Lesbók Morgunblaðsins - 17.03.1979, Page 6
►
Smásaga
eftir Önnu Maríu
Þórisdóttur
Þaö var næstum oröið dimmt, þegar
áætlunarbíllinn stanzaöi viö heimtröð-
ina að Hálsi. Bílstjórinn lagaði kámuga
glansderhúfuna einu sinni enn, opnaöi
bílhuröina og spýtti rösklega út í skurö,
leit síöan um öxl til Stjána, sem sat í
hnipri í næstaftasta sæti, dauöhræddur
um aö komast ekki á réttan staö, því aö
hann haföi aldrei áöur komiö á þessar
slóöir og kallaði: „Þá ertu nú kominn að
Hálsi, stráksi." Og til Guðmundar
bónda, sem stóö viö vegarbrúnina: „Og
hér færöu kaupamanninn í viöbót viö
þaö, sem fyrir er,“ og hló hrossahlátri.
Hann rétti Stjána snjáða pappatösku,
sem um var bundiö snærisspotta,
skiptist á nokkrum oröum viö bónda,
lagaöi derhúfuna enn einu sinni, en
snaraðist síöan upp í bílinn og ók á
brott.
Guömundur heilsaöi komudreng hlý-
lega meö handabandi og Stjáni ramb-
aöi á aö rétta fram hægri höndina, þó
aö ekki væri hann vanur slíkum
kurteisisvenjum á sínum heimaslóöum.
„Ég skal halda á töskunni fyrir þig
hérna heim trööina," sagði bóndi.
„Tröðina?“ át Stjáni eftir í huganum.
Hann átti margt orðið ólært í sveitinni.
í eldhúsinu beiö Helga húsfreyja meö
skyrhræring og slátur á diski og spen-
volga nýmjólk í emaléraöri könnu.
„Sæll vert þú nú og hvað heitir þú
nú?“ sagöi hún hárri og skrækri röddu.
„Stj... Kristján,“ svaraði Stjáni.
Síöan dreif hún hann að matarborö-
inu, kvaö hann eflaust svangan eftir
svona langa bílferð. En Stjáni átti fullt í
fangi meö aö koma í sig hræringnum.
Hann haföi alltaf vanizt því að borða
skyr og hafragraut sitt í hvoru lagi. En
honum þótti súra slátriö gott. Hægt og
hægt mjatlaöi hann í sig hræringsskeiö-
unum á milli þess, sem hann reyndi aö
leysa úr spurningum bónda um ástand-
ið í hernuminni höfuðborginni.
Helga stóö viö eldavélina og studdi
hönd á mjööm á meöan hún beiö eftir
aö velgdist á könnunni. Olíulampi hékk
á vegg fyrir matarboröinu og lýsti upp
ómálaöar panelþiljurnar umhverfis sig
og varpaöi risastórum skuggum hús-
ráöenda á sinn hvorn vegg, en viö
fjóröa vegginn sátu „kaupamennirnir"
þrír, Alli, Stebbi og Pétur og haföi verið
harðlega skipaö aö steinþegja og hafa
hægt um sig á meðan nýi drengurinn
boröaði. Snarkiö í eldavélinni, suöið í
kaffikönnunni, dauft Ijós olíulampans og
eldhúsið hálffullt af skuggum ásamt
stööugum spurningum bóndans, sem
©
SUMARIÐ ’42
ætlaði sér sannarlega aö fræöast af
nýkomna piltinum um „Ástandiö" og
spillinguna í höfuðborginni, höföu svæf-
andi áhrif á Stjána og þar kom, aö hann
fór aö svara út í hött. Þá sprakk blaðran
hjá strákunum, sem reyndar höföu setiö
ótrúlega lengi á sér. Hlátursgusurnar
stóöu upp úr þeim í stríöum straumum.
„Já, nú fariö þiö beint í háttinn," hvein
í Helgu og strákastrollan ruddist upp
stigann í eldhúshorninu, upp á svefn-
loftið þar fyrir ofan.
Skömmu seinna fylgdi Helga Stjána
upp á loftiö og vísaöi honum á uppbú-
inn bedda, þar sem hann skyldi sofa.
Hún lýsti honum meö vasaljósi, sem
hún haföi lánað liöinu þarna á svefnloft-
inu, því aö hún þoröi ekki fyrir sitt litla líf
aö láta þá hafa olíulampa eða kerti, svo
mikill var hamagangurinn á þeim.
„Svo vitið þiö, að ég hef opið úr
svefnherberginu okkar og fram á gang-
inn og opiö inn í eldhúsið, svo aö ég
heyri til ykkar, ef þiö ætlið aö fara að
láta illa,“ sagöi hún og ógnaöi þeim
meö steyttum hnefa.
