Lesbók Morgunblaðsins - 17.11.1974, Qupperneq 4
Hve margir þeirra ferðalanga,
sem ár hvert halda til Kanarieyja
eða Costa del Sol, skyldu vita, að
níu tíundu hluta leiðarinnar er
stjórn vélarinnar í „höndum" raf-
eindaheila á stærð við meðal kon-
fektkassa?
Nú bendir ekkert til þess, að
flugmönnum verðinokkurn tíma
ofaukiö í farþegaflugvélum. En
þróun smágerra leiðsögu- og
stjórntækja flugvéla hefur verið
ákaflega hröð undanfarið. Og frá
því árið 1962 hefur þar til búnum
herflugvélum verið flogið, lent og
þær hafnar á loft í þoku, reyk-
mekkjum, skýjum og náttmyrkri
án þess flugmannirnir gerðu ann-
að en ýttu á hnappa eða sneru
þeim. Bandarískir flugvéla-
hönnuðir láta jafnvel að því
liggja, að í náinni framtíð geti
herflugvélar lagt til orrustu
mannlausar, eftir fyrirmælum frá
f jarlægri stjórnstöð.
Fyrir tiu árum var meðaláhætta
á alvarlegu slysi i farþegaflugi
talin ein af hverri milljón lend-
inga. Þá smiðuðu Smiths
Industries, sem voru frumkvöðl-
ar i gerð sjálfvirkra lendingar-
tækja, tíu sinnum öruggara tæki,
og var þá áhættan orðin einn á
móti tíu milljónum. Þetta var
feikileg framför I rafeindatækni,
en takmarkiö er algerlega sjálf-
virkt flug og ættu þá flugvéla-
ræningjar brátt að verða úr sög-
unni eins og stigamennirnir
gömlu. Því meiri, sem sjálfvirkn-
in verður, þeim mun fleiri flug-
vélar geta lent og hafið sig á loft á
hverri klukkustund og þar með
minnkar einnig biðtími farþega,
bæði f flugstöðvum og í lofti. Nú
geta flugumferðarstjórar á Lund-
únaflugvelli boðið vélum til
lendingar á einnar og hálfrar
mínútu fresti. En nú hefur fyrir-
tækið Ferranti smíðað nýjan
búnað fyrir The Royal Radar
Establishment og kallar hann
CAAS, Computer Assistance
Approach Sequency. Á þessi
búnaður að auka lendingartiðni
flugvélanna með öruggum hætti,
og verður þá hægt að sinna fleir-
um en áður.
Þá er verið að gera tilraunir
með gervihnött sem á að auðvelda
flugumferðarstjórn. Fyrir tveim-
ur árum sameinuðust Bandarikin,
Kanada og öll Evrópuríkin um að
hrinda þessari hugmynd í fram-
kvæmd, en síðan skárust Banda-
ríkjamenn úr leik og vinna nú að
þessu upp á eigin spýtur.
Hugmyndin er sú, að gervi-
hnetti verði komið á braut u.þ.b.
35 þúsund km frá jörðu og hafi
hann stöðugt auga með allri flug-
umferð yfir Atlantshafi. Stjórn-
stöðvar í Prestwick og Gander
verða tengdar stórum og miklum
loftnetum og senda gervihnettin-
um merki, sem „Iýsa“ hafið allt.
Síðan fá flugvélar þessi endur-
sendu boð og varpa þeim aftur til
stjórnstöðvanna á jörðu. Um-
ferðarstjórnin á jörðu niðri á
þannig að geta fylgzt með öllurn
flugvélum á þvi svæði, sem gervi-
hnöttur hennar tekur til, eins og á
ratarskermi. Með þvi móti má
minnka þaðrúml.þrjátíukm bil,
sem hingað til hefur verið milli
flugvéla á Atlantshafsleiðum.
Auk þess komast fleiri vélar að,
flugtíðni mun aukast og unnt
verður að lækka fargjöld.
Einhver markverðasta nýjung-
in í farþegaflugi, er það, sem
nefnt hefur verið ,,MONA“ úr
tveimur fyrstu stöfunum í
„modular navigation", og er
ætlað fyrir flugkerfi, sem svæðis-
flug heitir, en það er þegar flogið
er milli tveggja staða án þess að
fylgt sé fyrir fram ákveðinni leið
með leiðsögn radíóvita. Aður
urðu flugmenn að fylgja radíó-
sviðinu, þ.e. fljúga frá A til B
gegnum þriðja punkt. En svo
fremi sem flugumferðarstjórn
tekur ekki a'f þeim ráðin geta þeir
nú valið um leiðir og hefur það
ýmsa kosti í för með sér.
