Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1976, Blaðsíða 9
Sáparinn kom þá til mín með annað eintak af sama tölublaði. „Nú, svo að þið eruð áskrifendur að tveimur eintökum", sagði ég. „Nei,“ sagði sáparinn, „bara að einu, en þegar eitthvað sérlega smellið Ör í blaðinu, kaupir meistarinri eitt í viðbót í lausasölu á næsta horni." Að Albert Engström skyldi ekki þurfa að bíða í áratugi eftir að verða þekktur og metinn, átti hann sem sagt sápurum og rökurum að þakka. I átta hundruð eða nær þúsund rakarastofum í Sviþjóð sátu Sviar í áratugi og skoðuðu teikningar Alberts og lásu textana fyrir neðan, en lásu siðan frásagnir hans og spjöll inni i blaðinu. Á þeim tima hafði meiri hiuti sænsku þjóðarinnar ekki efni á að vera áskrifandi að vikuritum eða kaupa bæk- ur. Vinnudagurinn var of langur og strangur til þess, að menn hefðu ýkja mikla löngun til að ástunda listir og bókmenntir að honum loknum. En með- an menn biðu hjá rakaranum, lásu þeir „Strix" og þar kynntust þeir á mildan og skemmtilegan hátt sjálfum sér, einkenn- ur þjóðar sinnar, skopskyni sínu, hinni mergjuðu og klúru fyndni sinni, raupi sínu og gorti, óhófi sínu og brennivíns- þorsta, ást sinni á dýrum og blómum, hinu landfræðilega imyndunarafli sínu, útþrá sinni, lagni sinni og uppfinninga- semi, viðkvæmni sinni og angurværð. Þannig horfðu menn í hinn bókmennta- lega og listræna spegil Alberts Eng- ströms, en bæði var hann samtimamaður þeirra og svo snjall og hugkvæmur, að í formi dægrastyttingar öðluðust menn skilning á því, hvað væri átt við með snilli, smekkvísi, hnyttni og hugkvæmni. Og hvaða gildi gat slík reynsla haftO Melal annars hlaut hún þó að stuðla að sjálfsþekkingu. Og að læra að þekkja sjálfan sig i list og bókmenntum er, að því er ég bezt veit, eina færa leiðin til að kynnast sjálfum sér. Þýðing slíkra kynna varð mér allt í einu ljós, þegar ég ræddi eitt sinn við lamaðan mann, 83ja ára gamlan. Hann hafði unnið við sprengingar í námum, það var líflegt og spennandi starf. „Og hér ligg ég nú. Ég er ekki svo mikill heimspekingur, að mér geti dottið neitt í hug til að bæta kjör mannfólksins. Ekki get ég farið í leikhús. En það eru til bækur,“ sagði hann, „og myndir, það er að segja myndir, sem búa yfir einhverju, einhverju sem sálin vil) lðta f té. En maður verður að byrja snemma að lesa í lífinu, ef lestur á síðan að geta komið i stað þess, sem maður missir. Ég meina ekki beint sem uppbót, heldur til að komast á æðra og frjálsara svið. I gamla daga las ég allt, sem Albert skrifaði." „Afsakið. Hvaða Albert?" „Hvaða? Er til nema einn?“ spurði sprengingameistarinn. „Ég hélt áfram að lesa Strix, meðan hann var í höndum Albert$, en siðan las ég bækur hans. Ég las þær allar . . . Ef þér hafið lesið At Ilaeklefjall og Ránningehus til dæmis, þá hljótið þér að viðurkenna, að það er aðeins til einn Albert. Af Albert lærði ég að sjá sjálfan mig og félaga mína tilsýnd- ar, frá almennum sjónarhóli, ef svo má segja, og sjá náttúruna með augum lista- mannsins eða að minnsta kosti eitthvað i þá áttina. Og þegar ég les nú aftur allt, sem Albert hefur skrifað og virði aftur fyrir mér allar teikningar hans, þá sé ég, að verk hans hafa miklu meira að geyma af lífi og þrótti en ég skildi í fyrstu. En merkilegast finnst mér, þegar ég nýt verka Alberts að nýju, að þá hef ég það á tilfinningunni, að ég hafi sjálfur átt þátt f að skapa þau á sfnum tfma. Og þegar sú tilfinning grípur mig, þá líður mér vel, þér megið hafa það eftir mér, Taube, og á slikum stundum finn ég ekki fyrir þvi, að ég sé lamaður, ég gleymi því alveg!