Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 3
Hann hefur hin hörðu hljóð borg- arinnar í tónlist bllllll ^, llm bandaiíska rokktónlistar- manninn BRICE SPRIMM sem talinn er mcðal beztn lapsmiða og textahöfunda síðari ára líílir Einar Björgvin Bandaríski rokktónlistar- maðurinn Bruce Springsteen sló i gegn svo um munaði á siðasta ári, þegar þriðja breið- skífa hans, „Born to run"", kom út. Springsteen hefur lengi barist fyrir viðurkenningu, og sú barátta hans hefur verið harðari en margra annarra rokksöngvara. Hann er 26 ára og hefur lítið annað gert frá fermingaraldri en spila, syngja og semja rokklög. Siðustu árin, áður en Spring- steen sló i gegn, naut hann góðs stuðnings bandarískra blaða- manna við að koma sér áfram, einkum blaðamannsins Jon Landau, er skrifar fyrir Rolling Stone. Springsteen stritaði enn sveittur og félaus i klúbbum i heimaborg sinni, New Jersey, þegar Landau skrifaði í Rolling Stone: „Ég hef séð og heyrt í manninum, sem býr yfir fram- tíð rokktónlistarinnar. Hann heitir Brunce Springsteen og á heima i New Jersey." Og þá kom að þvi, að Spring- steen fékk samning við banda- riska hljómplötufyrirtækið m.a. CBS og lék inn á tvær breiðskíf- ur, „Greetings from Asbury Park, N.J. — New Jersey" og „The Wild, The Innocent & The E. Street Shuffle". Þessar plötur komu út 1973 og 1974 og voru auglýstar undir slagorð- inu „hinn nýi Bob Dylan". Bandariskir tónlistargagnrýn-' endur og 'blaðamenn >skrifuöu hverja lofgreinina á fætur ann- arri um Springsteen, eftir að þessar plötur voru komnar út. En það var ekki nóg. Plöturnar seldust illa og Springsteen var enn óþekktur í heimi rokktón- listarinnar. Þegar þriðja breiðskífa Springsteens kom út á síðasta ári, var CBS að gefast upp á honum. Þetta var í þriðja og sfðasta sinn, ef ekkert gerðist, sem Springsteen gæfi út plötu hjá fyrirtækinu — nú eða aldrei fyrir hann. Nokkrum mánuðum eftir út- komu plötunnar, gat Spring- steen dregið andann léttar, platan þaut upp sölulistana, fyrst í Bandarikjunum og síðan i Vestur-Evrópu. Springsteen gat nú fyrir alvöru yfirgefið götuhornin og klúbbana í New Jersey og haldið innreið sína i hinar stóru tónlistarhallir Vesturlanda. Hann varð á nokkrum mánuðum meðal stærstu nafnanna i hinum alþjóðlega heimi rokktónlistar- innar. Eins og fyrr sagði, er Bruce Springsteen frá New Jersey; fæddur 23. september 1949. Faðir hans er strætisvagnabil- stjóri, en móðir hans vinnur á skrifstofu. Fyrsta tónlistarupp- lifun Springsteens var EIvis Presley. Springsteen segir að i þá daga haf i eitthvað verið talið að þeim, sem ekki óskuðu eftir þvi að vera Presley. Þegar The Beatles slógu i gegn, fór Springsteen fyrir alvöru að hugsa um tónlist og frá þeim tíma hefur hann lítið annað gert en spilað á gítar, sungið og samið rokklög. Hann stofnaði margar hljómsveitir, er hétu ýmsum nöfnum eins og t.d. Child, Steel Mill, Dr. Zoom & The Sonic Boom. Hann spilaði á götunni, í kaffihúsum og klúbb- um í heimaborg sinni — og að lokum 1972 hitti hann John gamla Hammond sem á sinum tima uppgötvaði Bob Dylan. Springsteen spilaði fyrir hann lög, er hann hafði sjálfur samið með textum eins og: Og við götuhornið stendur krypplingurinn, hann betlar á nýjan leik þvf að f eigin bæ er svo erfitt að öðlast virðingu. Hammond kom honuirr í sam- band við CBS, og hjá þvi fyrir- tæki lék hann inn á fyrstu