Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Side 2
Þverá f Laxárdal. merkur þingeyskur bær. Þarna var Kaupfélag Þingeyinga stofnað á sfnum tfma og í þessum bæ var búið fram yfir 1960. Um 1910 til ’25 var eiginlega enginn sveitamaður farinn að byggja hús, rækta tún eða sjá vél, hvað þá bíl, ellegar að tala í tregt, styðja á hnapp, hvað þá augum líta flugvélina. Þetta var allt í vonum. Og hugur manna var léttur af því þeir áttu mikið í vonum. Þá þurfa menn að hafast eitthvað að. Þeir mega tæplega kyrrir vera. Stakan, kvæðið var tiivalið viðfangsefni og ennþá eiginlega það eina tiltækilega. Hún var þá ekki búin að fá á sig tiibúinn ellisvip og afturfarar. En hún var kjörin til að lyfta vængj- uðum vonum með margvíslegu móti heima fyrir, sem enn voru að mestu bundnar við heimahagana fremur en að bæta allan heiminn með umbyltingu. Og úr því að ekki var strax hægt að steypa hellu undir hamingjuhúsið var ágætt að tala um það, kveða um það, eða bara um eitthvað. And- inn var kominn út á víða velli úr fjósinu eftir ægilega langan vetur. Indriði á Fjalli var liðtækastur í okkar héraói að kasta fram lausavísum. Hann orti um allt, sem á bæ var titt, nágrennið, ná- ungann, þjóðfélagið, útkanta til- verunnar, höfuð og hjarta. Það var ekki mikið efni þó hey- flekkur týndist á Fjalli og fyndist ekki fyrr en á slætti næsta sumar: AJlir hafa einhvern brest, öllum fylgir galli, öllum getur yfirsést og einnig þeim á Fjalli. Samt varð þessi glötun á einum flekk til þess að forsætisráðherra notaði hana til að afsaka mistök ríkisstjórnar 50 árum seinna. Það telst ekki til útvarpstíðinda þótt bóndasonur hagi sér á frum- legan hátt: Ailavega Ketill kann kúnstum sfnum að haga. Laufabrauðið heyri ég hann hengja upp á snaga. Indriði sendi Jóhannesi bróður sinum þetta með útsvarsseðii: Allt er vald hjá einum drotn, álög tvinna og þrinna Þeir sem aldrei, aldrei botn eigna þinna finna. Þegar sú vlsa Indriða, sem enn er frægust, kom fyrst á flot, lærð- um við, er heyrðum, hana svona: Eina þá sem aldrei frýs úti á heljar vegi kringda þykkum álnar fs á sér vök hinn feigi. Löngu seinna var hún prentuó i Baugabrotum, og þriðja hending- in þá svona: Kringda römmum álnarfs ... Hin gerðin finnst mér betri. Og á þá að taka saman til óbundins máls: Kringda álnarþykkum ís, og er þesskonar samantekt á öllum tímum. Oft hef ég verið um það spurður um hvern þetta sé: Hrós um dáið héraðsiið hamast sá að skrifa, sem var ávallt illa við alla þá sem lifa. Ég held að margar vísur Indr iða þessu marki brenndar séu ekki um einstaka menn, heldur einskonar smásögur um lifið og tilveruna og tækifæri notað um leið til að komast aó orði á hnit- mióaðan hátt. Þannig held ég sé t.d. um Odds- vísur: Ekkert gott um Odd ég hermi, eitt er samt: Sfna lofar hann upp f ermi öllum jafnt. Ekkert gott sér Oddur temur, eitt er samt: cngan svfkur hann öðrum fremur — alla jafnt. Sama er að segja um þetta: Af stórum kominn, en manna minnstur, að mælgi fremstur, en hugsun grynnstur, í stöðu fremstur. en framsókn hinztur og fátt hann vissi, en lærði kynstur. En nú skulum við bregða okkur frá Indriðabæ upp að Mývatni og setja okkur i spor þess sem var tvitugur 1920 og nokkurnveginn fullveója að eftirtekt. I hásveitinni reis alda aldarinn- ar svo hátt að tvö þjóðkunn skáld voru á einum og sama bæ, Arnar- vatni, Sigurður og Jón, og Jón Hinriksson á Helluvaði, næsta bæ, en Þorgils Gjallandi á næst næsta. Svo voru þærArnfriður á Skútu___töðum og Þura í Garði í svo sem þriggja bæjarleiða fjar- lægð. Sex í einni sveit á milli aldamóta og 1920 fyrir utan marga aðra liótæka. Á þessum árum var tæplega haldin svo skemmtisamkoma í sýslunni að ekki væri ljóð eða vísur hennar aðalstolt. Á þeim vettvangi var Indriði á Fjalli tíð- ari gestur en Mývetningar utan Sveitar og Guðmundur á Dandi þó tiðastur. Kaupfélagsfundir og sýslufundir, mestu alvörufund- irnir, urðu Iíka að kveðskapar- samkomum i og með. T-vö dæmi af ótal: Keldhverf ingar kynda enn kolum óbilgirni. Sé ég löngu liðna menn lifandi f Birni. Þessu var einu sinni laumað að Birni Haraldssyni i Austurgörð- um á einhverjum fundi aðsögn: Þungt mun veitast Þórólfi að þreyta móti Guðmundi margháttaða meyhylli og mannf jölgun f sýslunni. Þórólfur var Þörólfur í Baldurs- heimi og Guðmundur var Guðmundur á Sandi, en Arni Sigurðsson í Húsavik orti um orðahnippingar á fundi. III. Einhver fyrsta vísa, sem fætur fékk, eftir Egil Jónasson er á þessa leið: Upp er skorið, engu sáð, allt er I varga ginum. Þeir sem aldrei þekktu ráð þeir eiga að bjarga hinum. Raunar voru þeir saman um þetta, Egill og Friðrik Krauni á Helgastöðum. 