Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 8
f I Sveinn Asgeirssoi EVERT TAUBE söngvaskáld, rithöfundur ogteiknari Sjáifsmynd eftír Evert Taube og hér til hægri: Eir» af mörgum smá- teikningum hans vi8 IjóB. ¦ . Menn eins og Evert Taube eru ómetan legir hverri þjóð, og Svíþjóð hefði sann- arlega orðið tniklutn mun fátækari án hans, eins og Olof Palme forsætisráð- herra hafði á orði eftir lát hans. Þeir skapa, en framleiða ekki f venjulegri merkingu. Þaðer ekki átt við þá, þegar talaðer um hinar vinnandi stéttir og launakjör þeirra. Þeir eru ekki taldir hafa nein áhrif á hagvöxtinn, en þó lifir oft f jöldi manna á þvf að koma verkum þeirra á framfæri, og þeir hafa flestir fasta taxta og verkfallsrétt. Þegar lág- markslaun eru lögfest, er á engan hátt átt við menn, sem skapa á svipaðan hátt og Evert Taube. En svo geta menn verið að taia um auð, sem þeir hafi gefið öðrum, þegar þeim er haldið samsæti sjötugum eða áttræðum, ef þeir lifa svo lengi, en þó mest og hjartnæmast, þegar þeir eru dauðir. En það verður að segj- ast, að þá er oft sem söknuðurinn sé sannur og innilegur, og það hef ur hann vafalaust verið, þegar fréttin um andlát Everts Taube birtist með stðrum stöf um og myndum á forsfðum sænskra dag- blaða 2. febrúar sfðastliðinn. Þegar ég var i Svíþjóð á árunum 1945 — 1950 heyrói ég ekkert eins oft sagt um Evert Taube og það, að hann hefði fast borð á veitingahúsinu Den Gyllene Fred- en og drykki mikið. Sú staðreynd, sem máli skiptir, er þó, að afköst hans voru feikimikil og hann náði nær 86 ára aldri við beztu heilsu nær alla tíð. En þetta minnir á „Sautjándu ballöðuna", sem Cornelis Vreeswijk gerði fræga fyrir nokkrum árum, en þar segir Evert Taube meðal annars, og tel ég óþarft að þýða það: „Tánk mer pá gladjen án pá gods och gull, ty nágon skall fördriva trákighetén, om ryktet án skall gá till evigheten: att jag har sjungit för att jag var full." En annars mun Evert Taube hafa kom- izt bærilega af sem listamaður. Það byggðist auðvitað ekki á því, að hann gæti ort vísur og samið lög, sem öll þjóðin lærði, söng og spilaði, heldur á því að hann gat flutt þau sjálfur, sungið þau og leikið með á gítar. Var hann ráðinn til að syngja á hverju kvöldi í veitingahúsinu Gillet í Stokkhólmi í stundarf jórðung árið 1918 fyrir 50 krón- ur á kvöldi. Hann neyddist til að taka þessu boði, því að hann var orðinn skuld- ugur, en taldi sig vera rithöf und og listmálara. Hann haf ði skrif að í blöð og myndskreytt greinarnar, og fyrsta bók- in, sem hann gaf út, voru sautján sögur. Sjálfur segir hann um frammistöðuna á Gillet: „Þetta heppnaðist nægilega vel til þess, að á mig yrði litið um alla framtíð • sem vísnasöngvara, en ekki sem rithöf- und í eiginlegri merkingu. Þetta byggð- ist á því, að í Svíþjóð geta menn ekki ímyndað sér, að raunverulegur rithöf- undur standi á sviði og syngi vísur." Þetta leiddi svo ennfremur til þess, að árið eftir gaf hann út: „Sjö sjómanna- vísur og Byssan lull" og árið 1922 „Flick- an í Havanna og fleiri vísur". En það var ekki aðeins almenningur, sem ekki gat skilið, að virkilegt skáld og mikill lista- maður gæti líka sungið og verið skemmtilegur, heldur vafðist það fyrir menningarvitunum þar eins og i fleiri löndum, og þvi var það ekki fyrr en 1950, að hann hlaut opinbera viðurkenningu „á æðstu stóðum" sem skáld. Þá veitti Sænska akademian honum „Bellmans- verðlaunin" sem „en verkligt fram- stáende svensk skald." Tónlist hans féll mjög vel að textanum, svo að menn átt- uðu sig tiltölulega seint á því, að vísurn- ar, kvæðin, ljóðin, voru svo vel gerð, að það var unun að því að lesa þau án