Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 9
"'«»1111111 líjp inmii iiii, *■* ÍOIHIKJI.' Jiwmni ji—n lllll llll llltl llll 11111,1,11,11,111, Sumar I borginni: Laufguð tré, léttklædd börn og eitt af þessum fljótandi hótelum á ytri höfninni. W 'i i Vetur og Móskaroshnjúkarnir komnir i bæinn. Föl skammdegissól slær gulleitum bjarma á borgina og umhverfið. að hafa Ijósa hugmynd um, hvernig veðrið hefur verið. Fimno mínútna gangur úti við f Reykjavík dugar aftur á móti til þess að gera sér það full- komlega Ijóst. Bersvæðin, sem hvarvetna má sjá, gefa manni meira en óljósa glætu um það, hvenær jörð byrjar að lifna, eða lauf að sölna. Ég hef að vísu aldrei fallið í stafi yfir fegurð Esjunnar, en hún gegnir víst merku hlutverki, þar sem mér skilst að hún sé í Sjálfstæðisflokknum og kjósi borgarstjórnarmeirihlutann. Ég læt það liggja milli hluta hvar menn skipa Esjunni i stjórnmálaflokk. En hitt þykir mér gott að sjá, þegar hlíð- arnar taka að blána og fann- irnar á undanhaldi upp eftir giljunum. En vorið er oft ekki annað en tilfinning, sem liggur í loftinu; þeirri tilfinningu verður ekki lýst með orðum, hvorki í bundnu máli né óbundnu. Og þaðan afsíður verður hún höndluð á filmu. Líklega er það einmitt vegna þessa, að kaflinn um vorið er einna veikastur í myndabók Gunnars Hannessonar. Að- eins ein mynd finnst mér að nái einhverju broti af vorinu: Fuglagerið yfir Tjarnarhólm- anum, sem enn er ekki einu sinni byrjaður að grænka. Ráðherrabústaðurinn, sem gnæfir yfir Tjarnarbakkann að baki, undirstrikar þá kunnu — og dálitið sorglegu sannfæringu, að gömul hús eru oftast myndrænni en þau nýju. En flestar þær myndir Gunnars, sem heyra vorinu til i þessari bók, gætu verið teknar nánast á hvaða árs- tima sem er. 4 Sumarið í bók Gunnars birtist í baldursbrá og glitr- andi streng Elliðaánna, þar sem laxveiðimaður mundar stöng. Það birtist í skemmti- ferðaskipi á ytri höfninni, bárujárnshúsahverfi, þar sem laufgaðar birkihríslur keppa við nýjan skóg: Sjónvarps- loftnetin. Og Gunnar finnur sumarið viðar en í gróðrinum. Það birtist til dæmis i nýju malbiki, sem stirnir á undir sól að sjá; unglingarnir í gatnagerðinni komnir úr að ofan. Sumarið er í laugunum, þar sem börnin busla í grunna pollinum. Hitt er svo annað mál, að þetta mótíf hefur ver- ið full mikið notað uppá síð- kastið og er ein af örfáum myndum í bók Gunnars, sem verða að teljast ófrumlegar. í annan stað tekst Gunnari að gera sterkt myndefni úr harla hversdagslegri sýn: Áhorf- endum á knattspyrnukapp- leik, sem er listilega vel kompóneruð mynd og fót- gangandi umferð í Austur- stræti, mynd, sem lifir á furðulegri birtu og lit. í myndum Gunnars i lce- land Review og einnig í myndabókinni, má sjá að hann nær oft ísmeygilega fallegum litatóni, þar sem mildur brúnn blær er yfirráð- andi. Gunnar beinir mynda- vélinni að vatnsfleti hafnar- innar, að Tjörninni og Móskarðshnjúkunum úr Heiðmörk. En allsstaðar nær hann þessum þokkafulla blæ, sem er svo ánægjuleg til- breyting frá þeim hráu og skæru litum, sem oft sjást í litmyndum, ekki sízt þeim, sem prentaðar eru á póstkort. 5 Þessi brúni litartónn er nokkuð yfirgnæfandi í þeim kafla bókarinnar, sem fjallar um haustið — enda vel við hæfi þar. Haustið í myndum Gunnars verður miklu aug- Ijósara en vorið. Það ber með sér hrím eftir frostnótt og kyrrðina, sem svo oft ein- kennir milda haustdaga. Föl- ið á Móskarðshnjúkunum táknar þó kannski betur haustið i hugum Reykvíkinga en nokkuð annað; þá þar er auðséð að hverju stefnir. En um Ieið og haustar, fær- ist lifið inn í skjól upphitaðra húsa: Jose Riba spilar á fiðl- una sina fyrir gesti í IMaustinu og ung stúlka í sannarlega nútímalegri múnderingu hug- ar að giftingarhringjum. Síð- ustu dreggjar sumarsins eru teygaðar: Kylfingurá Nesvelli býr sig undir mikið högg í fölri kvöldsól. En Gunnar minn, það hlæja ailir kylfing- ar að þessari mynd, því mað- urinn ætlar að slá við flaggið á flötinni. 6 Eins og að líkum lætur er vet- urinn magnaðast myndefni. Kannski kemur það spánskt fyrir sjónir, en þeir sem eitt- hvað hafa kynnzt myndlist af eigin raun, hafa víst flestir komið auga á það. Og til gamans vil ég minna á, að um árabil hefur þýzkur mynd- listarmaður, Alfred Schmidt, dvalið hér öðru hverju. Hann kvaðst gjarnan vilja koma hér Framhald á bls. 15 ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.