plötuna sina, en sem sagt, það var ekki fyrr en þriðja breið- skifa hans kom á markaðinn, að takmarkinu var náð. Síðustu mánuði hafa banda- rísk blöð og blöð í Vestur- Evröpu skrifað mikið um Brunce Springsteen og flestum ber saman um, að hann sé maðurinn, sem beðið hefur verið eftir í nokkur ár, maður- inn sem eigi eftir að kom rokk- inu úr þvi myrkri sem það er nú i. Hann er nefndur ótal nöfnum eins og „Elvis sem hitt- ir Dylan á bak við sviðið" „James Dean endurrisinn með gitar" eða þá „tónlistarlegt Kókókóla". Springsteen hefur ennfremur fengið að vita í gegnum blöðin, að hann minni m.a. á Chuck Berry, Phil Spector, Buddy Holly og Roy Orbison — að sjálfsögðu fyrir utan kóngana Elvis og Dylan. En hvað sem því viðvíkur. þá minna textarnir við lög hans meira á textana sem „LSD- hausarnir" Lou Reed og David Bowie semja við sin lög en á texta sem t.d. Dylan semur. Textar Springsteen fjalla ávallt um stórborg nútimans á Vestur- löndum, borgina þar sem svo erfitt er að öðlast virðingu, þar sem allt er fullt af rónum — og það er eins og hann hafi flutt andrúmsloft götu í stórborg og skin götuljósanna inn i tónlist sína. — Eg skrifa um það sem ég hrærist i. Sagan er alls staðar umhverfis mig. Eg skrifa hana bara niður, segir Springsteen. A síðustu breiðskifu hans, „Born to run" sem titt hefur verið nefnd „ný West Side Story", eru átta lög og gera þau plötuna mjög heilsteypta. Þar má finna lög eins og Thunder Rode, Tenth Averiue Freeze- Out, Backstreet og Jungleland. I öllum þessum lögum syngur hann um frumsköginn: ameriska stórborg fulla af bak- húsum, bilum, kvikmyndum, glymskröttum, hamborgurum, vopnuðum lögreglumönnum. rónum og vændiskonum — og elskendum í amerískri stór- borgarnótt. — Það er eins og þú getir heyrt þessa borg djöfulsins gráta, segir Springsteen. Terry, manst þú allar kvikmyndirnar sem við sáuni á meðan við vorum að reyna að læra að ganga eins og hetjurnar sem við vildum lfkjast — þar til við uppgötvuðum að við erum bara eins og allir hinir? — spyr Springsteen á einum stað í Frumskógarlandi sinu. Nútímasaga mannsins er í huga hans allan timann sem hann syngur og leikur lögin á „Born to run". — Ég hef verið heppinn að fólk vill hlusta á það sem ég er að semja, segir Springsteen, en þeir, sem þekkja hann, full- yrða, að velgengni hans síðasta ár hafi ekki breytt lifsháttum hans eða skoðunum, hann sé enn þá sami strákurinn í New Jersey í leðurjakka og kúreka- Imxuiii og með vingjarnlegt bros — og hann afneitar öllum silfurstjörnum og öðru skrauti poppstjarnanna — a.m.k. enn sem komið er. — Ég er einn af strákunum i New Jersey sem tók þátt í götu- hópabardögunum, spilaði á leiktæki I sjoppunum, horfði á kvikmyndir með James Dean á laugardagseftirmiðdögum og heyrði i Elvis Presley i útvarp- inu öll bernskuárin. Ég er eng- in hetja, en ég á gitar og heí' lært að fá hann til að tala, segir Springsteen. Umboðsmaður hans, Mike Apple, segir, að Springsteen heimsæki kannski Evröpu með vorinu og gefi ef til yill út á næstunni tvær breiðskifur með upptökum á hljómleikum. Sjálfur segist Springsteen ekki vita glöggt hvað hann geri á næstunni. — Ég er ekki vanur að gera áætlanir, segir hann. — Þú þarft ekki að búast við neinu i þessu lifi. Það er eitt af þvi sem ég hef komist að raun um í frumskógarlandinu. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.