Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 5
JAFNRÉTTIÍREYND? ÞURÍÐUR FORMAÐUR VAR VÍST UNDAN- TEKNING Heima hjá Sigmari Ólafssyni og Pálínu Pálsdóttur Hjónin Pálina Pálsdóttir og Sigmar Ólafsson meS dóttur sina. — Einu sinni las ég sögu um mann, sem tók að sér að liugsa um heimilið, á meðan konan hans fór út að vinna. Það gekk auðvitað á ýmsu, og eftir þennan lestur fór ég svona að spekúlera i því, hvort ég gæti hugsað mér slíka verka- skiptingu, en komst að raun um, að það gæti ég alls ekki, — segir Sigmar Olafsson vélskólanemi. Þritt verkaskiptingin hjá honum og konu hans, Pálinu Páisdóttur, sé ekki svona alger, er Pálina samt fyrirvinna heimilisins, og því lenda heimilisstörfin og um- önnun þriggja ára dóttur þeirra hjóna að miklu leyti á Sigmari, þrátt fyrir al lar yf irlýsingar. Fjölskyldan er frá Flateyri við Önundarfjörð, sem dvelst syðra nú í vetur vegna náms Sigmars. Pálina starfar við Kleppsspitala og gengur þar 8 tíma vaktir dag- lega. Dóttirin, Jóna Margrét, er i gæzlu hjá kunningjum fjölskyld- unnar í Kópavogi, á meðan báðir foreldrarnir eru að heiman. — Mestu erfiðleikarnir eru í sambandi við barnið, — segir Pálína. — Hún er vön svo miklu frjálsræði að heiman, að við þor- um ekki að láta hana vera eftir- lilslausa úti af ótta við að hún ani beint í umferðina. Þess vegna er- um við mjög bundin yfir henni, þegar við erum heima, og það kemur sér einkum illa fyrir Sig- mar, sem þarf að nota tiraann til að lesa. Þá daga, sem ég er á kvöldvakt, tekur því ekki að fara með hana í gæzlu, og þá þarf ég að taka hana með mér í vinnuna og hafa hana hjá mér þangað til Sig- mar er búinn i skólanum. — Er ekki útilokað fyrir fólk utan af landi að koma börnum á dagheimili og leikskóla hér fyrir sunnan? — Ég hef reynt að koma henni fyrir á barnaheimili, sem Klepps- spítalinn rekur, en þar er allt yfirfullt, og yfirleitt bara hægt að taka inn börn hjúkrunarkvenna. — Já, menntunin hefur þarna sitt að segja eins og annars staðar, — bætir Sigmar við. Blaðamaður spyr hann, hvernig honum finnist að láta konuna sjá fyrir sér. — Ég sé ekkert athugavert við það, — segir hann. Það er beggja hagur að ég ljúki þessu námi, og þess vegna þurfum við bæði að leggja talsvert á okkur. Mér drep- leiðast að vísu heimilisstörf. Mað- ur hefur vanist við, að það sé konunnar að sjá um þau, og þegar við vorum fyrir vestan, var ég alltaf á sjónum, svo að það kom ekki til álita, að ég tæki þau á mig. En núna horfir málið allt öðruvísi við, og það er ekki leggj- andi á konuna að bæta öllu heimilishaldinu ofan á vinnuna. — Og var ekkert erfitt að verj- ast þessu? — Ég var einu sinni i kokkeríi á sjónum, og kynntist þá elda- mennsku, skúringum og þess háttar, svo að ég var ekki alger viðvaningur. Ég var nú samt dálít- ið vandræðalegur, þegar ég fór í fyrsta skipti með óhreinan þvott ofan i þvottahús í fjölbýlishúsinu, þar sem við búum, og var að velta því fyrir mér, hvað fólk myndi hugsa, ef það sæi mig. En ég komst óséður þá og líka í næstu skipti, og nú eröll feimni rokin út í veður og vind. Ég þvæ og hengi upp án þess að skammast mín nokkuð fyrir það, og ef fólk hefur eitthvað við það að athuga, ber það bara vott um þröngsýni. — En getið þið haldið uppi eðli- legu fjölskyldulifi, þegar þið haf- ið bæði svona mikið að gera utan heimilis? — Þetta er alger hátið hjá því, sem það var fyrir vestan, — svar- ar Pálína. — Þá var eiginlega ekki um neitt fjölskyldulíf að ræða. Sigmar var alltaf á sjónum og kom og fór eins og gestur. Það gat varla heitið að hann þekkti stelpuna. Sigmar tekur ryksuguna með ánægju. Hann er heima og les en Pálína erfyrirvinna heimilisins. Sigmar er óllum hnútum kunnugur í eldhúsinu og ekki hægt að sjá, aS hann sé mjög beygður yfir þessari hlutverkaskiptingu. Hafðir þú aðstöðu til að vinna úti þar? — Nei, þar eru flestöll störf bundín sjávarútvegi, og ég get ekki stundað þau af heilsufars- ástæðum. Eg var þess vegna al- gerlega bundin við barnið og heimilið og þjáðist af verkefna- skorti og tilbreytingaleysi. Mér finnst allt annað líf að vinna úti. Maður verður miklu opnari fyrir umhverfinu og metur sjálfan sig meira en með því að sitja alltaf heima. — En tekur ekki það sania við, þegar þið farið vestur aftur? — Jú, mér hrýs hálfpartinn hugur við þvi, — svarar Pálína. — En maður hefur nú alltaf taugar þangað, — segir Sigmar. Við erum bæði fædd þarna og uppalin og eigum þar fjölskyldur. Hins vegar er lifið heldur til- breytingarlaust i svona sjávar- þorpum, og á vetrum er maður oft innilokaður vegna snjóa i langan tima og kemst ekkert frá. Svo hefur mikið af unga fólkinu flutzt á brott, einkum það, sem hefur hlotið einhverja menntun, þvi að það er erfitt að nýta hana í svona iitlu plássi. Tvö til þrjú síðustu árin hefur þó orðið talsverð upp- ynging heirna, því að ungt fólk hefur sezt þar að meir en áður. — Nú er jafnrétti kynjanna á hvers manns vörum, og talsvert hefur stefnt i þá átt að undan- förnu. En haldið þið að það geti orðið fullkomið? Getur kvenfólk til dæmis stundað sjómennsku á sama hátt og karlmenn? — Ekki vildi ég vinna á dekki, — segir Pálína, — en kvenfólk ætti þó til dæmis að geta orðið vélstj órar. — Ég er hræddur um, að við getum aldrei skapað algert jafn- rétti. Og þó að við snerum þjóðfé- Framhald á bls. 12 © \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.