Lesbók Morgunblaðsins - 30.06.1974, Side 8
MÖRI
Á
MYND?
Þess eru allmörg dæmi, að yfirskil-
vitlegir hlutir hafi komið fram á mynd,
til dæmis fólk, sem Ijósmyndarinn varð
ekki var við, þegar hann tók myndina.
Hér er einmitt dæmi um þesskonar
fyrirbæri. Þessi mynd er tekin fyrir
allmörgum árum norður á Ströndum.
Þar voru þrír menn á ferðalagi og ekki
öðrum mönnum til að dreifa. Einn
þeirra félaga tók mynd af hinum tvoim-
ur, þar sem þeir voru eitthvað að
stússa í kringum báta. En viti menn; á
myndinni eru mennirnir þrir. Sá þriðji
er lengst til hægri hann er á hreyfingu
og eitthvað ógreinilegri en hinir. Hver
gat þetta verið?
Svo einkennilega vill til, að hinn
landsfrægi Skerflóðsmóri, sem sagt er
frá hér að neðan, var sagður fylgja
einum þeirra þremenninganna, sem
þarna voru á ferð. Það skyldi þó aldrei
vera, að Skerflóðsmóri hefði festst á
filmunni, þótt ekki yrðu þeir félagar
varir við hann þarna.
Skerflóðsmóri eða Selsmóri
(Eftir J. Á. 1 og Guðna I.)
I. Upphaf Skerflóðsmóra
Seint á átjándu öld bjó bóndi sá, er Einar hét, að Stéttum í
Hraunshverfi í Stokkseyrarhreppi. Einhverju sinni kom til hans
förupiltur, svangur og klæðlítill, og beiddist gistingar, en bóndi
synjaði honum um allan greiða og úthýsti honum. Veður var
kalt, með fjúki og frósti, og fór pilturinn á brott í þungum hug.
Þó að skammt sé milli bæja þar í hverfinu, rataði pilturinn ekki
á neinn þeirra, heldur villtist niður undir sjó og varð þar til í
svonefndu Skerflóði fram undan Borg. Gekk hann þegar aftur
og fylgdi síðan Einari og niðjum hans. Var hann nefndur Sker-
flóðsmóri og gerði mönnum ýmsar skráveifur, villti fyrir ferða-
fólki og ærði fénað. Einar á Stéttum átti tvær dætur. Eldri systir-
in var Þuríður formaður, sem nafnkunn er, en sú yngri Salgerður.
Móra var um það kennt, hversu illa Þuríði lánuðust hjúskapar-
tilraunir, eins og sagt er frá í sögu hennar. Salgerður giftist
manni þeim, er Kristján hét. Þau bjuggu að Seli í Stokkseyrar-
hreppi til elli og áttu margt barna. Eftir að Salgerður giftist,
hallaði Móri sér einkum að henni og niðjum hennar. Varð hann
þá viðloðandi í Seli og síðan oft kenndur við þann bæ og kall-
aður Selsmóri.
II. Fylginautar Selsmóra
Maður er nefndur Jón Þórðarson. Hann bjó lengst að Vestri-Mó-
húsum í Stokkseyrarhverfi og varð nafntogaður fyrir auðsæld sína,
komst svo vel í tána, að taiið vár hann keypti jörð með ári, þegar
á leið fyrir honum. Sagt er, að hann á fyrri búskaparárum sínum
úthýsti stúlkuvesalingi, sem varð úti, gekk aftur og fylgdi honum
síðan. Hún var kölluð Móhúsaskotta og gerði Jóni margvíslegan
óskunda. Þau Seismóri lögðu lag sitt saman og urðu eftir það
hálfu verri viðfangs en áður. Maður er nefndur Tómas Björnsson
Hér segir af
Skerflððs-
möra, sem
var vel
kunnur um
landið allt
ð síðustu
öld og fram
ð þessa Nú
mun þð
vera farið
að dofna
yfir honum
og átti heima í Norðurkoti á Eyrarbakka. Eitt sinn fór hann
austur í Stokkseyrarhverfi, keypti þar hangikjötskrof til jólanna og
lagði af stað heimleiðis um dagsetur. En morguninn eftir fannst
hann dauður, allur sundurtættur, blár og blóðugur, í Arnórstanga,
ofan við dælina austur undir Gamla-Hrauni. Tómas þessi lá
ekki kyrr, og sást hann síðan í fylgd með þeim hjónaleysunum,
Skottu og Móra. Þá urðu reimleikarnir svo rammir, að engum
var fært, eftir að rökkva tók, frá Stokkseyri út á Bakka eða af
Bakkanum austur þangað, án þess að um hann væri villt eða
hann yrði fyrir bekkingum þessara félaga. Kom því svo, að
Jón í Móhúsum keypti af Klaustur-Jóni að ráða niðurlögum
þeirra Skotrn og Tómasar, en Móri komst undan. Faldi hann sig
í skreiðarbát úr Þorlákshöfn og sást hlaupa upp úr bátnum, eftir
að Jón var farinn austur. Síðan fékk Móri að leika lausum hala,
og gerði hann mönnum marga hrekki, villti fyrir þeim og leiddi
þá út í ófærur, ef þeir voru á ferð, eftir að birtu var brugðið.
Honum var m. a. kennt um dauða Jóns Arnasonar, bónda í
Vælugerði í Flóa, skömmu eftir nýár 1846.
Margir núlifandi menn hafa séð Móra eða orðið hans varir
með ýmsu móti, og skal hér aðeins sagt frá tveimur dæmum þess,
sem bókfest eru.
IV. Páll Isólfsson sér Móra
(Htmdaþiifan og bafið. — Matthías fohannesscn ratSir við P. t.)
Ég var snemma hneigður til einveru og ranglaði einsamall um
holt og hæðir, talaði við dýrin eins og þau væru mennskir menn,
rauðan hest, sem kom oft á móti mér, kolsvarta kú, sem hét Dimma.
Dag einn ráfaði ég upp í heiðarnar fyrir ofan þorpið að sækja
hesta. Það var seinnipart sumars, blíðskaparveður, en loft skýjað,
ög einhver drungi hvíldi yfir landinu. Ég settist á þúfu og hlust-
aði á mófuglana syngja, þeir eru óvenju margir á þessum slóðum.
Allt í einu sé ég eitthvað koma í áttina til mín og færast nær
með þó nokkrum hraða. Ég stend upp. Jú, það er ekki um að