Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1979, Page 6
„Skrílútgáfan" á Laxdælu og „Hatursútgáfan“ á Njálu í nóvember 1942 var mál höföaö gegn Hrafnkötlumönnum, Halldóri Kiljan Lax- ness, Ragnari Jónssyni og Stefáni Ögmundssyni. í tímaritinu Helgafelli, 7. hefti 1942, birtist grein sem heitir „Hrafnkatla lendir í málaferlum," eftir Tómas Guömundsson. Hann segir aö útgefendum hafi réttilega veriö gefið aö sök aö hafa notað löggilta stafsetningu á bókina. „Sýnir Þetta Ijóslega, aö íslend- ingar hafa „húmor“ á borö viö hverja sem er, en eins og títt er um þá, sem eru „humoristar“ aö eölisfari, verður þeim oft ekki Ijóst fyrr en eftir á, hvenær þeim hefur tekist best upp. — Munu menn bíða dómsúrslitanna meö nokkurri eftírvæntingu, pví pótt dómarinn muni aö vísu geta komist hjá pví aö skera úr um paö, hvort stafsetning íslenska ríkisins sé útaf fyrir sig á pá lund, að almennt sé ábyrgðarhluti að notast við hana, er máliö engu aö síöur fróölegt, par sem niöurstaða dómsins virðist velta á pví, samkvæmt lögum peim, sem kæran byggist á, hvort Hrafnkels saga Freysgoða sé skrásett fyrir eða eftir 1400, en höfundi hennar hefur láðst aö taka nokkuð fram um paö, og er honum pað nokkur vorkunn, par sem hann bjó hana ekki sjálfur undir prentun. Segir paö sig sjálft, aö paö væri mikill léttir fyrir fræöimenn vora, ef sá háttur yrði tekinn upp, aö láta dóm ganga um pessi og önnur vafaatriöi í sögu vorri og bókmenntum, og er óskandi aö tilraun sú með Hrafnkötlu, sem nú hefur veriö gerö, megi takast það vel, aö framhalds megi vænta af slíkum sögurannsókn- um.“ í undirrétti voru þeir Halldór, Ragnar og Stefán sekir fundnir og gert aö greiöa 1000 krónur í sekt. Meö dómi Hæstaréttar 9. júní 1943 voru þeir sýknaðir. í forsendum dómsins segir meöal annars: HALLDÓR LAXNESS og útgefandi hgns, RAGNAR JÓNSSON. Skáldinu þótti undarlegt, að Alþingi vœri oröiö vettvanxur bókmenntalexrar xaxnrýni. „Loksins liggur þá prentuð fyrir fram- am mig útgáfa sú af Njálssögu, haturs- útgáfan svonefnda, sem boðuð var í fyrra. Almenníngur mun vafalaust taka þessu mcð hrifníngu í nokkurnveginn réttu hlutfalli við göfugan tilgang þeirra manna, sem að útgáfunni standa...“ „Samkvæmt 67. gr. stjórnarskrárinnar skal vera prentfrelsi hér á landi, en pó svo, aö menn verða aö bera ábyrgö á prentuöu máli fyrir dómstólum. Ritskoö- un og aörar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiöa... Með pví aö áskilja ríkinu einkarétt til birtingar rita pessara og banna á pann hátt öðrum birtingu peirra, nema að fengnu leyfi stjórnvalda, hefur verið lögö fyrir tálmun á útgáfu ritanna, sem óheimil verður að teljast samkvæmt 67. gr. stjórnarskrárinnar. Verður refsing pví ekki dæmd fyrir brot á ákvæðum 2. gr. laga nr. 127/1941.“ Skal þá vikið aö frumvarpi Kristins. Um þaö voru miklar umræður og fóru mjög í hiö sama far og 1941. Meginrök flutnings- manns voru þessi: Þaö er vafamál, hvort það er samræm- anlegt ákvæöum stjórnarskrár um prent- frelsi að taka einstök rit út úr og gera dóms- og kennslumálaráðuneytiö að ritskoðunarstofnun. Þaö er fjarstæöa, aö íslenska ríkiö geti tekiö einkarétt á útgáfu fornritanna, enda hægt aö gefa ritin út erlendis. Þaö er ekki til samræmd stafsetning forn, heldur aöeins tilraun síðari tíma manna til þess aö hafa forna stafsetningu á fornritunum. Jónas Jónsson haföi einkum orð fyrir þeim sem voru móti frumvarpinu. í sama streng tóku Þorsteinn Dalamaöur, Haraldur Guömundsson, Páll Hermanns- son, Gísli Jónsson og Bjarni Benediktssn, sem ræddi mest um lögfræðilega hliö málsins. Kristinn héit fyrst lengi einn uppi sókn gegn lögunum frá 1941, en síðar í umræöunum kom kom Magnús Jónsson til liös viö hann svo um munaði. Menntamálanefnd þríklofnaöi um máliö. Einn minnihiuti (Kr. E. A.) lagði til að frv. yröi samþykkt. Annar minnihluti (Eiríkur Einarsson, formaður nefndarinnar), vildi vísa því til ríkisstjórnarinnar til nánari athugunar. Þriðji minnihluti (Jónas Jóns- son) vildi fella frumvarpið. Eiríkur taldi, aö lögin frá 1941 væru of einskoröuð og þröngskoröuö, en hlnsveg- ar bæri aö halda vörö um fornritin „svo aö ekki keyri úr hófi í meöferö okkar á peim.