1 meira en hálfa öld hefur Egill verið mikill skemmtunarmaður á allskonar samkomum, t.d. kaup- félagsfundum, ferðalögum og förnum vegi. Ljót er þessi hrossahjörð, hana vantar spikíð. Sólin skfn á Skagaf jörð og skammast sfn fyrir vikið. Guðmundur Ilagalín hafði orð á að hann væri að verða fótalítill eins og Gyðingurinn gangandi: Niður fyrr hann tyllti tám taldi aldrei sporin sfn, er nú genginn upp að knjám, eftir er stutt af Hagalfn. Um Þrílæki Kristjáns frá Djúpalæk: Gegnum landið Iygn og beinn Ieið á slóðum kunnum djúpur lækur áður einn orðinn að þremur grunnum. Til Baldurs á Ófeigsstöðum: Ljómi skfn af Baldurs brá, búkurinn er f góðu standi en hægt er bæði að heyra og sjá að höfuðið er f jarverandi. Staddur í Reykjahlíð: Óralangt sig auðnin teygir útsýn bæði gleið og vfð og hversu langt sem augað eygir allt er þetta Reykjahlfð Læknir einn festi bíl í skafli og konur hjálpuðu honum með því aðýta á bifreiðina: Lækni tel ég lingerðan og leiðan konum, þær verða að ýta undir hann og eftir honum. Ekki er allt þó af þessu taginu: Sólin grðan gyllir kamb, geislinn spáir hlýju, dreymir á og dreymir lamb dögg á strði nýju. Þegar Sigurður Sigfússon tók sér ættarnafnið Bjarklind, kom upp hulduvísa i Aðaldal: Það var reyndar varla von og við það yndi glaður að vera bara Sigfússon, svona tiginn maður. Löngu seinna vitnaðist aó vísan er eftir Steingrím i Nesi, en hafði áður verið eignuð Indriða á Fjalli og ýmsum öórum. Einu sinni kom þessi feluvisa á flot og var beint til Guðmundar á Sandi, er einhverjir Kinnungar vour farnir að yrkja i nústárleg- um dúr — þessum: Nú erGrðni fallinn frð föðursonur pabba, áratugi lifði hann þrjá og er nú hættur að labba. En viðvörunnin til Guðmundar Friðjónssonar var svona: Vara skaltu þig á Kinnarköppum, kappi dalsins, þér skal bent á vandann. Þeir eru að verða liðugir f löppum á Leikskálunum þarna fyrir handan. Hún sór sig í Indriðaætt, þvi tungutak hans var jafnan sér- stætt. Hagmælskan er bráðsmitandi eins og hlátur, sem bætir lífið og lengir það. Samt held ég að ætt- fræðingurinn á Fjalli hafi haldið hana meira ættgenga en að hún væri eftiröpuð. Hvortveggja mætti máske til sanns vegar færa. Jón á Arnarvatni Þorsteinsson þótti skemmtilega neyðarlegur í orðum. Nefnum Biblíuljóðið um Davíð konung og Batsebu við lindina: Aldrei mundi Urfa orðið hafa viðskila hefði ekki Batseba baðað sig við lindina. Og Davfð með sinn kvæðaklið klifraði upp á húsþakið og horft á þennan sómasið. Svona er stundum hreinlætið. Eða: Fallega, stillta stúlkan sú stökk f fangið á þér. Hver er sá er segir nú: Satan vfktu frá mér? Svo er hér ein af öðrum toga: Lfður allt, þó Ifði ei fljótt, lán og sorgin Ifka. Mér var þungbær þessi nótt — þó er hún búin Ifka. Utan um Þuru í Garði spratt mikið af heimamanna fyndni. Á vinsældir hennar jók mjög að hún dró óspart dár að sjálfri sér, eins og fyrr er getið, og raunar meira en að nokkrum öðrum: Ævin verður eins og snuð, eða svíkin vara þeim sem ekki góður guð gefur meðhjálpara. En það var meira en að heima- manna fyndni sprytti kringum hana. Hennar flugléttu gaman- mál, blönduð ertni, fóru um land- ið þvert og endiiangt og freistuðu hagyrðinga i flestum eða öllum landshlutum til að senda henni skeyti. Enginn vissi til að þar léti hún nokkurntíma í minni pokann, hvort sem hún átti orðastað við klerka eða listamenn, ellegar aðra, er minna máttu sfn eða meira. Freymóð Jóhannsson listamálara afgreiddi hún á þessa leið: Þaö er illt að okkar snilli og ástir beggja lentu f banni Freymóðs mér er horfin hylli — heimurinn varð af listamanni. Og séra Einar á Borg svona: Góði vinur, gamli minn'. Gleðilegan vetur! Klappa ég nú ð kollinn þinn. — Kysstu mig ef þú getur. Aftur á móti fengu heimamenn margt af svipuðum toga og þetta: Merin beit f Ragnars rass og rótaði við fleiru. Þetta er Ifka skrattans skass með skaðræðiskjaft og eyru. Beðið eftir bll. Af þvf þú býður ekki mér inn á gúmmísólunum Framhald á bls. 16 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.