Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 6
Matthías Johannessen þýddi LJÓÐ IV.ao formanns, sem hér birtast, eru þýdd úr ensku. Michael Bullock og Jerome Ch'en þýddu þau á ensku úr kínversku. Augljóst er, að slík þýðingaraðferð er ekki til fyrirmyndar, en um aðra er ekki að ræða, þar sem ekki er unnt að þýða Ijóðin úr frummálinu. Þýðingarnar ættu þó að gefa nokkra hugmynd um yrkisefni Mao formanns, en Ijóðin eru, eins og öll góð Ijóð, sprottin úr reynslu skáldsins, og þó að aðferðin orki tvímælis er þess að vænta, að þýðingarnar gefi nokkra hugmynd um Ijóðmyndir skáldsins, táknmál og sýnir. Þess má geta, að Ezra Pound minnist á kín- verskt myndletur í bók sinni um skáldskap, ABC of reading Hann segir, að Egyptar hafi í myndletri sínu gert myndir, sem áttu að tákna hljóð, en Kínverjar hafi notað myndir sem myndir, þ.e.a.s. í kínverska myndletrinu er ekki reynt að tákna hljóð með mynd, heldur byggist leturgerðin á því að sýna myndir af því, sem um er rætt Dæmi: maður 0 tre * sól Sól í trjákrónu, eins og við sólarupprás merkir nú Austrið. Þannig er myndletrið kínverska saman sett úr ýmsum myndum eða táknum og ein slík mynd getur sagt heila sögu. Lit var hægt að tákna með mynd af rós eða öðrum blómum o.s.frv. Auga leið gefur, að Ijóð skrifað með kínversku myndletri er erfitt að þýða yfir á aðra tungu, þar sem myndmálinu verður ekki lýst með venjuleg- um stöfum og orðum, sem notuð eru í stað mynda. Þrátt fyrir þennan mikla mun er hægt að gefa nokkra hugmynd um kínversk Ijóð, þótt ekki sé notað myndletur eins og í frumtextanum. En auðvitað hlýtur margt að fara forgörðum á langri leið Ijóðs úr kínversku yfir á íslenzku, þó að grunvallarhugmyndin ætti að komast nokkurn veginn til skila. Mao Tse Tung er leiðtogi fjölmennustu þjóðar heims. Hann er virtur, elskaður og dáður af trúbræðrum sínum auðvitað ekki fyrst og fremst fyrir skáldskap sinn — hver virðir skáldskap á vorum dögum? — heldur fyrir róttækar skoðanir sinar á þjóðfélagsmálum, starf sitt í þágu bylting- arinnar og forystu fyrir byltingaröflum kommún- ismans í Kína Ljóð hans lýsa stjórnmálamannin- um og orrustum hans, vandamálum og hugsjón- um og eru því merkar heimildir um söguþróun vorra tíma. Mao formaður hefur ávallt farið eigin leiðir. Hann er ólíkur öðrum kommúnistaleiðtogum — og þá ekki sízt félögum sínum i Moskvu — að þvi leyti að hann er ekki einungis byltingarsinnaður öfgamaður, skurðgoð nýrrar pólitískrar trúar, held- ur einnig — og ekki sízt skáld. Það er skáldið í Mao, en hvorki stjórnmálamaðurinn né trúarleið- tocjinn, sem hefur gert kinversku byltinguna trú- verðugri — og kannski mannlegri — en aðrar byltingar kommúnista á þeirri vargöld, sem vér nú lifum Þess má að lokum geta, að ég snaraði þessum Ijóðum á íslenzku fyrir allmörgum árum. Magnús Kjartansson, núverandi iðnaðarráðherra, fékk þýð- ingarnar lánaðar hjá mér og notaði hann þær í skólafyrirlestrum sinum um Maoformann á sínum tima Mér hefur verið sagt, að viðstaddir hafi stundum hlegið að því, þegdr Magnús vitnaði í Ijóð formannsins og kvaðst mundu fara með þau í þýðingu Morgunblaðsritstjórans! Slík ósköp mætti kannski flokka undir kaldhæðni örlaganna, ef menn vilja. En það mættu skoðanabræður Mao Tse Tungs vita, að eitt er að nota skáld, en annað að vera skáld LJÓÐ EFTIR MAÓ FORMANN Ch'angsa ij Einn í haustnepjunni skoða ég ána sem rennur