tónlistarinnar. Hann orti einnig frábær kvæði á öllum aldri án hljómlistar, og hann þýddi Dante og próvensalska trúbadúra af snilld. Nú hefur hann tryggt sér sæti meðal helztu skálda Sví- þjóðar, og í ritsafninu „Den svenska lyriken" fylla ljóð hans og kvæði eitt bindið. Þá hefur hann hlotið „Verðlaun hinna níu" (De nios stora pris), sem kölluð hafa verið „litlu Nóbelsverðlaunin," stúdentar veittu honum margháttaðar viðurkenningar svo sem Frödingsverð- laun á fyrri áratug og háskólinn í Gauta- borg gerði hann að heiðursdoktor 1966. Um og eftir sjötugt fór hann sem sagt að hljóta opinberar viðurkenningar af þessu tagi, en fram að því hafði hann verið of vinsæll og skemmtilégur til þess að vera álitinn þeirra verður. Þegar hann var 82ja ára gamall, 1972, hlaut hann meira að segja æðsta heiðursmerki Sænsku akademíunnar Den stora guld- medaljen. Evert Taube fæddist í Gautaborg 1890, en ólst upp á eynni Vinga í skerja- garðinum við Gautaborg, þar sem faðir hans var vitavörður. Þaðan hélt hann svo út í heiminn 17 ára gamall — fyrst til Stokkhólms til að freista þess að komast í Listaháskólann þar, en sfðan fór hann til sjós og dvaldist um árabil i Mið- og Suður-Ameríku, aðallega Argen- tfnu.Hann var meira að segja argen- tínskur ríkisborgari, þegar fyrri heims- styrjöldin brauzt út, en skilaði þá aftur þeim réttindum og hélt heim til Svíþjóð- ar. Þess ber að geta, að Evert Taube f ékk inngöngu í Listaháskólann út á teikning- ar sinar, en fékk ekki þann stuðning, sem hann þurfti, til að stunda þar nám. En hann teiknaði og málaði alla ævi og myndskreytti bækur sínar og greinar I blöð. Fyrsta sumarið í Stokkhólmi tókst honum þegar að selja Dagens Nyheter teikningar eftir sig og tók að sér verk- efni fyrir blaðið að teikna og skrifa. Aðsetur helztu dagblaðanna voru f Klarahverfinu i Stokkhólmi, sem var mikill menningarheimur, og þar kynnt- ist Evert Taube mörgum listamönnum, sem höf ðu áhrif á hann og hann næmi til að læra af án þess að týna sjálfum sér. Af einna mestri hlýju og aðdáun minnist hann Alberts Engströms, og þar sem sérlega er vert að minnast hans hér á landi, skulu teknar hér nokkrar glefsur úr bók Taubes „Frásagnir undir fíkju- tré", sem varða Engström. Fyrst úr kafla, sem nefnist „Albert": „Það voru sáparar og rakarar, sem gerðu það, sem þurfti, til þess að Albert Engström yrði eins frægur og dáður meðal sænsku þjóðarinnar og hann raun- verulega var á sfnum tíma. Það er nú (1958) rúmlega hálf öld, síðan sænskur maður náði í fyrsta sinn í sögu okkar slfkri frægð í Svfþjóð og sænskumælandi Finnlandi, að fornafnið eitt skyldi nægja til þess, að allir vissu, við hvern væri átt. Á átjándu öldu hefðu menn ekki sagt Carl Michael, þegar þeir töluðu um Bell- man, heldur hirðskrifari Bellman eða herra Bellman ... Albert Engström gaf út fyrsta tölu- blaðið af skopblaðinu „Strix" 1897 undir kjörorðinu: „Þolið ekkert illt í heimin- um, en gleðjist yfir öllu góðu." Tíu árum seinna í september fór ég á rakarastofu í Stokkhólmi, en í Svíþjóð þeirra tíma voru rakarastofur einu opin- beru staðirnir, þar sem ekki gætti neins stéttarmunar. Þegar ég kom inn, voru rakararnir að snyrta tvo burðarkarla með leðursvuntur, einn liðsforingja í sínum skrautlegasta einkennisbúningi og John Forsell óperusöngvara, sem var í kjól. Skömmu seinna varð rakaranum á að skera Forsell, sem gaf liðsforingjan- um sem verið var að klippa, tilefni til að segja: „Eins og öperusöngvarinn veit, er hér bæði klippt og skorið." Þá sagði annar burðarkarlinn, sem var að lesa „Strix" „Þessi væri góður handa Albert!" ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.