Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 5
 Det ár NI som byggt mig! Árbæjarhverfi? BreiSholt? Nei, hvorugt, en nákværrilega sama tóbakið. Myndin sýnir hvernig Sœnskt áróSurs- og ásökunarplakat: „t>a8 eruS ÞIÐ sem hafiS byggt mig". Teikningin sýnir ráSstjórnin i Moskvu leysir ibúoavandamál fólksins I Rustawi t Georgiu. Stokkhólm, gamla borgarhlutann og þao nýja, sem þrengir sér inn i borgina og eyoileggur hana. mildari og grófari. Nýtistefnu verður ekki fylgt til hins ítrasta — í neinni hreinni mynd. Reyndin varð einnig sú, að hálf-nýtístefnan blómgaðist — með ýmsum einkenn- um, sem áttu litið skylt við nytsemi, tilgang eða gagn. Þetta varð næstum því allt saman ljótt, almenn vanlíðan gerði vart við sig, en í fyrstu án orða. Vissulega voru einnig byggðar nokkrar byggingar, sem voru í anda nýtistefnunnar, en höfðu mikla fegurð til að bera. öll heimsins vitlausa tfzkustefna náði ekki að undiroka hina sönnu snilli — ekki alltaf. Nokkrir húsameistarar svikust vísvitandi undan merkjum nýtistefnunnar. En kuldi, ljótleiki og tilfinningaleysi einkenna allt timabilið. Hið ómannlega einkenndi einnig allt, sem hét „borgar- skipulag" á þessum fimmtíu árum. Nýtistefnan var eigi aðeins fagurfræðileg hreintrúarhugsjón, heldur voru henni sett félagsleg markmið: einfaldir, ódýrir og hentugir skyldu mannabústaðirnir vera í heilsusamlegu og hreinlegu umhverfi. En nútíma borgarskipulag brást einmitt á sínu eigin hugmyndasviði: Hinum félagslegu og húsnæðislegu markmiðum varð ekki náð — og þá sízt, hvað gæði snertir. Astæðan var sú, að mannfólkið var öðruvísi. Húsameistararnir þekktu það ekki. XXX Hvernig er hægt að skýra slíka fáfræði? Er yfirleitt hægt að trúa henni? Menn hafa til dæmis furðað sig á þvf í Danmörku, að enginn húsameistari búí í fjölbýlishúsum eða raðhúsum, sem þeir sjálfir hafa hannað. Þvert á móti — meirihluti danskra húsameistara býr f hálmþöktum bóndabæjum með smátfglóttum gluggum eða á skemmti- legum og margbrotnum hæðum f Nyhavn. Þessi merki- legu svikráð leiða í ljós, að jafnvel gagnvart húsa- meisturum geymir feguróin óskynsamleg, skrautleg verð- mæti, sem virðast ómöguiega geta lotið kerfisbundinni allsherjar lausn. Lykilorð fyrir hið lifandi líf er þvert á móti að finna á hinu sálfræðilega sviði: fjölbreytni, tilviljun, handahóf, tilbreytni, hlýleiki, viðfelldni, skir- skotun, minning — og frá byggingarfræðilegu sjónar- miði: hinir brotnu fletir, svipsterku gluggar, aðlaðandi eða virðulega framhlið og — fyrir alla muni — eitt eða annað, sem er greinilegur óþarfi eða markvisst skraut. Ekkert slíkt getur átt sér stað í skýjakljúfaborgum Le Corbusiers, þar sem 95% borgarlandsins eru græn svæði, þar sem börnum er rænt um hábjartan dag og konum nauðgað i rökkrinu. í 50 ár hafa félagsleg markmið hindrað listræna sköp- un húsameistaranna. Fegurðinni hefðu menn gjarnan fórnað i stað félagslegra hagsmuna. En þeir komu ekki f ljós. Á teikniborðunum voru samkvæmt ferköntuðum hygmyndum byggðar ófrjóar borgir og borgarhlutar með vonsviknu, ráðvilltu og einmana fólki