Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 10
Dálítil hvunndagsstofa um borð, þar sem Hér er lúxusjaktin Atlantis I allri sinni dýrð: Nýjasta tromp Niarchosar I samkeppninni við Onassis. Matsalurinn um borð: Hér geta 20 borðað með Niarchos slappar af. skipakónginum. Um langt árabil hafa þeir fyrrverandi svilar, Onassis og Niarchos, eldað grátt silfur enda nóg skotsilfur hjá báð- um til að sýna og sanna fyrir umheiminum, hvoreigi meira undir sér. Þessir grísku olíu- kóngar hafa báðir grætt of fjár á skipum og hinu fljót- andi gulli, sem nú verður æ dýrmætara. En eins og einn íslenzkur smámilli sagði eitt sinn, þá er lítið varið í að vera ríkur nú á dögum, þegar allir eiga allt til alls og varla nokk- ur leið að skera sig almenni- lega úr. Til þess eru þó enn tvær leiðir, sem alvöru millar nota heldur en ekki neitt. Önnur er sú að eiga sér eigin- konu, sem svo er dýr í rekstri, að ekkert minna en olíuskipa- floti stendur undir demants- kaupunum á hana. I annan stað er hægt að láta byggja lystisnekkju, lúxusjakt, sem í rauninni er ekkert annað en fljótandi höll. Menn eins og Onassis og Niarchos hafa nefnilega komizt að raun um, að það er miklu þægilegra að geta tekið höllina með sér, þurfi maður að bregða sér á skemmtiferð um Miðjarðar- hafið með vinum sinum — eða í viðskiptaferð til Eng lands. Auk þess er gott að hafa allt sitt á floti, þegar pólitíska ástandið heima fyrir er ótryggt og eins vist að venjulegar hallir á landi séu teknar eignarnámi. Kapphlaupið milli Onassis og Niarchosar hefur tekið á sig ýmsar myndir. Einu sinni voru þeirkvæntir systrum, en hvorugt hjónabandið stóð til langframa. Onassis skákaði keppinaut sínum með Jacqueline, fyrrum forsetafrú og þótti sá ávinningur á við eina lúxussnekkju og vel það. En Niarchos sá við því. Hann kvæntist bara fyrrverandi eiginkonu Onassis, Tinu, og sagði aftur skák. Samt hefur honum fundizt sú skák i slak- ara lagi og þess vegna þótt rétt að fylgja henni eftir með nýrri lúxussnekkju sem hreinlega bæri af fljótandi höllum. Fram til þessa hefur mikið orð farið af lúxussnekkju Onassis, sem Christina heitir. Hefur henni mjög verið hald- ið í förum um Miðjarðarhaf ið með glaumgosa og kvik- myndastjörnur, sem þá og þá stundina eru gestir milljarða- mæringsins. Arkitektinn Pinnau í Hamborg, frægur maður í sinni grein, innrétt- aði snekkju Onassis og er ekki getið um að hann hafi þurft að horfa í kostnaðinn. Sem sagt; Niarchos þurfti vitaskuld að gera betur. Hann samdi við þann sama Pinnau í Hamborg og í Skipasmíða- stöð Schlichtings í Travemúnde varð til meiri og dýrari lúxussnekkja en nokk- ur dæmi eru til um. Snekkjan heitir Atlantis og er 120 metrar á lengd svo einhver viðmiðun sé nefnd. Það var lokið við hana fyrir jólin og að því búnu tók skipakóngurinn upp veskið sitt og taldi út verðið: 1200 milljónir íslenzkra króna, eða samsvarandi í þýzkum mörkum. Enginn hefur áður greitt nándar nærri eins hátt verð fyrir eitt lúxustæki og hefur þetta framtak Niar- chosar vægast sagt mælzt misjafnlega fyrir. í lystisnekkjunni Atlantis eru sérstakar íbúðir fyrir væntanlega gesti skipa- kóngsins. Getur hann hýst 16 í einu, en með talsverðum glæsibrag. Með því að ýta á hnapp er sundlauginni breytt í dansgólf og að sjálfsögðu verður hljómsveit að vera til- tæk um borð. Áhöfnin er annars 50 manns, þjónar og matreiðslumenn þar með taldir. Má því búast við, að reksturskostnaðurinn verði við hæfi. Efniviðurinn er af skárri endanum, mikið um ítalskan marmara og vatnshanar og þess háttar úr gulli. Gert er ráð fyrir, að mannskapurinn um borð geti öðru hverju orð- ið mjög þurfandi fyrir bað; þess vegna eru til vonar og vara 40 baðherbergi, stór og smá. Pinnau arkitekt fékk frjálsar hendur í því að skreyta jaktina og valdi hann veggteppi á veggi og antík húsgögn, svo skipakóngurinn geti, án þess að blygðast sin, boðið gestunum sæti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.