Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Síða 3
meiníngar um hann og hann hugs- aði sér fremur að ráöast einhvern tíma í aö byggja sitt eigið hús en aö leigja dýrt húsnæði. Honum fannst hann vera sterkur þegar hann talaði um þetta og þá hafði hann hugsaö sér að hann lángaði aö verða sannur maður. Hann þráöi aö reyna á sig og gera Gullu stolta af sér. Nei, hún er aö vísu ekki mjög æsandi. Augnhárin eru hvít eins og hár á kind; en náttúrlega ætti aö slá örlitlu af rökkri í háriö. Undarlegt að hún skuli ekki sjá hve hún er sviplaus til augnanna; þau hverfa næstum í bleika ásjónuna. í þessu gekk stúlkan frá borði og hélt út um salardyrnar, og hann sá að hún brosti um leið og hún gekk framhjá borði hans. Hún skildi eftir kápu sína, en veskið hafði hún meö sér og hann hugsaöi henni nafnið Ölvun. Fram aö snyrta sig? hugsaði hann og horföi á mynd sína í kaffinu. Hún var nokkra stund í burtu, en hún brosti aftur þegar hún kom inn og gekk framhjá borði hans. Hún brosir af því henni finnst gaman að leika! Af því hún er ein og veit að ég horfi á hana! Eða hvað? Hún glottir af því að hún er úng! Honum var skemmt. Er ég kannski dáldið skotinn í henni eftir ekki lengri tíma! Getur annaö eins gerst? Nú kannski... á sinn hátt. Hann sat kyrr í nokkra stund, en hann fann að hann var oröinn rauöur í framan og hann hugsaði sér að hann skyldi einnig fara fram. Ég finn að ég verð að yfirgefa hana um stund meöan ég vík fram til að kasta af mér vatni, og þaö er rétt af mér aö kalla hana fröken Ölvun af því aö hún er ölvuð og með glampa í augum. Þegar hann kom fram á salerniö og leit niður á vatnið í toilettskálinni hugsaði hann sem svo: Þaö stendur ílla á fyrir henni í dag. Þess vegna er einhver ýfíngur í sálarlífi hennar, þess vegna eru glampar í augum hennar; einhverjar óstýrilátar tilfinníng- ar? Honum leiö vel og hann fann til þess hve úngur hann var. Hann leit í spegilinn og hló nú hljóöum hlátri af styrk sínum og horföi á blóðug bréf velkjast í skálinni. Hann hugsaöi án tepruskapar og vissi aö bréfin voru ötuð blóði úr skauti hennar. Mann hefur svo oft lángaö að vera djarfur við kvenfólk, helst aö geta hlegið án allrar feimni eins og sumir gera, svo að Ijómanum slær um þá. Hvað tekur við af hverri stund? Hver veit um slíkt? Það er gott aö enginn veit neitt um annaö eins og að lífiö verður ekki mælt með neinum kvöröum; og hvern- ig er það ekki í ótal myndum sínum! Sumir eru allt sitt líf eins og drukknir af þeim ævintýrum sem alls staðar bíða þeirra; og hvað getur ekki gerst! Þegar hann gekk í salinn var hann heilt uppljómaöur af aö hugsa til þess hversu úngur hann væri. Lífið, ölvunin, tilfinníngarnar, stórfljótin, ævintýrin, ferðalögin, hugrenníng- arnar sem eru óviöjafnanlegir flugeld- ar hins innra heims mannsins á ægiferö sinni út í hinn endalausa alheim. . . En Ölvun var ekki ein við borð sitt. Við borð hennar sat nú önnur stúlka á svipuðum aldri og tveir menn klæddir einkennisbúníngi sjóliöa. Allt í einu spurði hún þá erlendu að einhverju og síöan hlógu þau öll. Guðjón horföi tómlega á kaffiö í bolla sínum því það var bæði staönaö og kalt. Ekkert þeirra við borö Ölvunar Framhald á bls. 14. Aö leggja fjölmiölana aö fötum sér Einatt gledur pad hjörtu vor, þegar landinn er aö vinna stóra sigra; slá í gegn og veröa heims- trægur heima hjá sér, — eöa aö minnsta kosti vel metinn í sinni sveit. Til aö svo megi veröa, parf maöur annaöhvort aö sparka bolta betur en aðrir menn, eða að vinna stórfenglega Ustraéna sigra aö viðlögðum Nobelsverölaunum. Þriðji kosturinn og sá langbezti er að raula dulítiö meö gítar sér viö hlið, eöa yfirhöfuð vera oröaður við poppmúsík og umfram allt: Að gefa út plötu með sjálfum sér. Þá et aöeins eftir aö sigra pressuna; slá í gegn svo um munar á síöum blaöanna, komast í alla hugsanlega pætti í útvarpinu og gjarnan aö sjást í sjónvarpinu. En paö er auövelt og kemur af sjálfu sér. Sá sem raular eitthvaö inná plötu, veröur næstum