Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.03.1974, Blaðsíða 7
Mao formaður ræðir við kinverska unglinga. Málverk eftir Chin Wen-yi. Snjór 1) í norðri: þúsundir kilómetra af klakaböndum. Hinir ódauðlegu i> Ég hef misst mína stoltu ösp og þú þinh pllvið. Ösp og pilviður svífa til hæstu hæða. Þegar þeir spurðu Wu Kang hvað hann ætti handa þeim gaf hann þeim kanelvin. Einmana gyðjan i tunglinu breiðir út viðar ermar og dansar fyrir þessar góðu sálir á endalausum himni. Þá berast allt i einu orð um ósigur Tigrísdýrsins á jörðinni. Og þau bresta i grát, tár þeirra falla eins og steypiregn. (11. maí 1 957) 1) Ljóðið er tileinkað Li Shu-yi, ekkju Liu Chih- hsiín's. Liu, gamall vinur Maos, féll í orrustunni um Hunghuísept. 1 933. Liu merkir: pílviður og Yang: ösp. Yang var nafn annarrar konu Maos, Yang K'ai-hui, sem Ho Chien hershöfðingi lét drepa, þegar her Maos yfirgaf Ch'angsha 1 930. - Þjóðsagan segir að Wu Kang, hafi verið dæmd- ur til að höggva kaneltréð á tunglinu vegna glæps sem hann hafði framið í leit sinni að ódauðleika, en tréð var heilt aftur strax og hann reiddi öxina á ný. Skv. munnmælum stal Ch'ang O ódauðleika- drykknum eða ódáinsveigunum, flýði til tunglsins — og varð gyðja þar. Mao hugsar sér e.t.v. drykkinp túlka sannleika kommúnismans og að Tígrisdýrið sé Chiang Kai-shek. Mao kemur aftur til Shaoshan i> Ég formæli timanum sem hefur liðið frá óglöggum draumi brottfarar minnar að heiman, fyrir þrjátiu og tveimur árum. Bændurnir lyftu stöngum með rauðum dulum. Með svörtum höndum reiddu stjórnendur svipur til höggs. Miklar geðshræringar fylgdu sjálfsfórn fólksins: Það bað sól og mána um nýtt andlit á himininn. Með gleði horfi ég á þúsund öldur hrísgrjóna- og baunaakr- anna og allsstaðar hetjur á heimleið i reykmóðu sólarlagsins. (Júní 1959) 1) Shaoshan er fæðingarbær Maos, þar hafði hann frumkvæði að því að bændur stofnuðu með sér samtök og börðust fyrir betri kjörum, en hann var neyddurtil að flýja sumarið 1 927. „25. júní 1 959 kom ég aftur til Shaoshan, eftir þrjátíu og tveggja ára fjarveru," segir Mao í athugasemd við kvæðið. Vetrarský ij Bylurinn fýkur úr vetrarskýjum. Blómin eru fölnuð. Kaldir vindar næða um himininn; enn andar jörðin hlýju. Helja rekur burt tígrisdýr og hlébarða, alein. Hinir hugrökku óttast ekki bjamdýr. Plómutréð býður snjóugan himin velkominn án þess að hugsa um flugurnar sem frostið grandar. (26. des. 1962) 1) Ort á 69. afmælisdegi Maos. Hann fann áþreif- anlega til deilunnar við Rússa. Staðráðinn í að reka af höndum sér tígra og hlébarða og óttast ekki bjarndýr, yrkir hann þetta Ijóð. Svar til Kuo Mo-jo i) í þessari litlu veröld kremjast fáeinar flugur á veggnum. Hljóðið frá þeim vekur stundum hroll. stundum er það eins og grátur. Maurar, skriðandi upp eskitré. raupa af miklu landi, en vitað er að bjöllur geta lamað rætur digurs trés. Þegar lauf fauk í vestanvindinum i Ch'angan var merkið gefið. Margt kallar að. Þó að jörðin snúist áfram er timinn naumur. Þúsund ár er of langur timi: við skulum deila um morgna og kvöld. Höfin fjögur verða ofsafengin þegar ský og sjór reiðast. Meginlöndinfimmskjólfaundanþórdunum og hvirfilstormi. Drepsóttir ætti að uppræta, þá yrðum við ósigrandi. (9. jan. 1963) 1) Hér líkir Mao óvinum sínum við flug ur, bjöllur og drepsóttir, Kína og Rússlandi við tvö stór tré, deilunum milli þeirra við ofsafengin höf og þrumu- veður. Óþolinmæði hans sést á línunum: tíminn er naumur „og þúsund ár er of langur tími." Tvær síðustu línur fyrra erindis eru ráðgáta. Þær virðast gefa í skyn að Mao hafi „gefið merkið" um að deilan milli Kína og Sovétríkjanna skyldi hefj- ast, þegar hann var í Sian (Ch'angan) að haust- lagi. Snjór þyrlast óraleiðir. Beggja vegna Múrsins mikla aðeins endalaus víðátta. Straumköstá þessu breiða fljóti falla og stirðna. Fjöllin eru dansandi silfurhöggormar og hæðir2) eins og vaxfílar þramma eftir sléttunni, stærð þeirra áskorun til himinsins. Við þurfum sólardag til að geta séð þær í allri sinni dýrð, rauðar og hvítar. Þannig er fegurð þessara fljóta og fjalla sem hafa kallað á aðdáun ótal hetja — hinna miklu keisara Ch'in og Han sem skorti bókmenntalega reisn, T’ang og Sung sem hafa aðeins rómantískar ástríður og hins stórfenglega Gengis Khans sem vissi einungis hvernig átti að spenna bogann og skjóta gamma. Allir eru þeir horfnir. Við verðum að leita i okkar eigin kynslóð að mönnum stórra drauma. (Veturinn 1944—45?) 1) Þegar Mao var ! Chungking í ágúst 1945 að ræða frið og einingu við Shiang Kai-shek, hitti hann gamlan vin sinn Liu Ya-tzu, sem bað hann gefa sér þetta Ijóð — og gerði Mao það. Þetta er áreiðanlega bezt þekkta Ijóð Maos í Kína og utan, trúlega ort veturinn áður en Mao og Chiang Kai-shek hittust (sbr. snjórinn og kuldinn). 2) Aths. Maos: Hér er um að rfeeða Shensi- og Shansi-háslétturnar." ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.