Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 13
 smmmim^ Þótt þröngt sé setinn bekkurinn I Concorde, er bót í máli að flug- freyjurnar eru mjög fallegar og þar að auki ! klænaSi frá tlzkukóngn- um Patou. Til hægri: Engin kvik- mynd er sýnd i Concorde, en far- begar fá ! bætur að geta starað á þetta skilti. sem sýnir hraSa vélar- innar. Að neðan: Concorde I lendingu: Ekki ósvipuð stórum fugli, sem teygir niður hálsinn. fór á loft. Aður tók flugferð frá London til New York éina sjö tfma, en með Concorde tekur hún þrjá og hálfan. Það er varla annað hægt en dást að þessu. En nú vaknar upp ein spurning? Hverjir munu ferðast með Coneorde? Hverjir ætli verði til þess að rlða á vaðið? Ferðalög með Concorde eru fyrst og fremst stutt, fburðarlftil og feykilega dýr. Kannski farþegarnir verði aðallega framkvæmdastjórar, sem ekki þurfa að borga úr eigin vasa, en geta skrifað ferðakostnað á reikning fyrirtækja? Eða alvörugefnir diplómatar, sem eru að flýta sér f dauðans ofboði til Miðaustur- Ianda til að koma f veg fyrir stór- styrjöld? Menn, sem hafa unnið í happ- drætti? Hverjum er mikið I mun að komast frá London til New York á þrem- ur og hálfri stundu skemmri tfma en áður? Lfklega eru þeir nokkuð margir. í fyrstunni mun trúlega þykja ffnt að ferðast með Concorde. Það mun verða mönnum nokkur virðingarauki, lfkt og það þðtti álitsauki árið 1907 að hafa farið yfir Atlantshaf á Máritanfu. (Mári- tanfa var nefnd i auglýsingum „hinn öviðjafnanlegi úthafsstrætisvagn Cun- ardskipafélagsins" og ferðin yfir hafið tók f jóra og hálfan dag). Þegar nýjabrumið fer af Concorde- ferðum verða þær almennar, eða þær verða ferðamáti sérvitringa, eða þær verða óbreyttum alþýðumönnum ofviða. Þá er illt í efni, ef hið sfðast talda rætist, þvf það eru nú óbreyttir alþýðumenn og engir aðrir, sem halda lífi f flugfélögun- um. En Concorde er hraðfleygust allra. Af þeirri ástæðu einni ætla ég að ferðast með henni alltaf, þegar ég á fyrir farinu. ir >or Mapíísson íjófoninjaviiri Norska húsið í Stykkishólmi Árrti Thorlacius kaupmaSur t Stykkishólmi var einn mesti menningar- og manngildismaður 19, aldar. Hann var ættaður frá Bíldudal, fór til Hafnar og lærði þar verzlunarfræði og setti síðan upp verzlun f Stykkishólmi. Hann rak útgerð ög umfangsmikinn búskap var settur sýstumaður um tíma en hann var ötull stuðnings- maður Jóns Sigurðssonar í sjálf- stæðisbaráttunni og unni menntum og menningu. Árni reisti t StykkÍshólmi griSar- myndarlegt tbúoarhús úr timbri. sam enn stendur. Hann murt hafa reist þao 1828 og fengið viðina frá Noregi, enda hefur þao alla tíð verið kallaö Norska húsiS. Það er fyrsta tvílyfta hús á íslandi og langstæsta timburhús sfns tíma eða þar til hús Latfnuskólans í Heykjavík war reist hátfum öðrum áratug siðar. ... AS norSanverðu f húsinu niðrí var sölubúo Árna, en »8 sunnan- verSu var geyndur mjólkurmatur, en eldhús og búr meS austurhlið niðri. íbúðin var aftur á möti uppi. Stórar stofur voru hvor í sfnum enda og gestastofa á milli svo og stiginn. Efst var svo stórt geymslulott undir súðinni. — Á heimiltnu voru einkarvönduð hus- gögn sem sum eru enn til, enda var hér mikiS ríkidæmi og höfðingsbragur á öllu. Þött húsa- kynni væru svo stór, sem raun ber vitni, bjó þó aSeins fjölskyldan f húsínu. Vinnufólk svaf í sérstöku húsi skammt þarfrá. Norska húsiS er stokkbyggt en klætt vatnsklæðningu a8 utan og innan á veggjum er spjaldþil. inngangurinn er á miðri vestur- hliS, gluggum smekklega fyrir komið, hver með 16 rúSum eins og þá var altítt á myndarlegri húsum. Valmapak er á húsinu klætt járni nú en upphaflega meS timbri, og skorsteínar tveir, en aSe'ms etrtn í upphaf i, sa syðrí. Húsið hefur eðlilega látið all- mikið á sjá þá hálfa aðra öld sem það hefur staSiS, enda var um- hirSa þess heldur slök sfðari árin. Fyrir skömmu keypti Snæfells- ness- og Hnappadalssýsta húsið og hefur þegar verið gert mikið við það og er husið öðum að taka á sig sína réttu mynd. IVlun þar verða f framtíðinni byggðasafn héraðsins, en sjáift mun húsið rninna á Árna kaupmann Thor- iacius, enda er það með afbrigð- um giæsilegt og fallegt og er það reyndar með ólíkindum, að einn maður skyidi ráðast í slfka fram- kvæmd á þeím tfma. En Árni hefur vérið fáum Ifkur. «. Arni var mikill velgerðarmaður Sigurðar Breiðfjörðs og tileinkar Sigurður honum Smámuni sfna. Hefur Sigurður vafalaust verið tfður gestur í Norskahúsinu enda var þar löngum gestkvæmt og oft haldnar stðrveislur þar, sem þjóShátfðarsumarið 1874 er þar var reiddur fram matur fyrir 200 manns þá er haldin var hátíðar- samkoma í Stykkishólmi. Árni Thorlacius lézt 1891 en fVlagdalena kona hans nokkrum árum áður. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.