og með skýjakljúf- um, þar sem mæðurnar fylgdust með börnum sinum af 22. hæð, með leikvöllum, þar sem enginn lék sér, og þar sem fólk fjarlægðist hvað annað þeim mun meir sem það bjó þéttar. Hér f Noregi fengum við sjálfstæða bæjar- hluta og velferðarrisann OBOS, húsablokkir, og aftur húsablokkir, sneyddar hugmyndaflugi og mannlegri hlýju. Ef sjálfsmorð eru tiltölulega mörg meðal OBOS- ibúa, er nóg að virða fyrir sér hin óþarflega ömurlegu stigahús. Þau gefa mikinn hluta af skýringunni. Þegar á milli annarrar og þriðju hæða hverfur mönnum löngun til að lifa lehgur. En aftur á móti virðist pillan engin áhrif hafa í OBOS-bæjunum. Ef við gætum kallað á forfeður okkar, sem skreyttu hellana í Lásceaux fyrir 20.000 árum, myndu þeir ekki verða ýkja hrifnir af auknum þroska okkar til að skapa aðlaðandi og vinalegt umhverfi. Einn fyrsta vfsi til þess að gera alvarlega uppreisn gegn öllum byggingarfræðilegum og skipulagslegum hug- myndum samtíðarinnar er að finna f hinni ágætu bók Jane Jacobs frá 1961: „Líf og dauði amerískra stór- borga". Bókin, sem þegar er orðin sígild, er varnarrit fyrir borgina eða bæinn, sem „hefur orðið til af sjálfu sér", með hliðargötum, litlum skemmtigörðum, búðum, kaffistofum, með börnum að leik meðal gamalla húsa og með kerfislausa ringulreið af alls konar starfsemi. Með spámannlegri reiði ræðst hún gegn þeim, sem gera áætlanir um fyrirmyndarbæi á afmörkuðum land- svæðum. Ég gef henni orðið: „Það er vond saga, sem hefur verið breidd út, að ef við bara hefðum nóg af peningum til ráðstöfunar — það er talað um hundruð milljarða dollara — gætum við útrýmt öllum fátækrahverfum á tíu árum, stöðvað hnignun hinna óendanlega gráu og leiðinlegu ibúðarhverfa frá i gær og í fyrradag, stutt við miðstéttina án þess að rýja hana með sköttum — og jafnvel einnig leysa umferðar- vandamálið." „En athugum, hvað við myndum fá fyrir fyrstu milljarðana: Fyrir hinar lægri launastéttir fengjust húsalengjubæir, sem yrðu verri miðstöðvar glæpastarf- semi, ribbaldaháttar og félagslegs vonleysis en þau fátækrahverfi, sem þeir ættu að leysa af hólmi. Fyrir miðstéttirnar: húsnæðisáætlanir, sem gerðu ráð fyrir afskræmum og ferlikjum leiðinda og tilbreytingarleysis, sem örugglega yrðu algerlega óaðgengileg fyrir iðandi, fjörlegt og síbreytilegt stórborgarlíf. Og menningarmið- stöðvar, þar sem engin bókabúð getur borið sig, félags- heimili sem engir sækja aðrir en rónar og lausingja- lýður... Göngustígi, sem liggja frá engum stað til einskis staðar og enginn gengur..." Hin fræga bók Mumfords, „Menning borga", er ein þeirra biblia, sem hún veltir af stalli. Mumford réðst á hina „vondu borg", þar sem allt var i óngþveiti. Stórborg- ina kallar hann ýmist Megapolis, Tyrannopolis eða Nekropolis. (Risastórborg, harðstjórnarborg eða borg hinna dauðu.) Jane Jacobs lýsir bókinni sem „sjúkleeri og hleypidómafulltri skrá yfir sjúkdóma stórborga." Sam kvæmt kenningum Mumfords áttu i stað borga öng- þveitisins að koma vandlega skipulagðir borgarhlutar, þar sem öllum mannlegum, félagslegum og