Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Side 2
kommóðuskúffuna. Svo læddist hann á tánum upp stigann. Það bárust raddir úr her- bergi dótturinnar, nú, það var vfst drengurinn, jú, nú heyrði hann greinilega að það var drengurinn, sem hló, og skyndi- iega fannst honum ár og dagar sfðan hann hafði heyrt dreng- inn hlæja. Hann minntist þess, er drengurinn var Iftill, hvernig hann renndi sér á mag- anum og hló að öllu, glugga- tjöldunum og blómunum, hló að öllu. Hann lagði höndina á dvra- húninn, en hætti við og stóð kvrr og hlustaði, hann var annars ekki vanur að hlera, en drengurinn hafði sagt eitthvað! — Bjánalegt, drengurinn skríkti af kæti, hann stóð þarna og vaggaði sér á iljunum, já, þú veizt hvernig hann gerir, og segir svo, að hann sjái sig neyddan til . . . Niðurlagið hevrði hann ekki því að hlátur stúlkunnar yfir- gnæfði. Nú, þau voru víst að tala um einhvern kennarann. Þau gengu f sama skóla og höfðu sömu kennara. Hann brosti að hugsuninni um andlit drengsins, hann var góður að herma eftir. — Bílskúrsdvrnar . . ., hann lagði aftur við evrun, drengur- inn var að tala um bílskúrs- dvrnar. — Já, hann vill endi- lega að ég loki bílskúrsdvrun- um, dyr eru til að loka, segir hann, og ef ég ekki geti munað það, sjái hann sig þvf miður neyddan til . . . Þegar ég var lftill og lék mér að bolta og braut rúðu, sá hann sig því miður. . . Nú fyrst áttaði hann sig á, að þau voru að tala um hann. Honum fannst hann knúinn til að ganga inn og segja þeim, að hann hefði staðið fyrir utan og heyrt til þeirra, en hann gat ekki hrevft sig, hann stóð sem lamaður. Þá ætlaði hann að kalla og opnaði munninn, en ekkert hljóð kom út fvrir hans varir. Hann stóð þarna og hélt krampakenndu taki um hurðar- húninn og vildi ekki heyra það sem þau töluðu um. — Ég skal nefnilega segja þér, sagði drengurinn, að það er orðin mér ófrávfkjanleg regla, fjandinn hirði mig, að loka ekki dvrunum, og svo í hvert skipti, sem hann kemur af frímúrarafundi, þá fiýti ég mér heim og ríf dvrnar upp á gátt, og þá geturðu hevrt i honum, digrum og valdslegum, Jahve sjálfum, vaggandi á ilj- unum: Þar sem þú getur ekki lokað dvrunum á eftir þér, sé ég mig því miður neyddan til að banna þér að fara á hjóli, eða ég verð að rífa bílskúrinn, eða ég verð að senda þig á upp- eldisstofnun, eða ég verð að gera þetta eða ég verð að gera hitt. Eg verð vitlaus! Og dóttirin rak upp skelli- hlátur. — En þú, hélt drengurinn áfram, þér hefur alltaf tekizt að vefja honum um fingur þér. Þarna læðist hann upp tröpp- urnar eins og levnilegur elsk- hugi, og þú, nei, þú hefur áreiðanlcga aldrei hevrt í honum, þó að hann stynji eins og ffsibelgur, þegar hann er að tína af sér lignarmerkin, og svo kemur hann inn og þú ert alveg undrandi, já, þú kannt á hann. Það er sko hlægilegt, hann dubbar sig upp í kjól og hvftt og hengir á sig heiðursmerkin. Hann gekk hægt upp garð- stíginn að húsinu stóru og mvrkvuðu, vafið bergfléttum, sem hvísluðu lágt í haustblæn- um. Það brá aðeins fvrir Ijósi á fvrstu hæð í herbergi dótt- urinnar og það gladdi hann, að hún beið alltaf eftir honum. Það var heilög regla. Hvern miðvikudag fór hann á frímúrarafund, og er hann kom heim, sat dóttirin þarna uppi og beið hans og teið mallaði á samóvarnum. Hann leit f áttina reglu að kalla til hans málm- kenndri röddu, sem titraði f honum, er hann gekk f gegnum búningsherbergið, og honum fannst skella gremjuþrungin á hnakka sér: — Ert það þú, Vilhelm? — Já, Emmý! — Góða nótt, Vilhelm! — Góða nót?, Emmý, og svo fór hann inn í sitt eigið her- bergi, með pípunum, þungu, rauðu gluggatjöldunum, græna lampanum og öllum heimspek- ingunum i ódýru útgáfu Martins í bókahillunum. Hann hélt meðfram fram- hliðinni f áttina að aðaltröpp- unum, golan bifaðist í berg- fléttunum og nokkrir syfjaðir gráspörvar vöknuðu f hreiðrum sfnum og tístu. Þessar berg- fléttur voru hinar einu, sem lifað höfðu af í góðborgara- hverfinu hina hörðu frosta- vetur stríðsáranna. Stríð! Hann hafði haldið fvrirlestur fvrir þungur, ráðsettur var sagt. Hann hélt meðfram múrveggn- um og strauk rauða steinana og fann að hann átti þá. Þetta var gott hús, hann hafði komizt yfir það eftir lækni, sem lézt í bfl- slysi, stórt hús með mörgum herbergjum uppi og niðri. Má vera, hugsaði hann, má vera að hann hafi fengið það