Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 10
/------------------------- v**t Til hægri: Myndskreyting við Ijóð eftir Evert Taube ég i rauninni einkanemandi Alberts bæði hvaö snertir að teikna, mála og skrif a. Þegar við vorum einir á búgarð- inum, sátum við hvor í sínu herbergi og skrifuðum og teiknuðum. Og siðan fór- um við yfir það, sem ég hafði gert, þegar •við borðuðum, og spjölluðum þá oft íengi saman. Og þá skeði það stundum, þegar honum hafði vel líkað, að hann hringdi til einhvers ritstjóra í Stokkhölmi, og þá gat hann sagt til dæmis: Þetta er Albert! Eg var að lesa svolitið eftir piltinn, sem býr hjá mér. Þetta er ágætt hjá honum. Þú færð það með póstinum Og verður að borga hundrað eða að minnsta kosti 75 krónur fyrir það. Hann hefur gert teikn- ingu s.iálfur, og þú verður að borga 25 krónur fyrir hana. — A þennan hátt seldi Alt>ert margar greinar eftir mig." Kvert Taube skrifaði margar ba'kur i óbundnu máli eftir fyrri heimsstyrjöld- m ina og tók að nýju til við slík ritstörf um 1950 án þess þó að leggja skáldskapinn á hilluna og hefur síðan ort mörg af sinum be/.tu kvæðum. En hann hefur þurft á óbundnu máli að halda af ýmsum ástæð- um. Hann hefur lifað fjölbreytilegu lífi, víða farið og mörgum merkum mönnuni kynnzl og fundið hjá sér þörf fyrir að segja frá þvi, sem á daga hans hefur drifið. ()g honum la-tur eins vel að segja frá i óbundnu sem bundnu máli. Ljúf- mennskan og kimnigáfan og lifandi áhugi hans á mannlífinu eínkenna alla hans list. Heiðursdoktorinn við heimspekideild háskólans hefur aldrei í æðri skóla gcng- ið, en er þó vissulega lærður maður. Allt frá barna'sku hefur hann haft brenn- andi áhuga á sagnfræði, og hann hefur stundað hana af ánægju þess, sem er bæði þefvis og sporrækur og hefur hæfi- leika til að tengja hluti á nýjan hátt, en svo er oft um þá, sem eru sjálfmenntað- ir. Enginn þekkti betur sögu heima- byggðar hans, Bohuslán, en hann, og þegar hann var í Suður-Ameríku, kynnti hann sér rækilega sögu þeirra landa, sem hann dvaldist í. Hann fann til skyld- leika við trúbadúrana í Provence á 12. og 13. óld og þar með Dante og Cavalcanti, sem lyftu skáldskap þeirra á æðra svið. Hann lét sig dreyma um hina kurteisu tima, þegar Elenóra af Akvitaníu réð ríkjum og hafði um sig hámenntaða hirð — þegar Ríkharður ljónshjarta var fyrir- mynd allra riddara að dyggðum og djörf- ung, en honum nægði ekki að dreyma, heldur varð hann að skrifa um þessa tima, og það hefur honum tekizt flestum prófessorum betur. Þegar hann var átt- ræður, 1970, sendi hann frá sér leikritið „Ríkharður ljónshjarta og Filippus II". En sjálfur var Evert Táube einnig frá upphafi hinn háttprúði riddari í allri sinni list. Hann var alltaf fágaður, aldrei grófyrtur eða klúr. Kurteisi hans var einlæg og eðlisbundin, bros hans var milt og kimnin samúðarfull og gleðirik. Sem dæmi um snilld hans má nefna tvö söngva, sem mikið voru sungnir hér í eina tið og margir munu kannast við: „Nar jag var en ung caballero" og „Flickan í Havanna", en þeír eru að ' margra dómi meistaraverk í öllum sín- um einf aldleik. Siðara kvæðið hefst þannig: Flickan í Havanna hon har inga pengar kvar, sitter i ett fönster, vinkar át en karl. Kom, du glade sjomatros! Du skall fá.min röda ros! Jag ár vacker! Du ár ung! Sjung af hjartat, sjung! Yrkisefnið og umhverfið er ekki ýkja skáldlegt: hafnarhverfi og gleðikona er úti í glugga á vændishúsi og veifar i sjómann, sem á leið þar hjá. En í meðför- um Everts Taube verður þetta allt að þvi rómantískt, saklaust og barnalegt. Höfn- in og pútnahúsið hverfur, og eftir verða venjuleg stúlka og piltur. Hann reynist ekki eiga neina peninga, en aftur á móti hring, sem hann segir hafa kostað 15 pund. Hún gleðs innilega yfir hringnum, sem hann gefur henni samstundis og hún biður hann um að staldra við smá- stund. Svo fer hann, og aftur situr hún við gluggan og veifar hendi, sem nú er hringi prýdd. Kins og áður er getið, myndskreytti Evert Taube greinar sinar og bækur af hagleik og listfengi. Hann iðkaði teikn- un og listmálun alla ævi ásamt öðrum listgreinum, enda ætlaði hann upphaf- lega að helga sig myndlistinni. A einum stað segir hann: „Þegar ég teikna, þá geri ég það i stað þess að þreifa á hlutn- um með hendinni. Eg teikna frjálst og hef greinilega engan metnað sem teikn- ari, eh af því hef ég mikla nautn, og meðan ég er að teikna, verður mér ljóst, um hvað ég ætla að skrifa. (Með hvað á ég auðvitað við hvernig.) Þannig er sem sagt hægt að beita einum hæfileika öðr- um gáfum til upþljómunar.