samgónguleg- um markmiðum yrði n'áð. Hinir fyrstu þeirra, sem þannig vildu „dreifa" byggðinni, gerðu ráð fyrir lágum húsum gagnstætt „geislaborg" Le Corbusiers með hinum við- áttumiklu grænu sléttum milli skýjakljúfa á stólpum. Sameiginleg fyrir alla þessa „lausnara" var fáfræðin um það, að ekkert er erfiðara f eftirlfkingu heldur en tilviljunin. Og fegurðin er stygg eins og hind — hún flýr, þegar skynsemin nálgast hana. Skilgreining Jane Jacobs á hlutverkum hliðargatnanna er frumlegasti og hugmyndarfkasti kafli bókarinnar. Þar lýsir hún því óhikað af hverju hún hafni ekki krákustig- um og smágötum, sem „gleypi börn". Hún heldur fram rétti götunnar, hins rógborna og afflutta en eðlilega samkomustaðár fólks — með björtum búðargluggum, sem flestum götuhornum, litlum kaffistofum og gagn- kvæmu öryggi. Gatan má helzt ekki deyja, um leið og vinnutíma er lokið. Vinur Jane Jacobs hafði flutt í sjálfstætt skipulagt borgarhverfi og var spurður, hvernig honum Ifkaði: Hér er kyrrt og dautt, og einu hljóðin sem annað veifið rjúfa kyrrðina, eru óp frá einhverjum sem verið er að myrða eða nauðga f nágrenninu. I stuttu máli má segja að Jane Jacobs sé fyrsta manneskjan, sem líti ekki á stórborgina sem ógæfu í heild sinni. Hún er alls ekki andstæðingur náttúrunnar, sem snýst gegn hinum fjölmórgu spámönnum sem hafa blinda trú á grasi, grasi og meira grasi. Hún gerir nákvæma grein fyrir þvi, hversu stórir skemmtigarðar eigi að vera og hvaða lögun þeir skuli hafa. Hún lýsir kostunum við endurbyggingu fátækrahverfanna í stað hinna ófrjóu hálfdauðu grasborgarhverfa. Aðalmarkmið hennar er fjölbreytni og sambland sem flestra greina i bæjarlífinu sem og eðlileg blöndun fólks, stétta og aldursflokka. Hún geirir kröfu til allmargra gamalla húsa, sem skuli vera á milli hinna óhjákvæmilegu nýju húsa og draga úr kulda þeirra. Frá sjóurida áratugnum virðist hafa þróazt öflug and- staða gegn hugmyndafræði húsameistaranna og hús- næðismálastefnu stjórnmálamannanna, vaxandi skilningur á þvi, að byggingarlist og borgarskipulag í anda Le Corbusiers frá þriðja áratugnum. ýkjur og öfgar nýtistefnunnar og þróun hennar til 1970 hafi verið sam- felld keðja fagurfræðilegra og mannlegra mistaka og ósigra. XXX Jane Jacobs gekk kannski lengra en góðu hófi gegndi í gagnrýni sinni. Hún fann dulda, mannlega hlýju i göml- um borgarhlutum, sem voru að falli komnir, og hún lýsir oft þeirri harmsögu, þegar fjölskyldurnar eru fluttar úr fátækrahverfum i hreinlegt umhverfi og i stór fjölbýlis- hús og svo fylgi því rótleysi, leiðindi og kuldi á sálina. Jane Jacobs er andstæðingur allrar skipulagðrar reglu. enda þótt hún sé mikilvæg i myndlist og byggingarlist. En náttúran — og einnig eðli manna — er á móti henni. En hvað segir hún um vandamál formsins? Ef náttúran virðist annars vera ósköpuleg, var það þá kannski Le Corbusier, sem hannaði snjókristallana? Hin heimspeki- lega gagnrýni Jane Jacobs á hugsanagang og aðferðir borgarskipuleggjenda er mjög athyglisverð. Hún bendir ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.