“ Á öðrum stað Undir fíkjutrénu segir Taube frá því, er hann heimsótti Albert Engström fyrst á búgarð hans, Grissle- hamn í Roslagen: „Þegar ég kom þangað 1915, var þar islenzkur hestur á beit. Albert hafði haft hann með sér úr hinni frægu ferð sinni til íslands, en hún var eitt af mestu ævintýrum lífs hans og um hana má lesa OHtf&c/a mii Ícvt,- *■ !Éh| "3SS* r; mjf&tcsniuruL -niiíi ítbrn \na €-ihh. 't&rhS 'Utinx nrátsúnj d/cMt i ö/r/iicmé nuji/&nÓM)ui ^ * • -'V) v 1V iSSíS5í»8stk,< N Tvœr myndskreytingar Everts Taube úr IjóSa- og teikningabók hans, „Min álskling du ár som en ros". Þar eru léttar og rómantiskar teikningar og viðkomandi IjóS skrifaS með gullfallegri rithönd Taubes. SumstaSar málar hann skreytingarnar á vi8, en utkoman verSur alltaf látt og Ijóðræn. zar: Wcf/n.oLcnJ)íafC J'ifia Ji /?/ Áirrt inn ■föcía c Mai dia • uc tui'naf furje fihfi Júruutd&n ptí l/intfa {rrMf /ooa ■*jfk ndi Jin nihjj/cL /uz/jcí ' \ Evert Tiiube FLICKAN I HAVAWA Flickan i Havanna, hon har inga pengar kvar, sittcr i ctt fönster, vinkar át en karl. Kom, du glade sjömatros! Du skall fá min röda ros! Jag ar vacker! Du ar ung! Sjung, av hjartat, sjung! Flickan i Havanna '' stanger dörrn av cedertrá. Sjöntannen ár inne, flickan pá hans kná. Vill du bli ntitt hjártas kung? Har du pengar i din pung? Jag ár vacker! Du ár ung! Sjung, av hjártat, sjung! Flickan i Havanna hörer dá en sjömans röst: Pengar har jag inga, men en sak till tröst. Och utur sin jacka blá tager han det hon skall fá. Du ar vacker! Du ár ung! Sjung, av hjártat, sjung! Flickan i Havanna skádar dá med tjusad blick ringen med rubiner, som hon genast fick. Ringen kostar femton pund! Stanna du - en liten stund! Jag ár vacker! Du ár ung! Sjung, av hjártat, sjung! Flickan i Havanna, hon har inga pengar kvar, sitter i ctt fönster, vinkar át en karl. Handen prydes av en ring och kring barmen crépe de chine. Jag ár vacker! Jag ár ung! Sjung, av hjártat, sjung! f hinni ódauðlegu bók „At Hacklefjáll", en það er bók, sem ég les aftur og aftur. Þar nýtur höfundur sfn vel við lýsingar á náttúrunni og þjóðlífinu, og bókin er reyndar á sinn hátt skóli fyrir blaða- menn. Albert Engström var frábær ferðabókahöfundur, en hvergi tekst hon- um eins vel og í bókinni Át Hácklefjáll. Hann tók miklu ástfóstri við ísland, og það er skiljanlegt, þvi að hann var forn- norrænn að skapferli, unni hinu stór- brotna, hinu einfalda, hrjúfa lífi, sem er ógnað af óblíðri, strangri og stórfeng- legri náttúru.“ Evert Taube var oft hjá Albert Eng- ström á Grisslehamn á veturna, þegar frúin og börnin bjuggu í Stokkhólmi vegna skólagöngu þeirra. Hann segir ennfremur: ,,Á þessum árum, frá 1915 til 1918, var

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.