Lesbók Morgunblaðsins - 23.06.1974, Qupperneq 8
Art Buchwald
AFHINUMGÓMLU
GÓÐU DÖGUM
MEÐ hliðsjón af yfirvof-
andi bensinskorti og stór-
hækkuSu verSi á kjöti
hugsar Art Buchwald fram
í tímann:
,,Pabbi, segSu mér frá
því, hvernig þaS var áriS
1 973, þegar hver sem vildi
gat ekiS um í eigin bíl."
,,Ég veit aS þetta hljóm-
ar ótrúlega, drengur minn,
en þá þurfti maSur bara aS
aka inn á bensínstöS og
segja: „Fullan geymi." Og
veiztu hvaS? AfgreiSslu-
maSurinn varS aS þurrka
af framrúSunni lika, því aS
annars myndir þú ekki
kaupa bensín af honum
aftur."
„IMei, pabbi, nú ertu aS
skrökva."
„Nei nei. Þetta er dag-
satt, drengur minn. Og
ekki bara þetta — þá voru
bilarnir miklu stærri en
núna, þrisvar sinnum
stærri, og margir voru meS
fjórum dyrum, loftkælingu
og öllum mögulegum þæg-
indum. Sumir bilarnir
eyddu 2 lítrum á mílu. Ég
get sýnt þér myndir af
þeim í alfræSibókinni."
„Jahérna, þaS hafa ald-
eilis veriS bílar i lagi."
„Á þeim tima var leyfi-
legt aS aka aleinn í eigin
bíl til vinnunnar í bænum.
ÞaS var alls ekki óvenju-
legt aS sjá einn mann i átta
sæta bil."
„Er þaS satt, aS þú hafir
getaS ekiS til baSstrandar-
innar eSa upp í sveit eSa á
fótboltaleik í hundraS kiló-
metra fjarlægS án leyfis
bílaeftirlitsins?"
„Hvort það var hægt!
Einu sinni ókum viS
mamma þín alla leiS til
Florida, og viS þurftum
ekki leyfi frá neinum. ViS
bara ókum þangaS."
„En af hverju breyttist
þetta allt saman, pabbi?"
„ÞaS er eiginlega eng-
inn, sem veit þaS. Fólk
bara notaSi bensín og olíu,
þangaS til allt var búiS. Ég
man, aS bílaframleiSend-
urnir í Detroit tilkynntu,
aS áriS 1973 hefSi veriS
þeirra beztaár. Þeir hefSu
selt fleiri og stærri bila en
nokkru sinni fyrr. En eng-
inn hafSi munaS eftir því
aS segja þeim í Detroit, aS
þaS væri ekki til meira
bensín til aS fylla á stóru
bensingeymana. Allir
sögSu, aS þaS væri ekki
ÞEIRRA vandamál.
í rauninni var þetta allt
dáiitiS skrítiS, því aS á
þeim tima var þaS eitt
helzta áhyggjuefni manna,
hve bilarnir menguSu and-
rúmsloftiS, og menn
deildu mjög um þaS, hverj-
ar kröfur yrSi aS gera til
árgerSanna 1976. Og svo
leystist allur vandinn af
sjálfu sér. ÞaS var einfald-
lega ekki til meira bensín
til aS menga eitt né neitt."
„En af hverju framleiddu
þeir í Detroit ekki minni
bila, sem eyddu ekki eins
miklu bensíni?"
„Af þvi aS bílaframleiS-
endurnir sögSu, aS Amer-
íkumenn hefSu engan á-
huga á slíkum bílum. Þeir
sögSu, að Ameríkumenn
hefSu alltaf átt stóra bíla
og ættu skiliS aS eiga stóra
bíla, af því aS stórir bílar
væru þaS, sem gerSi Amer-
íku aS stórþjöS. En nú á
tímum er þeim auSvitaS
nauSugur einn kostur. Þeir
geta ekki annað en fram-
leitt tvígengisbila, því að
Amerikumenn hafa ekki
efni á að aka stærri bílum,
þegar lítrinn af bensíni
kostar þusund krónur og
fæst aðeins gegn skömmt-
unarseðli. Nú dytti engum
meS fullu viti i hug að fara
að íramleiða fjórgengis-
bíla."
„Var það þess vegna,
sem við urðum að flytjast
aftur í bæinn, — af þvi aS
þú gazt ekki lengur ekið til
skrifstofunnar?"
„Já. Við bjuggum í út
hverfi, þegar þú varst lítill,
en þegar landið varð
bensínlaust, urðum við að
flytjast i bæinn aftur. Já,
ég reyndi fyrst að hjóla i
vinnuna, en það voru tíu
kílómetrar hvora leið, svo
ég var orðinn útkeyrður,
þegar ég loksins kom
heim. Svo að við fluttumst
aftur hingaS. Og það var
svolitiS skrítiS, eins og þú
skilur, því aS þá bjuggu
allir negrarnir í bænum, en
hinir hvítu í úthverfunum.
