Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Side 6
Seagrams byggingin í New York eftir arkitektinn Mies van der Rohe, sem sagt hefur: „Það skiptir engu máli, hvað maðurinn á götunni hugsar; þú, arkitektinn, verður að hugsa fyrir hann." Groth telur Mies van der Rohe fulltrúa hins ískalda „kliníska" stíls. Fljótt á litið er hér harla venjulegt hús, en þó markaði það tímamót. Hér er það fræga Bauhaus í Dessau í Þýzkalandi, sem Walter Gropius teiknaði, en hann var talinn höfundur „funksjónalismans" sem sfðar hefur orðið ráðandi stefna í byggingarlist samtímans. Hér var öllum óþörfum skreytingum hafnað og notagild- ið eitt látið ráða utlitinu. £3£L t r • • i ...........................................y-A-rll' .'m rwfw m m m m tw m m œ *w m *■ m M-im n -im-im. m m ,» m M löt» Æ iw»* m i~ in iu m iu in iu « Hi »8 ta m iu is iu in iss is iu «» ía *m »u m rx iu »k ik ir im m m ium t*m »« -- IB IR IP Iff II II WP tm m m fi ib 4B -IB-II! si 4B-4«-4í » ii li H II n ll n II || ««i iwE2u tttm *m m iwi? ?v«w m tm m »m m m m m m m. im fx-m -m *w m m m m m tm m m m m m m mic twin »n *m »v.-* txim ,m iu ib ic ta iu m iu ts n » n ib u iu n is n iu -m »k i» ir ir ik ih m im n; »« wn ittm «n -.m iutm ,« iff (i ii i II i II m -w m i f P m •» in ms m ss m m •» 11 ie m 11 m n m m iwn twm *n *■ *vvr *-«•» tm m »n »p m «w m »n m m m e* m « •» *»» m m m-M-m fm m «n m m »n «» »n m «n «m »« wi* twm «n *■ .m IU is ISS I* ItS IS ;u 18 i» rX ■ !3 «n 18 IS 18 IS 18 IB IS 41 fS >1 «S IR B 1» IR IM IX IM »8 iR háW IwW ,■ »n tuvr :**m «*• m !■ tt!-IW» *■ »■ !.■tm SE-UB-II-H «9 Ht n wi !B * w »i .u l« » 4l » l« ** IS in *n twrss rwm «« rP *wrsr imiv »n tm m m «ss m tw m m 4s-iR-iu is-M-ai-ip .*s-«n-«n-4i In -*n m tm m m m m iwm iwtn «n «■ I4S »» iu »B 18 18 IU 18 *■ 18 IS 18 IB 18 8 IU IS-Mi-tV IK IX IX IX 1» IX IX IX «V IWUI /UfW «n "wm lutr .» !P *» »•» •■ •» !« !P « *" fc -Ki-l* 41 ll-n 4« -ip » i«-» m 'u ln ll ll II {«1« n li m m tum^xum »n Blokkina hér að ofan átti a8 byggja i Alesund i Noregi. en á lokastigi undirbúnings áriS 1973, var hætt vi8 bygginguna vegna mót- mælaöldu Útlit þessa húss er þá IviS skárra en á löngu blokkinni i BreiSholti, sem sést á myndinni til hægri — og enginn mótmælti, þegar hún var byggS. á smásjárrannsóknir líffræðinganna — þannig á að kanna borgarlífið. Bærinn, borgin, hinn eðlilegi sam- komustaður mannanna, er griðastaður fjölbreytni og sundurleitni. Jané Jacobs er að sjálfsögðu ljós hin gífurlega þörf á stöðugt fleiri (og ódýrum) bústöðum. En hún heldur því fram, að vandamálin verði að leysa frá sjónarmiði „marg- breytni“. Skilgreining hennar á hrörnun íbúðarhverf- anna og gangi hennar eru skarpleg, sálfræðileg könnun. Hún gerir sér grein fyrir sjúkdómi borgarhverfisins og batahorfum eins og fær lyflæknir. Að lokum rennur það upp fyrir okkur — án þess að bókarhöfundur hafi sagt þaó — að vesöld nútímans sé ekki sök húsameistaranna. Gallinn er sá, að húsameisturunum eru falin of stór verkefni, allsherjar verkefni, sem honum sé um megn að leysa. Brasilía er eitt dæmið: Hin steinrunna borg. Og hverjir afmarka og móta verkefnin? Það gera stjórnmálamennirnir. Á sama hátt og hinir þjóðkjörnu héldu, að málfræðingarnir væru hinir réttu til að hafa forustu um norska málþróun, fólu þeir í einfeldni sinni húsameisturunum að teikna dauðar borgir á pappírinn. Hin lffshættulega takmörkun sérfræðiþekkingarinnar og ofmat á sjálfri sér leiddi til ófarnaðar á báðum þessum sviðum. 1 þjóðfélagsgagnrýni okkar höfum við vafalaust oft vanmetið raðhúsalengjur kolanámumannanna í hinum endalausu götum til dæmis í Newcastle. Við nánari athugun — og við lestur bóka D.H. Lawrence — sjáum við, hvernig slíkt þéttbýli verkamannanna fól í sér marga kosti. Fólk þekkti hvað annað, allir áttu sina litlu garða að húsabaki — jafnvel hryggðarmyndir alkóhólsins hurfu skaplegar inn í umhverfið en í hinum miskunnar- lausu lyftum og göngum risablokkanna. öreigaskáldið okkar, Oskar Braaten, þekkti Grábeinsgarðana í Ösló og fór ekki dult með það, hve viðkunnanlegt það var í vaskahúsunum í kjöllurunum, þegar konurnar hittust yfir þvottabrettunum og trúðu hver annarri fyrir einka- málum sínum og vonum. En auðvitað verður að gjalda varhuga við rómantískum lýsingum á þessum ömurlegu bústöðum. Það er því ekki