mjög ódýrt, en guð minn góður! Það voru krepputímar, og frúin var svo hógvær, sagði ekki neitt, bara sat og snökti og neri augun með vasaklútnum. Þá rak hann augun í, að bfl- skúrsdyrnar voru opnar. Drengurinn var sem sagt kom- inn heim. Furðulegt með þennan strák, allt öðru vfsi en telpan. Hann fór þangað og lok- aði dvrunum, jú reiðhjólið drcngsins stóð þarna inni, bjánalcgt, að hann skvldi aldrei muna eftir að loka á eftir sér. Ekki vegna þess að neitt væri í bílskúrnnm hflínu hafði TIGNARMERKIN Smösaga eftir Leíf Panduro Halldör Stefönsson þýddi að herbergi konu sinnar, mvrkvuðu, en hún var ekki sof- andi. Hún svaf aldrei almenni- lega — hún þjáðist af migrene og eigraði um á daginn með dökka bauga undir augunum. Hún hafði einnig þá heilögu © bræðurna í kvöld, um það, hvernig stríðið byrjaði; ekki sem þjóðfélagsleg umbrot heldur f hjarta fólksins, ein- mitt í hjörtum mannanna. Bræðurnir höfðu klappað fvrir honum, það áttu þeir ekki að gera, þeir hefðu heldur átt — bræðurnir voru líka hégóm- legir. Hann gekk virðulega, þvf að hann var svo breiður og hann selt fyrir löngu, ekkcrt nema hégómaskapur að eiga bíl, en dvrnar voru til þess að þeim væri lokað, þetta voru dyr. Hann sneri lvklinum í aðal- dvrunum ákaflega varlega, þvf að honum þótti gaman að læð- ast inn og koma dótturinni á óvart. Hann fann skyndilega til svengdar, hann hafði ekki tekið þátt í borðhaldinu f kvöld eftir fvrirlesturinn, hann langaði heim. Þetta borðhald var líka frekar kjánalegt, margir bræðranna fengu sér snaps, eins og þetta væri viðskipta- máltíð. Hann hengdi frakkann á herðatré og tók af sér tignar- merkin og lagði þau í Kjóll upp á þrjátfu þúsund og svo gengur hann inn og heldur einn af sfnum glamuryrtu fyrirlestrum fyrir „bræðurna" um sjálfsaga og góðviid og frið meðal mannanna, þvf f fjand- anum þarf kjólklæðnað til þess? — Hvað er klukkan? spurði dóttirin. — Ekki meira en háif ellefu, hann kemur f fyrsta lagi kl. tólf. Fvrst heldur hann fyrir- lestur svo þarf að hvlla hann, og svo fá þeir sér brauðbita, ekkert sem orð er á gerandi, bara reyktur lax og rækjur og dálítið dramm. Hann stóð frammi á gangin- um og fann hvernig húðin herptist saman, eins og skinnið væri orðið of þröngt og væri að kæfa hann. Honum varð allt í einu hugsað til kvöldsins er þau sátu niðri í stofunni og töluðu um drenginn, og hann kom svo skvndilega inn og sagðist hafa heyrt hvað þau sögðu. — Nei, sjáðu nú til, sagði dóttirin, ég er ekki eins vitlaus og ætla mætti, það geturðu sjálfur séð, ég fæ allt sem ég óska. Einn nýjan kjól, pabbi minn! — Kjólar, fussaði drengur- inn. — Já, kjólar, mér þvkir gaman að kjólum, sagði dótt- irin og röddin var blfð. Ég skal fúslega viðurkenna, að ég ætla að drepast úr hlátri þegar hann hengir á sig tignarmerkin. Og þegar hann les fyrirlestrana upp fyrir mig, þá er hann alveg eins og lítill iðinn drengur, sem hefur skrifað góðan stfl, og ég hlusta full athygli á hann og hæli honum, og þá fæ ég nýjan kjól. Einhver verður þó að hlusta á hann, ekki nennir þú því og mamma er með migrene. En ég skal segja þér nokkuð, þegar hann les upp fyrir mig hlusta ég ekki á það. Augun hennar! Hann hafði alltaf dáðst að augunum, honum fannst hann sjá heila eilffð af sannleika og ástúð f þeim. — Og svo er hann ekki hræddur við að deyja, hann heldur að hann fari upp á æðri svið, ég skil ekki hvernig hann getur hrært öllu saman — Des- cartes og indverskri dulfræði. — Æi, sagði dóttirin, hann hefur nú aldrei lært neitt, beint úr barnaskólanum í verzl- unarnám, en hann hefur verið seigur að græða peninga! — Já, það má hann eiga, sagði drengurinn hlæjandi, veiztu hvað hann borgaði fvrir villuna hérna? Átta hundruð þúsund! — Það er nú ekki hægt að lá honum það, það var kreppa þá! — Það er alltaf kreppa þegar h'ann er að braská! En hvað um það, ekkja læknisins fær ein- hverja aðstoð frá frímúrurum. Hann stakk sjálfur upp á fvrir nokkrum árum, að þeir létu henni í té smá stvrk. Hún hefur meira að segja komið til hans og þakkað honum fvrir með tárin í augunum. — Ég man eftir þegar ég var lítil, sagði dóttirin hlæjandi, að þá hélt ég að þetta væru hans holdlegu bræður. — Jæja, sagði drengurinn og geispaði, ég held ég fari inn til mín, við getuni búizt við honum Framhald á bls. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.