Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 15
BÖRNIN TEIKNA Steindór Sigsteinsson, sem er 8 ára og á heima á Hvoisvelli, sendir okkur þetta glæsilega skip, sem er að leggjast að bryggju. Nálægt Hvolsvelli er heldur lítið um hafnir og Steindór hlýtur að hafa farið í ferðalag, þar sem hann sá skip leggjast að bryggju. Skip mitt er komið að landi Þú getur lært nýtt tungumál á 60 tímum tungumál á sambæritegan hátt og þú læráir íslenzku. Þú hlustar, þú skilur og talar síóan. Þú hefur meófædd- an hæfileika til aó læra aó tala á þennan hátt. Aótrú- lega skömmum tíma nemur þú nýtt tungumál, þér til gagns og ánægju. — Þetta er RÉTT og ÞÚ getur sannaó þaó. — Vió sendum þér aó kostnaóarlausu upplýsingapésa um námió, — Þegar þú hefur tekió ákvöróun, — sendum vió þér linguaphone námskeió í því tungumáli, sem þú ætlar aó læra. Pavd&iA^, Möírvs i£ua\ ( &3t-í2<2. I (Xujrobus lAUMAév'o5b 5arvút<o ic< ?“ LINGUAPHONE tungumálanámskeid á hljómplötum og kassettum Hlióófærahús Reykjavíkur- Laugav.96 sími 13656 Undirrit__óskar: aö fá sendan upplýsingapésa um linguaphone a aó kaupa linguaphone tungumálanámskeió í: ensku □ frönsku □ þýzku O spœnsku 0 annað mál □ hljómplötur □ kassettur nafn: heimili: herað: Fullnaöargreíðslakr. 5.200,- fylgir með □ Póstkrafa kr. 5.400-□ Sérstakir greiósluskilmálar □ útborgun kr. 2.500,- þrjár mánaðarfegar afborganir á víxlum —3x1000,- — samtals kr. 5.500.- UNGUAPHONE Hljóófærahús Reykjavíkur REYKJAVÍK Pabbi, mamma og húsvagninn Myndirnar að ofan teikna systurnar Fanney (8 ára) og Ólöf (6 ára) að Álfaskeiði 1 23 í Hafnarfirði. Fanney hefur teiknað myndina til vinstri, sem við teljum víst að sé af pabba og mömmu, en Ólöf teiknar húsvagninn. r _ Myndirnar að ofan eru eftir systkinin Samúel Karl Sigurðsson (6 ára) og Y or 1 loftmu Ernu Valdísi (4 ára) að Hlíðarvegi 52 í Kópavogi. Samúel Karl á myndina til vinstri. Hér er vor í loftinu og mikil lífsgleði. En hversvegna ætli fötin séu svona bætt? r Arstíðir .... Framhald af hls. 9 árlega og þá umfram allt í skammdeginu; þá hafði ís- land mest áhrif á hann. I bók Gunnars hefur vetur- inn mörg andlit. Eitt er mótaS af fölum bjarma skammdegis- sólarinnar, annað af róma- tískri jólakortastemningu, þar sem snjórinn hangir eins og bómull á trjánum. Vetur hversdagsleikans er þarna iíka: Önn dagsins um borð í klakabrynjuðu skipi, varfær- ið fótatak í hinni illræmdu hálku og krapelgurinn, sem vegfarendur ösla. Lítinn svip ber hann af hreinleika mjail- arinnar, sem hann einu sinni var. Veturinn er á Tjörninni, þar sem dúðuð börn taka fyrstu sporin á skautum og uppfenntum bæjarhúsunum í Árbæ. Satt að segja finnst mér brúni tónninn, sem svo oft rikir í myndum Gunnars, verða lítið eitt út í hött, þegar myndin sýnir rjúkandi skafbyl og vegfarendur að baslast áfram í snjónum. Ókunnugir kynnu að fá þá hugmynd, að hér væri mistur frá eld- gosi og að hinir úlpuklæddu vegfarendur væru að skýla sér fyrir ofboðslegum hita. í nærmynd af vetrarham Esjunnar býr litarraft norð- ursins og tærleiki kuldans; norðanáttarkúfurinn liggur framá lappir sinar og horfir niður í gilin: Þarna er Island. Og einmanaleikinn í freðinni náttúru landsins kemur til móts við mann í siðustu mynd bókarinnar: Ein önd á klakabrynjuðum steini í föl- um bjarma frá lágri vetrarsól. Kynningartexta um Reykja- vík hefur Jökull Jakobsson ritað. Sá texti er saminn fyr- ir gesti og aðra þá, sem ekki þekkja Reykjavik, en prýði- lega gerður sem slíkur. Upp- setningu hefur Fanney Val- garðsdóttir annazt á Auglýs- ingastofu Gísla B. Björnsson- ar. Allt er það unnið af mikilli smekkvísi og prentunin, sem sem fram fór í Hollandi, sýn- ist varla geta verið miklu betri. Hér er bók, sem er í senn eigulegur gripur og ákjósan- leg gjöf, þótt augljóslega gildi sú staðhæfing ekki lengur, að myndavélin segi alltaf satt. En þegar Móskarðshnjúkarn- ir eru dregnir til Reykjavíkur, þá felst einungis í því sams- konar skáldaleyfi og aðrir listamenn taka sér gjarnan. Veruleikinn er víst teygjan- legt hugtak hvort sem er. Hitt fer ekki milli mála, að ég tel bókina athyglisvert framlag til sjónmenntar í landinu og Menningarinnar. Hvort vitarnir koma auga á það er svo annað mál. í síðasta blaði féll niður, að Halldór Stefánsson þýddi smásöguna Gestur eftir Jens Pauli Heinesen. Til að fyrir- byggja misskilning skal tekið fram, að hór er um annan mann að ræða en Halldór Stefánsson. rit- höfund.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.