Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 11
TÍ2KA oc mmm RUDDA SMART eða eitthvað í þá áttina TOM WOLFE lýsir með teikningum hinum ,,kvnlega” búningi, sem á að tákna frelsi, en er þó ölln fremnr táknmvnd ofbeldishneigðar. J ts ' X' 'ý f-í-Os V í/*V"d Maður er nefndur Tom Woife. Hann er fertugur að aldri, amerfskur blaðamaður, sem býr i New York, en er þó með annan fótinn austan Atl- antshafsins, einkum í Bretlandi, þar sem hann skrifar í blöð. Tom Wolfe hefur orðið vel kunnur báðum megin Atlantsála fyrir nýjan stfl í blaðamennsku, einkum f grein- um, sem hann hefur skrifað fyrir The Daily Telegraph og báru á ensku yfirskriftina The Mid-Atlandic Man. Tom Wolfe er mikill þjóðféiags- skoðari; hann rýnir f samferðamenn sfna, athugar breytni þeirra og breyt- ingar á Iffsháttum. En athuganir sfnar styður hann með teikningum, sem hann vinnur af óvenjulegri færni, þegar miðað er við mann sem ekki er teiknari að atvinnu. Nýlega birtist f The Daily Tele- graph Magazine grein ásamt teikn- ingum eftir Tom Wolfe, þar sem hann skilgreinir viðhorf það, sem fram kemur f fatnaðartfzku sam- tfmans. Hann á ekki við fatnað almennt, heldur ákveðinn stíl, sem kannski er afsprengi Bftlanna og Carnaby Street-tfzkunnar. i stúttu máli virðist markmið þessa stfls að undirstrika, hvað viðkomandi séu ,,sexy" og „töff" svo gripið sé til tveggja orða, sem þvi miður hefur ekki tekizt að islenzka ennþá. Megineinkennin eru þannig: Ungur maður, sem tileinkar sér þennan stfl — og þeir eru vissulega margir nú til dags — reynir f senn að vera bófalegur og fúlmannlegur. Bezt er að sem minnst sjáist af andlitinu; það gerir mann dular- fullan. Hárið hylur hausinn að mestu, en slútandi hattur er góð viðbót. Niðurandlitið er hulið skeggi og þá eru bara augun eftir. Þau má hylja með stórum, dökkum sólgler- augum og eftir er þá aðeins nef- broddurinn. Hann fær að standa óá- reittur út úr þessu gervi. Nýtt barok er f uppsiglingu hvað klæðnaðinn sjálfan áhrærir. Mest barok er í skónum; þeir eru eigin- lega stultur og allir hinir klossa- legustu. Buxurnar verða helzt að vera svo víðar að neðan, að þær nái vel framfyrir tærnar. En viddin má alls ekki ná nema upp að hnjám. Þaðan frá og upp f mitti eiga þær að vera svo þröngar, að hver vöðvi og misfella sjáist f gegn — og sé maðurinn vel vaxinn niður, ætti það ekki að fara framhjá neinum. Enn hefur kíllinn ekki verið inn- leiddur að nýju, sem riddarar notuðu á miðöldum. En buxurnar leiða f Ijós ekki sfður en kíllinn, að hér sé á ferðinni rétt skapaður karlmaður — og þvf meira sem er undir honum, því betra. Sterkast er að líta út eins og gór- illa. Ofan við hinn mjög svo strengda miðhluta má koma fyrirferðarmikil — og helzt dálítið tætt flík, sem ýkir breidd axlanna. Til dæmis væri gæruskinnsfeldur líkt og sá, sem Skuggasveinn hefur oft verið leikinn f, hin ákjósanlegasta flfk. Athuga verður þó að hneppa sem minnstu að framan og vera ber niður á maga, að minnsta kosti ef viðkomandi er sæmilega vel loðinn á bringunni. Og ekki tilheyrir heldur að rétta úr sér; hausinn á helzt að standa framúr þessu ferlega herðabákni. Það minn- ir á górilluna og gerir manninn við- sjárverðari ásýndum. Tom Wolfe hefur lýsingarorð um þennan stfl á ensku, sem ég ætla að erfitt sé að þýða á islenzku, en f bili skulum við segja ruddasmart. Að vfsu er smart bara enska, þótt oft sé til þess gripið ! mæltu máli. Að vera ruddasmart er að hafa endaskipti á hugtakinu, bæta f það merkjum um ofbeldishneigð, undirstrikun á kyn- ferðinu og viðhorfi, sem segir við samtfðina: Ég gef skft f allt og alla og geri það sem mér sýnist, þegar mér sýnist. Varla þarf að taka það fram, að ruddinn lúsfellur F þessa múnder- ingu; hún sýnist raunar ætluð hon- um og um leið gerir markaðurinn og framleiðslan ráð fyrir, að stór hluti mannfólksins séu lúsugir ruddar. Auðvitað verður framleiðslan að hugsa fyrir kvenþjóðinni líka; þess- vegna fæst ruddasmart klæðnaður handa kvenfólki. Fyrst og fremst verða gallabuxurnar að tryggja að sköpulag afturendans njóti sfn sem bezt. Þarnæst verða blússur og ann- að þvíumlFkt að vera úr nægilega þunnu efni til þess að brjóstin sjáist! gegn. Hvað andlitið sjálft áhrærir, þá dugar að hárið hylji það að mestu, en þó eru dökk sólgleraugu æskileg. Með tilheyrandi striðsmálningu get- ur hvaða górilla sem er, tekið sérsvo vel búna stúlku við hönd. Varla telst undarlegt né óskiljan- legt að fatatFzka af þessu tagi sé á boðstólum og nái fótfestu að minnsta kosti ! stórborgum hins vestræna heims. Skemmtanaiðnaðurinn keppist við að dekra við ruddaskap og ofbeldi. Snjallir kunnáttumenn á sviði kvik- myndanna virkja þennan tíðaranda og græða á honum gffurlegt fé með þv! að einbeita sér að listrænum kvikmyndum, þar sem allan tlmann er smjattað á ofbeldi og hverskyns viðbjóði. GS.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.