Nú búa allir hinir hvítu í
bænum, en negrarnir í út-
hverfunum, því að þeir
hafa ekki efni á að búa
annars staðar. Negrarnir
höfðu engan áhuga á því
að flytjast til úthverfanna,
en hinir hvitu byrjuðu þá
að kaupa upp negrahverf-
in, svo að þeim var nauð-
ugur einn kostur. Vafa-
laust líður þeim miklu
betur þarna i úthverfun-
um, þar sem þeir fá að búa
saman
„Hverjum var það aS
kenna, að við urSum
bensínlausir?"
„Detroit kenndi neyt-
endaleiðtoganum Ralph
Nader um það, forsetinn
þjóðþinginu, Arabar ísrael-
um og olíufélögin skelltu
skuldinni á náttúruvernd-
armennina í Alaska."
„ÞaS hlýtur að hafa ver-
ið gaman að lifa 1973."
„Það var það. Ég skal
segja þér það, aS einu
sinni ókum við 7 kílómetra
bara til þess að borða
buff."
„Hvað er buff?"
„ÞaS skiptir ekki máli.
ÞaS er svo sárt til þess aS
hugsa."
Sveinn Ásgeirsson
þýddi.
IDULRÆn
EFnii
í BÍL-
FERÐ
MEÐ STAPA-
DRAUGNUM
„HVAÐ HELDl
SEGI NUNAr/
Margar sagnir eru til um Stapa
drauginn og margir hafa séð hann.
Atburður sá sem hér er sagt frá
gerðist árið 1962 Þar segir frá sér-
kennilegri reynslu sjö ungra manna
við Stapann, er karl aII kynlegur kom
inn í bil þeirra óboðinn Ekki er hægt
að skýra þann atburð á annan hátt
að sögn sögumanna, en þar hafi
farið maður, seni var ekki af þessum
heimi. Eg ræddi um þennan atburð
við Einar Gíslason, sem nú býr i
Breiðholti í Reykjavik og Gísla
Guðnason á Norðfirði, en báðir
komu sérstaklega við þessa sögu.
,,Þessi atburður átti sér eiginlega
stað um tvær helgar,'' sagði Einar,
þar sem við sátum og rifjuðum upp
þessa sögu. ,,Við fórum oft krakk-
arnir til Keflavíkur eftir að búið var
að loka sjoppunum i Reykjavik, en
þá var nætursala í Keflavík en ekki
Reykjavik. Fyrri helgina, sem um
ræðir, fórum við fjögur til Keflavikur
eftir miðnætti. Þegar við vorum rétt
komin upp á Stapann á suðurleið-
inni, og Vogarnir komnir úr augsýn,
urðum við vor við tvo stóra skugga,
gráa á lit, strýtulaga. og eins og litla
hvirfilvinda. Þessir strókar koniu tví
vegis að bilnum með stuttu millibili,
en um leið og seinni skugginn skell
ur á bílnum var eins og dregið væri
fyrir öll bílljósin. Það var enga birtu
að fá nema frá mælaborðinu. Ekkert
var þó athugavert við gang bílsins.
Skommu seinna urðum við vor við
að kemur bíll á eftir okkur, og um
leið og ég sá Ijósgeislann frá þeim bil
i baksýnisspeglinum hjá mér, þá
kviknuðu Ijósin aftur. Bíllinn fór nú
fram úr okkur. Eg ætlaði að halda í
humátt á eftir honum, en hann ók
svo greitt að hann hvarf okkur sýn
um og um leið og Ijósið frá honum
hvarf, slokknuðu Ijósin aftur hjá
mér. Ég ók loturhægt meðfram kant
inum og þegar við komum að sauðar-
girðingu þarna skammt frá kviknuðu
Ijósin aftur og aldrei kom neitt slíkt
fyrir Ijósin aftur. A leiðinni í bæinn
hafði ég bíl minn á milli tveggja
Á þessum síðustu tímum mikillar tækni og
hraða heyrist æ sjaldnar talað um álfa, huldu-
fólk, drauga og annað, sem lönguni hefur
skipað fastan sess í lífi íslenzku þjóðarinnar.
Það er þó fjarri því að fólk verði ekki fyrir slíkri
reynslu. Þegar ég fór í vetur að finna fólk, sem
kynni að hafa frá einhverju nýju að segja, kom
í Ijós að ótrúlega margir lumuðu á einu og
öðru forvitnilegu úr þeim heimi, sem ekki
verour skýrður út eða reiknaður í tölvu. Hér
fara á eftir nokkrar greinar og viðtöl við fólk
um drauga, álfa, sýnir, berdreymi og aðsókn,
— og sumar sögurnar eru ekki árs gamlar. Má
þar nefna Stapadrauginn og draugaganginn í
Þrengslunum, sem æ fleiri hafa orðið varir við
sumir sem ég ræddi við og orðið hafði fyrir
óvæntri reynslu, hafa átt í baráttu við sjálfa
sig hvernig taka átti slíku. En sögurnar verða
ekki hraktar. Hér fara á eftir sögur þar sem
sögumenn eru margir, en öllum ber saman.
Huldar vættir og draugar eru því ekki af baki
dottnar á öld tækninnar.