erfitt að skilja hina félagslegu hug- sjónastefnu eftir fyrri heimsstyrjöldina, sem vildi rífa gamla draslið og byggja hina nýju, hreinu borg með reglustiku, hið sóttvarða, ósvikna hús og hinn fjárhags- lega viðráðanlega og skrautlausa bústað. XXX En af hverju fór allt úrskeiðis? Og hvað var að húsa- meisturunum? Áður fyrr unnu þeir samvizkusamlega innan hins stílfræðilega ramma samtíðarinnar. Breyting- ar gerðust hægt, en á nokkrum áratugum undirbjuggu þær timabil nýs og einráðs byggingarstíls. Bygginga- meistarar og eigin húsasmiðir með hóflegan metnað byggðu hús eftir vissum reglum og venjum, en oft samkvæmt lögmálum tilviljunarinnar. Helzt átti húsið að vera snoturt, og það voru engir vandlætarar á ferðinni, sem gagnrýndu hlutverk ibúðarhússins sem stöðutákns eða höllina sem tákn um vald og undirokun. 1 nokkur þúsund ár hafði skraut og viðhöfn verið eðlilegur hluti fegurðarinnar. Næm tilfinning fyrir smáatriðum og formum þróaðist, og jafnvel íburðarmikil fegurð var einnig þeim til ánægju, sem ekki bjuggu í höllunum. Menn horfðu á skartið. Og sjónin er einnig athöfn. Stóll hefur aðeins eitt hlutverk, sögðu meistararnir á þriðja og fjórða áratugnum: hann er til þess að sitja á eða i. En þeir stólar, sem maður situr ekki á, hafa annað hlutverk: þeir eru til að horfa á! Því gieymdu þeir, sem skópu stálhúsgögn og aðra nútíma óskapnaöi. Því gleymdu einnig þeir, sem byggðu einbýlis- og fjölbýlis- hús. Eigi að síður hlýtur eitthvað annað að hafa komið fyrir húsameistara okkar en flutningur frá heimi „saklausra" skrautumgjarða til hugmyndafræðilegrar uppreisnar gegn fortíðinni. Það var í tengslum við þróun annarra listgreina — sérstaklega við kúbismann. En byggingar- listin var í sérstöðu — hún var einnig til hagnýtrar notkunar. Hafði hlutverk húsameistarans allt f einu breytzt? XXX Hiutverk húsameistarans var um aldir að byggja eitt- hvað fallegt, sem hentaði húsbyggjandanum. Starf hans var ekki að hafa neinar skoðanir, hvorki á konungdæm- inu, valdhöfunum eða þjóðfélagsmálum. Það voru aðrir sem töldust betur til þess fallnir. Ef einhver húsameist- ari lét í ljós skoðanir sínar á stjórnmálum á timum l’ancien regime, var hann samstundis hálshöggvinn og höfuðið sett á stöng — en sá siður hefur smám saman verið lagður af. Mannabústaðirnir bera lifnaðarháttum vorum vitni — gott eða slæmt. Á þriðja áratugnum hurfu húsameistar- arnir frá teikniborðum sínum, lögðu eyrum að rödd tímans og tðku sjálfir að hafa skoðanir! í því lágu mistökin. Áður gátu þessir menn teiknað, eða þeir gátu það ekki. Þeir höfðu sérþekkingu á hinu listræna sviði. En nú vildu þeir ekki aðeins teikna okkar hús, heldur lfka hafa sfnar meiningar um það, hvernig við ættum að lifa í þeim, og hverjir ættu að búa í þeim — vissulega afar athyglisverð málefni, en allsendis ,fyrir utan verksvið húsameistarans. Það tókst ekki að fá húsameistarana til að halda sér innan marka sinnar iðnar. Þeir samræmdu sérfræði annarra, tækni hvers konar, félagsleg og fjár- hagsleg vandamál og verkfræðistörf — allt saman sér- greinar, sem þeir höfðu ekki undirstöðumenntun í. Þeir urðu óþolanlegustu fúskarar allra tíma. Nær ótrúlegt ofmat á sjálfum sér ásamt viðeigandi drambsemi og hroka tókst þeim að tileinka sér. Einn af helztu fulltrúum hinnar isköldu, „læknisfræðilegu” byggingarlistar, Mies van der Rohe, segir á einum stað: „Það skiptir engu máli, hvað maðurinn á götunni hugsar. Þú, húsameistarinn, verður að hugsa fyrir hann.“ Þessi þróun í átt til alvizku f öllum mannlegum og þjóðfélagslegum efnum náði hámarki sínu I lok sjöunda áratugsins. Stúdentar við háskóla í byggingarlist hættu að teikna hús. Þess f stað ræddu þeir þjóðfélagsmál. byltingu og pólitísk fagnaðarerindi. Norska sérfræðiritið „Byggekunst" varð á þessum árum eina kímniblað eða skopblað landsins — að vísu óvart — fullt af fagurfræði- legu búktali og óskiljanlegum erlendum orðum, sem sótt voru til félagslegra gervivísinda. Hinir ólánsömu stúdent- ar í byggingarlist frá þessum árum og hinir byltingar- sinnuðu skriffinnar í byggekunst marka hin rökréttu endalok þeirrar þróunar, sem hófst á þriðja áratugnum. Húsfriðunarár það, sem nú er lokið, er tákn þess, að við leikmenn höfðum á réttu að standa. Niðurlag f næsta blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.