“. Jónas komst m.a. svo aö oröi í „nefndaráliti:“ „Ég legg til, aö frv. það, sem Kristinn Andrésson ber fram fyrir fornritaútgáfu Ragnars Jónssonar og Halldórs Laxness veröi fellt. Alpingi hefur tekið á sig ábyrgðina um, aö fornritin verði ekki gefin út í skrílútgáfu. Reynslan sýnir, aö menn úr rithöfunda- stétt landsins standa að pessum skemmdarverkum og varö ekki trúaö fyrir neinni verndun. Reyndin sýndi ennfremur, að meirihluti fastra starfs- manna við norrænudeild háskólans var líka lítt fallinn til aö rísa gegn skrílútgáf- um fornritanna." Þorsteinn sýslumaöur sagöi, að Laxdæla Kiljans heföi orðið Dalamönnum Um moldviðrið á Alþingi 1941 útaf fornritaútgáfu Halldórs Laxness. Eftir Harald Guðnason. Síðari hluti. Jl þau met sem hægt erað til leiöinda og vansa. Nú væri talaö um Njálu í svipaöri útgáfu. Þó sætt væri semeiginlegt skipbrot, vildi hann óska þess, aö sá kaleikur mætti víkja frá Rangæingum. Kristinn sagöi, aö Jónas hefði sjálfur brotiö þá reglu sem nú mætti ekki hagga viö. Hann hafi í íslandssögu sinni handa barnaskólum „síteraö" setningar eftir minni. Þetta sé öll alvaran bak viö verndartalið. í svarræðu Jónasar mælti hann m.a. á þessa leiö: „Hins vegar getur petta fornritaútgáf- an nýja) veriö einn páttur í byltingar- plani peirra (Kommúnista), aö eins og peír vilja leysa upp heimilin meö pví að setja inn á pau óviðkomandi menn, sem geta hleypt öllu upp, pá vilji peir einnig draga íslendingasögurnar þannig niöur í sorpiö, aö menn fái skömm á peim.“ Um flutningsmann frumvarpsins (Kr. E. A.) sagöi Þorst. Þorsteinsson, Dalaþing- maður: „En hinn pátturinn er paö, aö einhvern vegínn aö ófyrirsynju hefur hann komist aö pví aö verða ritstjóranefna að tíma- ritskorni (Tímarit Máls og Menningar, HG), sem er kunnugt aö peim endem- um, aö paö hefur birt árásargreinar og níðgreinar um fjölmennustu og best mönnuðu stétt alpýðumanna á voru landi, bændastéttina. Og einhvern veg- inn hefur paö oröið pannig, aö hann hefur fengið mann (Halldór Laxness, HG), sem hefur öölast pá ónáttúru aö skrifa níö um pessa stétt, til aö skrifa í petta tímarit, jafnvel pó aö þeim manni hafi veriö klakiö út af«bændastéttinni komið upp og hann kostaöur til mennta af fé bænda, fé foreldra hans, sem höföu sparaö sér saman fé meö iöjusemi viö pau störf.“ Slíkar kveðjur fengu utanþingsmenn í þá daga frá háttvirtum þingmönnum. Magnús Jónsson var fjarstaddur nokkra daga. Hann kom inn í aöra umræöu málsins. Hann sagöi í upphafi fyrri ræöu sinnar: „Þegar petta Alpingi er búiö aö sitja í 102 daga, ætlar pað að fara aö setja setja utanklepps á f þessa undrarófu á halann á sjálfu sér... Peir sýnast ætla aö standa meö pessum lögum, sem ekki treysta íslendinga- sögunum til aö lifa. Þær eru nú orönar 6 til 7 hundruö ára. Þær hafa veriö skrifaöar, og pær hafa verið afbakaðar... Þannig eru pær komnar fram á okkar daga. Þær hafa farið út um heim, og held ég, aö pær hafi aldrei vakiö annaö en athygli. Og alltaf hafa pær veriö án verndar Alpingis. En nú rís Alpingi allt í einu upp eins og þeim sé voöi búinn, ef ekki eru allt í einu sett lög um útgáfu peirra. Mun paö vera ný útgáfa af Laxdælu, sem kemur svona illa við petta hálfdeyjandi Alpingi... Alveg eins og paö er sannfæring mín, aö Alpingi gerir sér og pjóöinni óviröingu meö pessari framkomu sinni, álít ég aö pá eigi aö pvo pennan leiöinlega blett af sér... íslendinga- sögunum er alveg áreiöanlega óhætt, ég vildi óska, aö Alpingi væri eins óhætt.“ Svo fór um frumvarpið, aö tillaga Elríks

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.