Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 8
Vor við Tjörnina. Fuglager yfir hólm- anum og ráðherrabústaðurinn og fieiri hús við Túngötu í baksýn. REYKJAVÍK hefur orðið skáldunum yrkisefni, og Ijós- myndurum óendanlegt mynd efni. Þá á ég viS þá, sem lita á Ijósmyndun sem listrænt tjáningarform, sem geti orSiS sambærilegt viS aSrar teg- undir myndlistar, þegar bezt lætur. Menn taka sér Ijós- myndavél í hönd í mismun- andi tilgangi. Sumum er skrá setning efst í huga; þeir vinna samkvæmt mottóinu, aS Ijós- myndavélin lýgur ekki. ViS eigum fjársjóS slíkra mynda, sem sýna okkur Reykjavík nákvæmlega eins og hún var. Þar á meSal eru Ijósmyndir Sigfúsar heitins Eymunds- sonar, sem oft er gripiS til nú orSiS, þegarsagt erfrá hinum hálfdanska höfuSstaS ís- lands. Hitt sjónarmiSiS, aS líta á myndavélina sem tæki til list- rænnar myndgerSar, kom síS- ar til sögunnar. Ekki alls fyrir löngu sendi Leifur Þorsteins- son Ijósmyndari frá sér myndabók um Reykjavík, þar sem farið er bil beggja: Bókin er listræn heimild um Reykja- vík með nokkru ívafi gamalla heimildamynda, einkum eftir Magnús Ólafsson og Sigfús Eymundsson. Listrænar Ijós- myndabrellur sitja ekki í fyr- irrúmi í Leifsbók: hann notar mjög sjaldan aSdráttarlinsu, en í hófi þegar því bregSur fyrir. Nú hefur önnur myndabók um Reykjavík veriS látin á þrykk út ganga. Útgefandi er lceland Review. Þarsem texti bókarinnar er á ensku, er heit iS. REYKJAVÍK á panorama in four seasons. Höfundur myndanna er Gunnar Hannesson, Hann hefur á undanförnum árum vakiS at- hygli og hlotiS aSdáun fyrir frábærar litmyndir, sem meS- al annars hafa oft birzt í lce- land Review. 2 ÞaS er því eins og aS líkum lætur, aS hér er fjallaS um Þrátt fyrir þéttbýli og malbik er náttúran allsstaðar nálæg. Breytilegt svipmót árstíðanna leynir sér aldrei eins og Gunnar Hannesson sýnir vel í myndum sínum. Reykjavík í fullu litskrúSi. En svo vikiS sé ögn nánar aS skilgreiningunni, þá er Gunn- ari miklu ofar í huga hin list ræna hliS málsins en skrá- setning sýnilegra staSreynda. Myndabók Gunnars er naum- ast sannfærandi heimild fyrir þá sem glöggt þekkja til. En ekki ætla ég aS amast viS því. Heimildamyndir geta allir tekiS. En aSeins fáir hafa þá tilfinningu fyrir formi og lit í Ijósmynd, sem Gunnar hefur margsýnt. Bók hans er fyrst og fremst listrænt tillegg í máliS. Ekki get ég heldur látiS hjá líSa aS minna á, hversu miklu lofsverSara þaS þykir aS koma einhverju saman í rit- uSu máli — bundnu eSa óbundnu — en myndum til dæmis. Ég þykist nokkurn veginn viss um, aS safn óskiljanlegra IjóSa um árstíSir i höfuSborginni, þætti í hópi þeirra, sem mest fjalla opin berlega um þessi mál, miklu „áhugaverSara" framlag til Menningarinnar. Samt er þessi myndabók Gunnars fyrst og fremst IjóSræn, — meira aS segja miklu IjóS- rænni en obbinn af þeim IjóS- um, sem ég hef séS í seinni tíS. Athöfn, sem _ekki er árstíðabundin: Ung stúlka rennir hýru auga til giftingarhringjanna. f baksýn: Þegaramma varung. Ég nýt þess aS fletta þess- ari bók, en ég ætla ekki aS senda hana ókunnugum og segja: Svona er Reykavík. Til þess er hún of mikiS i ætt viS skáldskapinn. ASdráttarlins- an er magnaS blekkingatæki; meS henni tosar Gunnar MóskarSshnjúkunum inn í miSjan bæ og á einni mynd- inni tekst honum aS flytja Reykjavík undir hlíSar SkarSsheiSarinnar. Esjan rís á sama hátt í veldi Himalaja- fjallanna upp af Skúlagöt- unni, en hvar eru Keriingar- fjöllin? Er engin leiS aS ná þeim til Reykjavíkur? 3 En hvernig njóta árstiSirnar sín í borginni. Mér finnst lík- legt aS þær njóti sín betur i Reykjavik en nokkurri borg, sem ég hef haft kynni af. Sú skoSun er byggS á því, aS náttúran er hér allsstaSar nálæg. í London getur maSur veriS á stjái daglangt án þess

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.