Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 7
HVAÐ VERDUR LÆRT AF ÖLDUNG- UNUM? Hvers vegna eru sumir gamlir og útbrunnir um sjötugt, en aðrir eins og þessir kappar frá Kaukasus, hraustir og bráðungir eftir aldri, komnir vel yfír 100 ár? Eftir Egmont R. Kogh Á undanförnum tuttugu árum hafa ótaldai- kenningar um ellina skotið upp kollinum, verið rannsakaðar, og margar síðan lagðar til hliðar aftur. Víst er, að fjólmörg ferli eiga þátt í öldrun og öll virðast þau benda til einnar orsakar. Það er hvorki meira né minna en innbyggð líffræðileg klukka sem telur ævistundirnar jafnt og þétt og hlítir ákveðinni erfðagerð. Dauðastundin væri þá fyrir fram ákveðin og sérhver tilraun til að breyta gangi llfsklukkunnar væri dæmd til að mistakast. Bandaríski frumulíffræðingurinn Leonard Hayflick lagði árið 1960 fram sönnun fyrir þvi að lífsklukka manns hefði gengið sitt skeið eftir um það bil fimmtíu frumuskiptingar. Ef vefjafrumur Hayflicks voru komnar úr ungum gjöfurum, þá var fjöldi skiptinganna, sem frumurnar voru færar um, minni en hjá fósturfrumum, en langtum meiri en þeirra fruma, sem teknar voru úr gömlu fólki. Vissu- lega or sú staðhæfing Hayflicks furðuleg, að sigur- verk frumanna ruglist ekki heldur við sérstaklega erfiðar aðstæður. Jafnvel eftir tólf ára svefn I frysti hafa bindisvefsfrumurnar ekki misst „skiptinga- minni" sitt, en það sér um það að skipting verði annað hvert ár og stendur það allnákvæmlega heima. Væri þetta allt saman rétt væri niönnum fyrir fram ákveðinn u.þ.b. hundrað ára aldur. Ein öld. Geta menn þá alls ekki vænzt þess að lifa lengur en það? Rððgátan um „fornmennina". En hver skyldi vera skýringin á þvi að sums staðar á jarðarkringlunni eru menn sem verða meira en hundrað, margir hundrað og tuttugu jafnvel hundrað og fjörutíu og einstaka hundrað og sextíu ára gamlir? Hvernig skýring: öldrunarfræðin það að Schirali Mislimov, bóndi í Azerbadsjan varð samt 168 ára, Grikkinn Nikolas Askukerakis 144 ára og Charlie Smith gamall félagi þjóðsagnahetjunnar Jesse James, 132 ára? Svo er næstum að sjá sem þessir fjörgömlu menn hafi leikið illilega á vísindin. Hinn kunni sovézki vísindamaður Jaurés Medvedev sem nú starfar við Heilsugæzlustofnunina í Bethesda í Washington, telur sig kunna skýringu á þessu. Skýringin er einfaldlega sú segir Medvedev, að aldurstölurnar eru rangar! Þar sem aldur manna er alhæstur, í -afskekktum fjallaþorpum Kákasus, Ekvador og Pakistan, eru lífskjör léleg og öll þróun skammt á veg komin; oftar en ekki er þar engar ritaðar heimildir að finna, þar sem sjá mætti tölur sem ekki yrði um villzt. Erfðafræðingurinn er sem sé sannfærður um það, að um vísvitandi svik sé að ræða. Meðal annars megi i því sambandi lita á samfélagsstöðu — það afli mönnum á þessum stöðum nefnilega mestrar virðingar að verða sem elztir. Þetta er nú álit Medvedevs. En svo auðveldlega komast aldursrannsakendur ekki frá þessum vanda. Nóg er til að tiltækum skjalfestum heimildum um geýsiháan aldur. Það er einnig óumdeilanlegt, að í þremur heimsálfum er að finna mjög háa meðaltölu hundrað ára manna, jafn- vel þótt ekki sé hægt að fullyrða um aldur allra þeirra upp á ár. Til dæmis má nefna, að við manntal i þorpinu Vilcabamba í Ekvador árið 1971 reyndust níu af 819 íbúum vera meira en hundrað ára gamlir. Til samanburðar má hafa það að í Bandaríkjunum ná aðeins níu af hverjum 300 þúsundum íbúa meira en hundrað ára aldri. 