Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 13
Meðal erlendra gesta á þjóðhátíðinni í sumar verður allstór hópur Vestur-íslendinga. Þeir líta á þá för sem einskonar pílagrímsför til landsins helga; i þessum hópi verður aldrað fólk, sem aldrei hefur augum litið þetta hjartfólgna land forfeðranna. íslenzkur læknir, sem staðfesti ráð sitt í Kanada og ílentist þar, var hér á ferðinni í vetur. Hann taldi að fullkomlega væri með ólikindum sú tryggð, sem margt fólk af ís- lenzku bergi brotið héldi við landið og allt, sem íslenzkt er. Þar í sveitum erum við kallaðir Austur-íslendingar og sagði læknirinn, að marga sviði sárt, hvað Austur-lslendingar væru tómlátir og áhugalitlir að viðhalda sambandinu. í byggðunum í nánd við Winnipegvatn má enn heyra talaða hreina og lýtalausa íslenzku. Læknirinn sagði, að greinilega væri þó meiri áhugi á að læra og viðhalda íslenzkunni hjá ungu kynslóðinni, sem alls ekki þekkir ísland nema af afspurn..í því sambandi nefndi hann kornunga stúlku, sem fékk því framgengt að fá að fara til íslands. Dvaldist hún hér sumarlangt hjá ættingjum og drakk i sig íslenzkuna. Hún söng og lék undir á gitar eins og ungum stúlkum er titt og þegar vestur kom, þýddi hún á ensku það ágæta Ijóð Tómasar Guðmunds- sonar, Hótel Jörð. Það var síðan æft og sungið i einhverjum gagnfræðaskóla vestur þar, en þessi unga stúlka var samt ekki allskostar ánægð. Hún sagði félögum sinum, að i rauninni væri ekki hægt að þýða þetta Ijóð; það væri svo margfalt fegurra á islenzku. Og hópurinn réð- ist í að læra textann á íslenzku. Að visu skildu þau ekki orðin, en hvað með það: „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin." Þau voru sannfærð um, að hendingarnar væru fegurri svona eins og skáldið hafði ort þær. Stundum kemur mér þessi saga í hug, þegar ég hlusta á svokallaða skemmtikrafta reyna að hafa ofan af fyrir landslýðnum í sjónvarpinu. Mér skilst, að íslenzkir popplistamenn séu alltaf rétt í þann veginn að byrja að leggja undir sig heiminn. Menn, sem feta í fótspor Bítlanna og Alexanders mikla, láta vitaskuld ekki standa sig að annarri eins sveitamennsku og að flytja texta á útkjálkamáli, sem enginn kann. Kannski er ofrausn að nota sögnina að flytja í þessu sambandi; sögnin að mjálma er raun- verulega nær kjarna málsins. Flatneskulegir textar eru mjálmaðir á ensku, allt fyrir „erlend- an markað". En kannski þykir þetta framlag vort ekki ýkja merkilegt í útlandinu; allavega hefur einhver töf orðið á sigurgöngunni miklu og lárviðarsveigunum. Ámáttlegast þykir mér að hlýða á tvo unga menn úr Keflavíkinni. Þeir eru greinilega músíkalskir, en líklega hafa þeir alizt upp of nærri Miðnesheiðinni. Allir vita, að þar ku vera reimt. Sem betur fer eru þó ánægjulegar undantekningar til. í þeim flokki eru Ríó tríó og kvartettinn Litið eitt, sem flytja isienzka texta svo unun erá að hlýða. Sú gagnrýni, sem oft heyrist á meðferð unga fólksins á móðurmálinu, finnst mér ekki með öllu leyti fram borin af sanngirni. Að vísu eru áhrif frá enskunni augljós, en með hæfilegri andspyrnu ætti engin hætta að vera á ferðum. Vonandi er íslenzkan lifandi tungumál og ekki bara grúskfyrirbæri til handa orðabókarmönn- um. í hópi unga fólksins, sem telst i blóma lífsins á þessari þjóðhátið, verðurán efa margt um töff gaura og smart pæjur. í þeim hópi verða notuð sterk lýsingarorð ef að vanda iætur, en ég á ekki von á að heyra að sumir séu gormæltir, sumir flámæltir eða hljóðviltir og aðrir dragi seiminn. í hópi fullorðna fólksins, sem mest hneyksl- ast á málfari unglinga, er hinsvegar meira en nóg af því. Kannski finnst einhverjum, að slík fyrirbæri í málinu séu bæði þjóðleg og skemmtileg. Undir það siðara tek ég að minnsta kosti ekki og spái því, að það verði unga kynslóðin, sem gangi af þessum skrípa- myndum málsins dauðum. Vonandi ber hún gæfu til að afgreiða ensku- mjálmið á sama hátt. Gísli Sigurðsson. Krossgáta Lesbókar Morgunblaðsins Lausn á síðustu krossgátu rp /Hn PtÆL- /< Komu FUCaL- IhJU ISSiEaEiH 7 ÍT lU R R \' B R. L u N s pi ft- •r L £ £> U R £,u- R e ÆZo 1ÍK/H 0' X l H s ta á' R K Á ine- 1 ro' - M 1 5 T A K A tt- •"* K n 'fí/É1* K N P* A s A iVhf R U T i.. 4, i StC ec. ObUMl u A T A H iKKÐ VCl - tuu R 1 F A Tókhi ríu 1 L A MOÖ- uR H A L Jj Á 5*c- 0 rr,u X SPJ L srer Á s z<«.« Z.u- A F L A' T FoR- V Ð 4 X R6ot> rf á T T u LJtRI ÁUfi L E 5 |F- *ei FL- A fí h* X rim. w A Maw- e 1 N A R CiTiu P»IC- S ÍW A' 6* 'ilh r- Xhk,*. D 0“ L L X M 'íf.- V R G P ÍOUF T R 5 P h R T 9 flV"i A 13 K-V- ABÓ K CkSO - "m" 0 F s 1 |Knja» X D X X II? rt '/u‘r 0' R esp- Asr Æ s A s T ET2 K1 JL lT ? A —HÞ Wiu K L U K K u fi 'ý't A A iro' L A leíf, i^r fY[ Á e 1 Ð ÍTi 1 m aBðI Á P JJ 5 K f\ R Ð gg 1 Ð Aí a □ T lcp^S MAH- NíiNíf' PN l xl 9 = N n- l'Á ff M ■ftX Siv'iA- o/<-t> ótJoT rt-ÆF ■ vXír ■ u 1.0 1 Irín Á r [/04 V- St - ta ru £ J . LT- > '0- iAH SíKHci FliKuK 5 erJO - 1 ,’U. k. — Flitc- — UK. VftUiM Hftuö 1 \ A'u lT- . 1J1J ew/i^ ÍCOKl- >r/=Ti4*C- juii - DRH í'iH- - T 1 F6UCc /l'JlO jeaic- FÆÍÍ. Cö KoiUK Nirií- x- 1 fu« Fð V- - ><art S PCKi £ 0 Í Jél ! ior<r lEÍ- kJ r [< TiTilC c.cLr fSiuR ItJtJ Rr4 HTA' - VJfljJ/J- Lfc'/iA KiJÖ6l YÉtU r’. © t k OFFuK. 'uLi-f). FoR. 'ft A,% ÖlpoVíKI ToTuR FULL Ktwi TSfR Iftesr- 1 (

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.