Eins og nú er ástatt getur flug-
maður, sem nálgast Washington
rekið sig á það, að hundrað vélar
séu komnar áður.hringsóli allar
yfir vellinum og bíði lendingar.
Flugturninn verður að hleypa
þeim að í nákvæmri röð, ef ekki á
illa að fara. Sú siðasta í röðinni
kann að þurfa að bíða í klukku-
stund eftir lendingarleyfi. Slíka
umferðarhnúta má forðast eigi
flugmennirnir um fleiri leiðir að
velja; þá koma vélarnar að með
heppilegu millibili og lendingar-
tafir minnka að mun.
„MONA“ er sameiginlegt verk
bandariska fyrirtækisins Ambac
og Decca I Englandi og smíðað
fyrst í Lockheed-flugvélagerðina
Tri-Star. Þær upplýsingar, sem
flugmaðurinn æskir.birtast á eins
konar sjónvarpsskermi, og koma
þær úr birgðageymslu eða minni
tölvu I flugvélinni. Fær flugmað-
ur þaðan upplýsingar um stað,
áttir, eldsneytisblrgðir og fjar-
lægð til ákvörðunarstaðar. Flug-
félög, sem þegar hafa ákvéðið að
taka þetta kerfi í notkun.eru m.a.
Court Line Aviation (er tók fyrir
skemmstu við fyrstu Tri-Star-
þotu sinni sem búin er ,,MONA“),
Delta Airlines í Bandaríkjunum,
og japanska félagið All Nippon
Airways.
„MONA“ er sannkallað tækni-
undur og möguleikar þess geysi-
legir. Kerfi þetta gerir í fyrsta
sinn kleift að geyma línur flug-
leiðarinnar á segulbandi, en síðan
„sækir" tölvan þær og kemur
þeim á framfæri jafnóðum og
þeirra er þörf. Þetta er líka fyrsta
kerfið, sem býður upp á rafeinda-
kort, er tölvan setur einnig saman
eftir minni sínu.
Næsta skrefið verður svo trú-
lega að sameina starfsemi þess-
arar tölvu og annarrar stærri, sem
mötuð hefur verið til fleiri hluta
en leiðsögu.
Svo örar eru framfarirnar í
gerð slíkra rafeindatækja til
hjálpar I flugi, að manni veitist
hálf örðugt að trúa því, að fyrsta
farþegaflugvélin í venjulega
áætlunarflugi lenti sjálfvirkri
lendingu fyrir aðeins tæpum níu
árum. Þetta gerðist í júnímánúði
árið 1965 og vélin var af gerðinni
Trident. Flugmsðurinn tók ekki
við stjórr.inni fyrr en skotspölur
var eftir upp brautina. Það er
kaldhæðnislegt að hugsa til þess,
að hættan á árekstri við óvæntan
aðskotahlut á flugbrautum er enn
meiri en slysahætturnar á þeim
þúsundum mílna flugleiða, sem
vélarnar þjóta undir sjálfvirkri
stjórn.
Nú eru liðin 45 ár frá fyrsta
„blindandi" flugtakinu og
lendingunni. Sfðar var farið að
Ieiðbeina flugvélum með radíó-
eeislum og gýróskópum. Fyrsta
„geislakerfið", radíókerfið, sem
varð upphaf að svæðisflugi okkar
tíma, er nú rúmlega fjörutíu ára
gamalt.
Þetta radíókerfi var þannig I
höfuðatriðum, að flugvallarsendir
sendi í sffellu tvö Morsetákn — A
fyrir hægri og N fyrir vinstri.
Flugmennirnir báru heyrnartæki.
Stefndu þeir of langt til vinstri
dofnaði A-merkið, en færu þeir of
langt til hægri hvarf N-merkið.
Væru þeir hins vegar nákvæm-
lega á geislanum heyrðust bæði
merkin jafnhátt og stöðugt.
Fyrir 1500 árum höfðu Kfnverj-
ar fundið upp áhald, sem nefna
mætti „Suðurfinn". Þetta var
mannsmynd með útréttan hand-
legg og stóð í tvihjóla kerru. 1
kerrunni var hugvitssamlegt
kerfi gíra og skipti engu hvernig
henni var snúið — ævinlega benti
Suðurfinnur beint í suður, eins og
hæglega mátti sjá af stjörnum.
Þó var gýróskópið enn betra. 1
Trident lendir me8 sjálfvirkum tækjum I svartaþoku.
©