur varð í Biafrastríðinu, var hér á ferð og kvað keisarann hryggan og reiðan, hann hafi verið dulinn þess, hvernig ástandið er, sem hafi síðan stórskaðað álit Ethióphiu út á við og hans sjálfs sem friðar- boða. Og nú berast fréttir af yfir- vofandi hungursneyð í Suð- ur-Ethióphiu, einmitt þarsem íslendingarnir starfa. Harald- ur Ólafsson er nú hér í Addis að veita viðtöku flugvélar- farmi af korni og þurrmjólk frá hjálparstofnunum kirkj- unnar á Norðurlöndum. En þá er eftir að dreifa því, skipuleggja fyrst bílaflutn- inga eftir torfærum vegum, finna hvar fólk heldur sig, koma upp birgðaskemmum og dreifa síðan réttlátlega, því að aldrei er nóg. Það eru ekki margar hvíld- arstundir í vændum hjá þeim löndum okkar í Konsó og Mega, því nu er um að ræða hvort bræður okkar svartir lifa eða deyja.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.