—" Árið 1958, þegar Evert Taube var 68 ára gamall, var honum falið að mynd- skreyta veggi salar i veitingahúsinu Lorensberg i Gautaborg, og heitir hann siðan Taube-salurinn. Hann er 9,5 x 16,5 m. og Evert Taube málaði alla veggflet- ina með oliulitum og skrifaði með skýrri og fallegri rithönd tilvitnanir í þá söngva, sem myndskreytingarnar áttu við. Hér er um algert einsdæmi að ræða. 011 þjóðin kann og þekkir söngvana og þa>r persónur, sem þeir fjalla um — nema að útliti, og svo kemur skáldið nær sjötugt og málar og teiknar sjálft Fritiof Anderson, Rönnerdahl, Carmencitu og Maj pá Malö og meira að segja Flickan i Havanna! Og myndirnar eru ekki aðeins bráðskemmtilegar, heldur einnig frá- bærar frá listrænu sjónarmiði. Fyrir hinu síðarnefnda hef ég að sjálfsögðu annarra dóm en minn — erlendra og hérlendra listamanna. Evert Taube var vinsæll maður í orðsins algeru merkingu. Hann átti vini i öilum stéttum í öllum heimsálfum. Einn þeirra var Pablo Picasso, en honum kynntist hann vel í Paris um 1920. Hann var gestur Picassos i Cannes 1957. Evert Taube segir frá því í „Svörtum nautum", sem kom út árið eftir, að hann hafi furðað sig á þrótti og lífsnautn Don Pablos og hafi sagt það við hann sjálfan — á spænsku, þvi að þeir töluðu alltaf spænsku saman — að hann væri eða réttara sagt væri orðinn geislandi ung- legur (radiante juvenil). „Já", sagði Picasso, „en það hefur tek- ið langan tíma, það hefur tekið mig 76 ár." Þá átti Picasso enn eftir að lifa um 15 ár við góða heilsu og Evert Taube i 19 ár. Mikið gefa guðirnir slíkum mónnum. Þegar þeir hafa lifað auðugra lifi en flestir aðrir eins lengi og mannsskrokk- ur getur Iifað yfirleitt, eru jarðneskar leifar þeirra bornar til grafar, en að öðru leyti halda þeir áfram að lifa góðu lífi. Sveinn Ásgeirsson. Krói: MÁL- LAUS AÐ KALLA (ðstarljðð) í þunglyndri kyrrðinni flögraði rödd þín á bleikum vængj- um, fiðrildi sem flöktir frá einu biómi á annað einn dag en svo kemur kvöldið rautt og dauðinn og þunguð nótt sem fæðir af sér annan eingetinn dag. Á bleikum vængjum fló hún, rödd þín, inní djúpan og dimman hellinn þar sem sagginn á veggjunum var sál mín og hugsun dim draup úr loftinu, dropi eftir dropa svo að það myndaðist pollur á hörðu gólfinu. Og þá varð það sem skrímslið í innsta dimmsta skotinu rumskaði og lauk upp glórum sínum, allt loðið og gljáandi á hárið, kannski blautt. Var það stórt eða litið? Kannski mús eða rotta, já rotta. Nei varúlfur eða vampýra, Dracula greifi sem opnar dyrnar að svefnherbergi ungu konunnar ofurhægt, það marrar aðeins f þeim og máninn hangir i greinum trjánna einsog grámyglað epli og útúr þvi skriða ormarnir handa náttuglunum að éta en skýin eru svartar klessur á strengdum striga. Konan situr náttklædd við snyrtiborðið, litið Ijós tórir og andlit hennar er hálft í speglinum, hálft enni hvitt, eitt auga, önnur kinnin, munnurinn klipptur sundur þvert og þar undir hakan en enginn háls, einsog skugginn hafi étið hálft höfuðið en ekki torgað því öllu. Hún hefur losað um Ijóst hárið og er nú að greiða langa lokkana sem falla einsog foss niðrá vatnsmáðar axlirnar. Hann er allur kominn inn, kemur nær og er um munninn einsog hann hafi nýlokið við apótekaralakk- rís, hvassar tennurnar eru gular, það glittir í þær og blóð hefur storknað á milli þeirra. Augun eru þanin og standa útúr helbláu og holdskörpu andlitinu, blóðhlaupin og minna mest á hélaða rúðu með rauðum frostrósum. Nær og nær kemur hann, læðist hljóðlaust eins og köttur og fótatakið kafnar í þykku gólfteppinu. Allt í einu sér konan með þessu eina auga sínu mynd hans í speglinum en þá slitnar filman og skært óp hennar lóður útaf í sídýpkandi tóni Ifkt þvi er plötuspilari er kippt úr sambandi. Það er púað og blistrað f salnum. Geislinn frá vasaljósi sætisvísunnar hleypur um áhorfendaraðirnar en siðan eru Ijósin kveikt. Skrfmslið reis á fætur, hnusaði útí loftið og geispaði en stökk svo á stað úrillt og urrandi og reyndi að handsama þetta fiðrildi sem flögraði frá einum vegg að öðrum og hafði loks að hremma það í greip sér. Fyrst sleit það vængina af enda eru þeir vfst taldir óætir en stakk svo afgangnum uppí sig og tuggði lengi lengi uns ekkert var lengur til að tyggja, þá ropaði það hátt og dropar duttu úr loftinu. Sfðan hefur þú setið mállaus að kalla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.