Stjáni fékk aö hátta óáreittur, en
síöan upphófst hljóöleg hrollvekja á
svefnloftinu. Hún byrjaöi með því, að
Alli, sem læözt haföi aö fótagaflinum
hjá Stjána, stakk upp í sig vasaljósinu
og kveikti á því, en Pétur og Stebbi
stundu hræöslulega: „Draugur, draug-
ur.“
En Stjáni lét sér hvergi bregöa viö
þetta: „Haldiöi, aö ég hafi aldrei séö
vasaljósa„trikk“ fyrr? sagði hann.
Næst Jék Stebbi af snilld bragöiö aö
taka af sér þumalfingurinn og Stjána
varö um og ó. Og þegar Pétur tók úr sér
gerviaugaö og lýsti rækilega á þaö meö
vasaljósinu, rak Stjáni upp lágt vein,
sem Helga lét þó kyrrt liggja, þótt hún
heyröi, þar sem ekki fylgdi meira á eftir.
Og Alli horföi stálbláum augunum
hvasst á Stjána og hvíslaði ógnandi:
„Viö erum nefnilega allir galdramenn,
næst ætla ég aö skrúfa af mér fótinn."
Stjáni sá sitt ráö vænna og breiddi
yfir höfuö og féll brátt í svefn, þrátt fyrir
dynjandi hjartslátt.
Sláttur var langt kominn á Hálsi,
þegar stykki bilaöi í hestasláttuvélinni.
,,/E, Stebbi minn, hlauptu nú inn aö
Skeggjastööum og vittu hvort hann
Sigurður getur ekki lánað mér þetta,
svo aö ég geti lokið viö aö slá árbakk-
ann í dag,“ sagði Guðmundur.
Áöur en Stebbi gæti svarað greip Alli
fram í og sagði: „Eg skal fara inn að
Hóli og vita, hvort Pálmi á þetta ekki
til,“ og var þegar rokinn. „Ég kem viö á
Skeggjastöðum á heimleiðinni, ef Pálmi
á þetta ekki,“ bætti hann viö.
Guðmundur hristi höfuöiö, hann vissi,
aö þaö var grammófónninn, sem dró
Alla heim aö Hóli, þó aö lengra væri
þangaö en aö Skeggjastööum.
En Alli hljóp léttfættur og berfættur í
gúmmískónum yfir móa og mýrar,
hugöist ekki veröa miklu lengur, þó aö
hann bætti einni bæjarleiö viö sig og
Amapóla og Rósmerí voru þegar teknar
aö hljóma í eyrunum á honum.
Á Hóli stóö gamli maöurinn við
snúning á heimatúninu, en þaö var þaö
eina, sem búiö var aö slá, Krakkaorm-
arnir veiddu lontur í fötu í bæjarlæknum
meö ópum og óhljóöum, en Fía hús-
freyja sat inni í eldhúsi meö nýtízku
járnkrullupinna í hausnum, reykti
sígarettu, drakk kaffi og skoðaði
amerísk leikarablöð. Pálmi var auövitaö
í „Bretavinnunni“ fyrir sunnan, (sem nú
mátti víst kalla „Kanavinnu").
Alli stökk lafmóöur yfir heimalninginn,
sem svaf á útidyraþröskuldinum, kast-
aöi kveöju á Fíu inn um eldhúsdyrnar og
spurði: „Má ég spila á grammófóninn?"
„Auövitaö," sagöi Fía, „ætli þér sé
það of gott.“
Alli óö inn um opnar stofudyrnar,
stjakaöi nokkrum hænum ofan af stofu-
boröinu, þar sem þær sváfu eins og á
hænsnapriki og ruku upp meö gargi og
óhljóðum við þessa truflun. Síöan
trekkti hann grammófóninn rösklega
upp og brátt hljómaöi „Rósmerí æ löv
jú“ um hænsnadrituga stofuna. Fía
birtist í dyrunum með sígarettuna í
munnvikinu og kaffibollann í hendinni
og sagöi: „Finnst þér þetta ekki sætt
lag?“
En Alla fannst þaö meira en sætt,
honum fannst þaö dásamlegt og hann
kastaði sér afturábak í vaxdúksklædd-
an bekkinn meö hækkaöa höföalaginu
og óskaöi þess, aö kellingin heföi haldið
sig í eldhúsinu, svo aö hann gæti
hlustaö í algjörum friöi.
Næst spilaöi hann „Amapóla, mæ
prittí littel poppí", en gleymdi aö tekkja
grammófóninn í millitíöinni, svo aö
síöasti hluti lagsins var rammfalskur og
drafandi, en þaö var jafnvel enn
skemmtilegra. Loks freistaöist hann til
aö spila „Rósmerí" aftur, en stökk síðan
út á tún til gamla mannsins, minnugur
erindisins, sem var tilefni komu hans aö
Hóli. Gamli maðurinn vísaði honum á