1 Sovétlýðveldinu Abkasíu, sem liggur m.a. i vesturhiuta Kákasusf jalla, eru hér um bil 17 hundraðshlutar íbúanna meira en áttræðir, sambærileg hundraðstala fyrir Sovétríkin öll er 0,1. A öllu/svæðinu milli stranda Kaspíahafs og Svarta- hafs og fjallaþorpanna, sem sum eru í 2000 metra hæð, reyndust við manntal árið 1970 vera 4500 manns yfir hundrað ára aldri, en Ibúarnir samtals 5,2 milljónir. Samkvæmt þvi er þetta heimsmet — 84 „fornmenn" á hvera 100 þúsund ibúa. Langlffi með undaneldi? Ef lífsklukkan ákveður í raun og veru ævitíma manna hundrað ár, hvernig stendur þá á öllum þessum undantekningum á fyrrnefndum stöðum? Þá staðreynd skýra aldursfræðingar með breytingum á erfðaeigindum, sem til dæmis má koma til leiðar með undaneldi. Með öðrum orðum, breyttar erfðaeigindir valda því, að þessir Pakistanar, Kákasus- og Ekva- dorbúar verða eldri en gengur og gerist og þessir „langlifislitningar" ganga I erfiðir frá kynslóð til kynslóðar. Það hlýtur þó að vera vafa undirorpið um sinn, hvort þessi staðhæfing skýrir gátuna. Ef takast á að rekja orsakir langlífis verður að skoða fleiri aldursferli en erfðaþættina. Mikilvægt er til dæmis að mörg úrgangsefni í frumubúskapn- um hætta að skila sér er fruma eldist. Nái fjöldi þessara úrgangsefna yfirtökunum verður eitrun i frumunni og hindrun í starfi hennar. Rann.sóknir á börnum, sem þjáðust af progeri, sem er öldrunar- sjúkdómur, sýndu að ekki aðeins var skiptingahæfni vefjairumnanna í sjúklingunum stórskert heldur gætti hinnar fyrrnefndu hindrana á starfi frumna þegar i barnæsku. Komi merki um öra öldrun snemma I ljós ná börnin ekki nema fárra ára aldri. En sjúlingar eldast einnig ákaflega hratt þótt einkenna verði ekki vart fyrr en um tvítugt. Vefur, sem eldist breytist einnig að lífefnalegri gerð og það getur stundum leitt til þess, að ónæmis- varnir likamans verða honum andstæðar. Þá kemur til sjálfsónæmisviðbragða; ónæmiskerfið ræðst gegn eigin vef. Þetta fyrirbæri er áreiðanlega ein hin mikilvægasta orsök öldrunar og þess vegna gera sumir öldrunarfræðingar sé í hugarlund að einhver enn ókunnur þáttur hamli gegn þessum sjálfs- ónæmisviðbrögðum i sumu fólki, eins og Kákasus- og Andesf jallabúum, og því nái það svo háum aldri. Samkvæmt öllum rannsóknum aldursfræðinga í Ekvador, Pakistan og Sovétrikjunum virðist svo sem litið samband sé milli aldurs og dauða háaldraðs fólks, ef svo má að orði komast. Flestir deyja af slysum, ellegar smitast af gestum. Schirali Mislimov, sem nefndur var i upphafi og varð 168 ára og þar með elztur allra öldunga dó úr tiltölulega vægri flensu og var það i annað skipti á ævinni, að honum varð misdægurt. Samkvæmt læknisfræðilegum gögnum er fyrir liggja, er ekki kunnugt um eðlilegan dauðdaga af ellihrumleika meðal þessa fjörgamla fólks. Elzti maður sem krufinn hefur verið var 106 ára gamall, ungverskur hjarðmaður. Hjá honum fannst engin bending um líffræðilega nauðbundinn dauða. Eru Kákasus- og Andesbúarnir einnig „ódauðlegir" I raun og veru? Er hugsanlegt að til sé vélgengur búnaður sem fyrir breytingar einhverjar eykur líffræðilegum teliara frumu svo afl að hún verði „ódauðleg"? Sé eitthvað hæft í þessu, má segja sem svo, að til sé eins konar ellikynþáttur, fólk, sem ekki er aðgreint frá öðrum með frábrugðnum húðlit heldur þannig, að það verður tvöfalt eða þrefalt eldra en gengur og gerist. Fruman ódauðlega. 1 hugmyndaheimi venjulegra manna eru fæðing. líf og dauði óaðskiljanleg hugtök. Þau eru það ekki Framhaldábls. 14 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.