Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Side 13
Þótt þröngt sé setinn bekkurinn I Concorde, er bót í máli að flug- f reyjurnar eru mjög fallegar og þar að auki í klænaði frá tfzkukóngn- um Patou. Til hægri: Engin kvik- mynd er sýnd ! Concorde, en far- þegar fá f bætur að geta starað á þetta skilti. sem sýnir hraða vélar- innar. Að neðan: Concorde I lendingu: Ekki ósvipuð stórum fugli, sem teygir niður hálsinn. fér á loft. Áður tók flugferð frá London fil New York éina sjö tfma, en með Concorde tekur hún þrjá og hálfan. Það er varla annað hægt en dást að þessu. En nú vaknar upp ein spurning? Hverjir munu ferðast meö Coneorde? Hverjir ætli verði til þess að ríða á vaðið? Ferðalög með Concorde eru fvrst og fremst stutt, fburðarlftil og fevkilega dvr. Kannski farþegarnir verði aðallega framkvæmdastjðrar, sem ekki þurfa að horga úr eigin vasa, en geta skrifað ferðakostnað á reikning fyrirtækja? Eða alvörugefnir diplómatar, sem eru að flýta sér f dauðans ofboði til Miðaustur- landa til að koma f veg fvrir stðr- styrjöld? Menn, sem hafa unnið f happ- drætti? Hverjum er mikið í mun að komast frá London til New York á þrem- ur og hálfri stundu skemmri tíma en áður? Líklega eru þeir nokkuð ntargir. í fvrstunni mun trúlega þvkja ffnt að ferðast með Concorde. Það mun verða mönnum nokkur virðingarauki, Ifkt og það þötti álitsauki árið 1907 að hafa farið vfir Atlantshaf á Máritanfu. (Mári- tanfa var nefnd f auglýsingum „hinn ðviðjafnanlegi úthafsstrætisvagn Cun- ardskipafélagsins“ og ferðin yfir hafið tðk fjöra og hálfan dag). Þegar nýjabrumið fer af Concorde- ferðum verða þær almennar, eða þa*r verða ferðamáti sérvitringa, eða þær verða óbrevttum alþýðumönnum ofviða. Þá er illt í efni, ef hið sfðast talda rætist, því það eru nú óbrevttir alþýðumenn og engir aðrir, sem halda lffi í flugfélögun- um. En Concofde er hraðflevgust allra. Af þeirri ástæðu einni ætla ég að ferðast með henni alltaf, þegar ég á fvrir farinu. Ámi Thorlacius kaupmaður f Stykkishólmi var einn mesti menningar- og manngildismaður 19. aldar. Hann var ættaður frá Bildudal, fór til Hafnar og lærði þar verzlunarfræði og setti sfðan upp verzlun f Stykkishólmi. Hann rak útgerð og umfangsmikinn búskap var settur sýslumaður um tfma en hann var ötull stuðnings- maður Jóns Sigurðssonar í sjálf- stæðisbaráttunni og unni menntum og menningu. Ár'ni reisti f Stykkishölmi grfðar- myndarlegt fbúðarhús úr timbri, sem enn stendur. Hann mun hafa reist það 1828 og fengið viðina fré Noregi. enda hefur það alla tið verið kallað Norska húsið. Það er fyrsta tvílyfta hús á íslandi og langstæsta timburhús sins tima eða þar til hús Latfnuskólans í Reykjavik var reist hátfum öðrum áratug sfðar. Að norðanverðu f húsinu niðri var sölubúð Árna, en að sunnan- verðu var geyndur mjólkurmatur, en eldhús og búr með austurhlið niðri. ibúðin var aftur á móti uppi. Störar stofur voru hvor f sfnum enda og gestastofa á milli svo og stiginn. Efst var svo stórt geymsluloft undir súðinni. — Á heimilinu voru einkarvönduð hús- gögn sem sum eru enn til, enda var hér mikið rfkidæmi og höfðingsbragur á öllu. Þótt húsa- - kynni væru svo stór, sem raun ber vitni, bjó þó aðeins fjölskyldan f húsinu. Vinnufólk svaf i sérstöku húsi skammt þar frá. Norska húsið er stokkbyggt en klætt vatnsklæðningu að utan og innan á veggjum er spjaldþil. Inngangurinn er á miðri vestur- hlið, gluggum smekklega fyrir komið, hver með 16 rúðum eins og þá var altftt á myndarlegri húsum. Valmaþak er á húsinu klætt járni nú en upphaflega með timbri, og skorsteinar tveir, en aðeins einn f upphafi, sá syðri. Húsið hefur eðlilega látið all- mikið á sjá þá hálfa aðra öld sem það hefur staðið, enda var um- hirða þess heldur slök sfðari árin. Fyrir skömmu keypti Snæfells- ness- og Hnappadalssýsla húsið og hefur þegar verið gert mikið við það og er húsið óðum að taka á sig sína réttu mynd. Wlun þar verða f framtiðinni byggðasafn héraðsins, en sjálft mun húsið minna á Árna kaupmann Thor- lacius. enda er það með afbrigð- um glæsilegt og fallegt og er það reyndar með ólfkindum, að einn maður skyldi ráðast í slfka fram- kvæmd á þeim tfma. En Árni hefur veriðfáum líkur. Árni var mikill velgerðarmaður Sigurðar Breiðfjörðs og tileinkar Sigurður honum Smámuni sina. Hefur Sigurður vafalaust verið tfður gestur f Norskahúsinu enda var þar löngum gestkvæmt og oft haldnar stórveislur þar, sem þjóðhátfðarsumarið 1874 er þar var reiddur fram matur fyrir 200 manns þá er haldin var hátfðar- samkoma f Stykkishólmi. Árni Thorlacius lézt 1891 en Magdalena kona hans nokkrum árum áður.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.