Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Side 4
Fúnksjónalisminn eða nýti- stefnan, sem ráðið hefur lög- um og lofum í byggingarlist sam- tímans, fær harða útreið í þess- ari beittu ádeilu Henriks Groth. Hann telur að þessi stefna hafi ekki aðeins leitt yfir okkur Ijótari byggingar og borgir, heldur einn- ig óþolandi mannlegt umhverfi, sem valdi sálrænum vandamál- um. Groth segir. að arkitektar á Norðurlöndum sem eiga skömmina af því að hafa teiknað þessar óhugnanlegu blokkir. sem sjást á myndinni að ofan, búi gjarnan sjálfir á gömlum bóndabæjum úti i sveit. F.m var á feró í Kaupmannahöfn í fvrra. Þar hitti éf> pamla vinknnu mína — hún or húsameistari og reyndar einnip oröin kaþólsk. Hún Ijómaði af ánæpju yfir sjálfri sér oft veröldinni. Andi minn formyrkvaöist þegar eins og alltaf, þeftar éf> hitti fólk, sem er áberandi hamingjusamt. Það er iiiiun aö ánæfiju harns. F.n hinir fullorönu eifja að vera svolítiö sorfjtnæddir. Efi spuröi tortryggilega: Yfir hverju ert þú svona ánægö? Hún svaraöi: Því skvldi ég ekki vera ánægð? Sem kona gleöst ég yfir kvennaáritiu, sem kaþólikki er ég ánægö yfir þvi. aö páfinn skuli hafa lýst áriö 1975 heilagt ár, og sem húsameistari fagna ég húsfriöunarárinu. F.g varö enn daprari. F.g hugsaði sem svo: Megi hún vera alsæl yfir hinu kvenlega og kirkjulega á þessu þrefalda merkisári. En yfir byggingarlistinni? Fyrir hug- skotssjónum míniirn birtust margir hinna hryllilegu steinkumbalda, sem þessi manneskja haföi feiknaö — nútímaleg hús, sem þegar voru á leiöinni frá tilbreyt- ingarle.vsinu til niöurníóslunnar, þó aö þau væru skárri en einbýliskassarnir í Noregi. En viö nánari umhugsun minntist ég þess, aó verndunarárið varðaöi ekki þaó, sem húsaineistarar hafa verið aö byggja sióastliöin fimmtíu ár — þaö ber öllum saman utn það. að mest af því verði að jafna við jöröu. Þaö eru eldri byggingar, sem á að vernda, ekki sízt þær, sem þessir sömu húsameistarar fordæmdu fyrir tíu árum og fengu borgar- og bæjarstjórnarmenn í lið með sér til að rífa niður. Er þaó hugsanlegt, að árið 1975 eigi að verða ár iðrandi syndara, skriftamála þeirra, sem sviku fegurðina? Myndum við fá að sjá hina ævinlega rétttrúuðu, hina alvitru og hrokafullu húsameistara krjúpa við hina nýreistu skriftastóla? Þetta er of gott til að geta verið satt. Og þó: Við hinir dauölegu höfum loksins fengið tækifæri gagnvart drambi fagmennskunnar, sem ber ábyrgð á mesta fagurfræðilega ósigri veraldarsögunnnar. Okkur vefst skiljanlega tunga um tönn og leitum að vitnum, sem eru skynbærari en við. Og þeir sem leita, munu finna, Hið himinháa nef fag- mennskunnar hntgur niður á við, og í dag snýr það í samræmi við eigin naflaskoðun. Um heim allan ganga húsameistarar í dag fram á sviðið og segja: Okkur urðu á mistök! Viö höfðum á röngu að standa! Á langri ævi hef ég velt þessu vandamáli fyrir mér: Hvers vegna og hvernig glataðist hið eðlilega fegurðar- skyn? Eg mun síðar varpa fram haldlausum kenningum um þetta efni. En ég man vel eftir fyrsta áfallinu, sem vakti tor- tryggni mína gagnvart uppreisnarmönnunum meðal húsameistara. Ég hlýt þegar snemma á ævinni að hafa haft grun um grundvallarmuninn á stfl og hugmyndum. Ég reyndi að skilgreina þetta og fann að iokum formúl- una: Stillinn er eingyðistrú fegurðarinnar — þannig á það að vera og ekki öðruvisi, og það er bara einn Guð. Hin fagurfræðilega trú, hinar viðteknu reglur, sem myndlistarmenn fara eftir, var ekki óbifanleg, en allar hreyfingar voru áður gætilegar og hægar. í þvi efni var ekki spurt, hvers vegna og svarað þess vegna. Hugmynd- in er hættuleg, því að hún skapar hugmyndafræði í staðinn fyrir stíl. Þannig fengu menn steina fyrir brauð: nytsemi, hagkvæmni, hið hreina gagn, hina beinu fyll- ingu þarfar, þjónustu við tilgang, hina byggingarlegu strípihneigð, ofurveldi og kúgun byggingarefnisins. Fyrstu kynni mín af þessari villukenningu urðu, þegar ég var ungur stúdent — árið 1927. Það var í maí. Veitingahúsið Skansinn var opnað, og það var öl á boðstólum og umhyggja notaleg í vorsvalanum. Þá tók ég fyrst eftir hinum hryllilega, gula kassa með ferhyrndum búðargluggum og ávölum vesturgafli — og það fór hroliur um mig. Okkar færasti nýtistefnu húsa- meistari, Lars Becker, hannaði bygginguna. Saga bygg- ingarlistarinnar — hinnar norsku — sýnir þessu tíma- mótaverki enn sérstakan sóma, en auk sinnar eigin herfilegu ásýndar náði byggingin að eyðileggja dýrgrip okkar, Akershusvirkið. En nú — 50 árum síðar — hefur almenningsálitið afneitað sögu byggingarlistarinnar. Kassinn hefur verið jafnaður við jörðu, án þess að heyrzt hafi saknaðarstuna. Vitringarnir, sem hófu kassanr. til skýjanna, hafa ekki einu sinni skrifað um hann eftir- mæli, þó að þeir á sínum tíma hafi jafnað þessu snilldar- verki við nýsköpunarverk endurreisnartímabilsins og talið það marka aldahvörf. í nafni réttlætisins verður að taka fram, að Lars Becker hefur einnig byggt snotur hús (Ekebergsveitingahúsið o.fl.). „Hvað er sannleikur?" var einu sinni spurt. En hvað er fegurð? Forðum daga var orðið mikið notað, en á tfmum tveggja kynslóða hefur sjálft hugtakiö visnað eða önnur orð hafa verið tekin upp í stað þess. Fegurð er hugtak, sem eigi aðeins er stöðugum breytingum háð bæði í myndlist, bókmenntum og byggingarlist, heldur er jafn- vel í andstöðu við þá hluta listarinnar, sem leita skilnings og sannleika. Ég mun síðar vikja að hinni fagurfræðilegu kenningu minni. Það, sem gerðist á þriðja áratugnum og í stuttu máli er kallað sigur nýtistefnunnar (funktionalismans), verður ekki lagt að jöfnu við neina stilbreytingu. Það var fráhvarf frá hinu eðlilega fegurðarskyni, frá hinni æva- fornu löngun okkar til að skreyta híbýli okkar, löngun, sem hefur fylgt byggingarlistinni frá tímum hellisbú- anna. Þessi byltingarkennda hreintrúarstefna — eða óhóflega siðavendni — varð á fjórða áratugnum bæði Vinkelrette torturkamre til mennesker af kod og blod ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.