í norður framhjá Appelsinu-eyjunni; skoða misturroða fjailanna sem skarta rauðum skógarlaufum. á grænu vatni þessa breiða fljóts keppa hundruð báta við strauminn. Ernir þjóta um víðáttur himinsins. Fiskar synda á grynningum — allír sýna frelsi sitt undir köldum berum himni. Ruglaður af þessum feiknum spyr ég okkar miklu gráu jörð: Hver ræður örlögum manna? Hingað leiddi ég hundruð félaga á þessum óstýrilátu mánuðum og árum Við vorum skólabræður í blóma Iffsins. Einsog lærdómsmönnum sæmdi ákærðum við án ótta, án hagnaðar bentum á þessar árog viðáttur og skrifuðum titrandi orð, stöður og embætti voru til dufts metin. Manstu ekki hvernig bátar okkar lentu í miðjum árflaumnum og vatnsstraumurinn hægði á þeim? (1926) 1) Borgin er á eystri bakka árinnar Hsiang, sem rennur norður í vatnið Tungt'ing. Appelsínu-eyjan er í vestri og enn vestar er röð fjalla. Huich'ang ij Senn eldar af degi I austri. Ensegiðekki að við hefjum gönguna snemma. Þó að við höfum ferðast yfir þessar grænu hæðir erum við ekki enn gömul. Og einkennilega fagurt er landið héðan að sjá. Frá múrum Huich'ang ná háir tindar alla leið austur að hafinu. Hermenn okkar benda og stara suður til Kwangtung. Hún biður græn og frjósöm og fjarlæg. (Janúar 1 929) 1) Borgin liggur á markalínunni milli Kiangsi og Fukien. Mao og Chu Te fóru með hersveitir sínar austur til Fukien og settu þar upp herstöðvar. Þýð. & ± % MaoTse Tung. © Gangan til Chian g Allt er hvítt undir himninum, enginn grænn kýprusviður. Herdeildir þramma i snjónum. Tindar gnæfa yfir þeim. Rauð flöggin blakta I vindinum þegar þeir klífa fjallveginn. Hvert fara þeir? Til árinnar Kan þar sem snjór þyrlast í vindi. Skipun gærdagsins að verkamenn og bændur hertaki Chian. (Febrúar 1930) 1) Samkvæmt Dagblaði Alþýðunnar (12.5.1962) gerðu Mao og félagar hans ekki færri en niu árásir á Chian í Kiangsi 1930. Gangan í snjónum sýnir að Ijóðið er ort í kringum febrúarárásina. Til Liu Ya-tzu i> Aldrei get ég gleymt teinu sem við drukkum i Kanton eða Ijóðinu sem þú baðst um f Chungking þegar laufið gulnaði. Þrjátiu og eitt ár eru siðan og ég er kominn aftur til þessarar gömlu borgar; Nú þegar blóm fella blöð leség falleg Ijóð þin. Gættu hjarta þíns, að það verði ekki fyrir of mikilli hryggð; Vertu framsýnn þegar þú metur heimsviðburði. Segðu ekki að K'unming-vatn sé of grunnt; betra er að skoða fiskinn i því en Fuch'un-ánni. (Aprfl 1 949) 1) Liu kom til Peking á ráðstefnu um stofnun Alþýðulýðveldis Kína og orti þá Ijóð, þarsem hann óskar þess að fara aftur til Wuchiang í Kiangsu. Þetta Ijóð er einskonar svar Maos. Liu orti Ijóð 1. okt. 1950 þar sem hann segir: „Ég hef þjónað tveimur stjórnum sem lélegur lærdómsmaður." Þessar stjórnir, eða öllu heldur stjórnarform, voru Ch'ing og lýðveldið Kína. Átti hann kannski erfitt með að hugsa sér að þjóna enn einni ríkisstjórn með nýjum stjórnarháttum? Fyrsta línan skírskotar til þess þegar Mao hittir Liu 1924, önnur til þess þegar Liu bað um Ijóðið Snjór og sú fjórða til fyrstu heimsóknar Maos til Peking 1918. Vatnið sem talað er um í 10. línunni er við Sumarhöllina í Peking og Fuchn-áin er í Chekiang, þar sem Yen Kuang (á síðara Han-tímabilinu, 25—220) veiddi og stundaði búskap, eftir að hann neitaði að dveljast við keisarahirðina. Liu Ta-tzu dó 1958. Hann varð aldrei kommúnisti. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.