sjálf- krafa ástmögur pressunnar og útvarpsins. Dagblööin viröast hafa komizt að peirri niöurstööu nýverið, að enginn nenni nú leng- ur aö lesa pau hvunndags. Þess- vegna er allt kappiö lagt á bólgin sunnudagsblöö, par sem poppur- um og öðrum ástmögum presa- unnar er ekki boöiö uppá minna en svo sem opnu viðtöl. Eins og við er aö búast, segja peir nokkurnveginn pað sama í peim öllum. Myndirnar sem peir fá af sér eru stærri en landsfeöurnir fá af sér með áramótaboðskapnum og nægir hór og nú að minna 6 Megas eða Jakob Magnússon og nú nýveriö Magnús Eiríksr >n. Fyrir utan poppara og raulara sjást aftur og aftur á síðum sunnudagsblaöanna, svokallaðir „pekktir borgarar“, lesendum til ósegjanlegrar gleöi. Sumir peirra hafa áreiöanlega tíu sinnum leyst frá skjóöunni á síöasta áratugi og eru orönir svo heimsfrægir á íslandi aö lengra verður ekki komizt. Nú bíö ég með ópreyju ettir næsta segulbandsviötali í helgarblaði Vísis og vona aö paö verði langt. Tíunda viötalið viö Friöfinn í Háskólabíói var dásamlegt og nú vona óg aö maður verði ekki dreginn alltof lengi á löngu viötali við Guðrúnu Á. Símonar. Svo er tæplega vanzalaust hvaö langt er síöan hefur heyrzt af heimilishög- um hjá Ragga Bjarna og Gunnari Þóröar, ellegar Flosa Ólafs, Róbert og Rúrik og öllum bless- uöum elsku leikurunum. Maður fer að verða órólegur og getur ekki á heilum sér tekiö, pegar hvorki koma vikum saman viötöl né myndir af fólki í blööun- um, sem á aö vera par, allt frá Gunnlaugi Þórðar, Örlygi málara og Indriða til peirra í Mannakorn- um og yngstu poppflokkunum. Þó er bót í máli og mun lengi veröa minnst með fögnuöi, pegar einum af oss, Helga Péturssyni á Dag- blaöinu, tókst aö vinna fjölmiöla- sigur áratugarins snemma í maí. Helgi er ágætur drengur og alls góðs maklegur og raular ósköp pokkalega lagiö hans Þórarins, sem sumir læröir og svokallaöir alvöru söngvarar hafa veriö aö spreyta sig á. Reyndar man ég ekki eftir ööru á pessari plötu nema einhverju í sambandi við „kinn viö kinn“, en paö er mér aö kenna og alls ekki útvarpinu, sem hefur ekki legiö á liöi sínu að fylgja sigrinum eftir. Helgi var auk pess spuröur spjörunum úr í pætti, sem heitir í víkulokin eða eitthvaö svoleiöis, en sigurinn í pressunni opinberaöist sömu helgi meö heillrar opnu viötali í helgarblaöi Vísis og heilsíðu i Helgarpóstinum. Ánægjulegt var paö líka, aö geta fylgt pessu eftir með myndum í Vikunni, par sem okkar ástkæri Helgi var snyrtur dálítiö. Sem sagt; framfarirnar í peirri grein að leggja fjölmiöla aö fótum sér eru stórstígar síöustu tvö eöa prjú árin síöan annar blaöamaður, Árni Johnsen, raulaöi nokkur ágæt lög viö frábæra texta Hall- dórs Laxness inná plötu. Helgar- pósturinn og Sunnudagsblaö Vís- is voru ekki einusinni til pá, platan heyröist yfirhöfuö ekki leikin í útvarpi og Vikunni láöist aö bjóöa Árna snyrtingu, enda var hann og er enn skegglaus. Vor ástkæri Helgi segir í téöum viötölum aö flest sem hann geri, tengist á einhvern hátt tónlist. Og um leiö sendir hann kveöju peim, sem reyna að hafa atvinnu af pví aö miöla okkur sígildri tónlist hér á skerinu: „Og svo er haldiö uppi stórri og rándýrri sinfóníu- hljómsveit fyrir örfáar hræöur ... Af hverju ekki bara aö láta kosta 25 púsund kall inná pessa hljóm- leika?“ Góð og drengileg hug- mynd hjá kollega vorum, — pað mætti pá kannski fjölga eitthvað Ríó-tríóum, pegar peir eru orðnir atvinnulausir í sinfóníunni. Skeleggar yfirlýsingar af pessu tagi eru náttúrulega sjálfsagöar, pegar menn taka pressuna meö áhlaupi. Reyndar get ég ekki séö fyrir mér, hverskonar listræn uppákoma paö pyrfti aö vera til pess aö hrinda pessu Islandsmeti. Til samanburöar kíkti ég í dag- blöðin frá 1955, pegar Halldór kom heim meö Nóbelinn sællar minningar. En allt var pað hégómi á móti pessu. Allt sem beztu Ijóðskáld okkar hafa fengiö um sig í blööum, pegar peir voru aö koma út bókum, veröur bara hlægilegt, enda er poppiö paö sem máli skiptir og bezt aö átta sig á pví fyrr en síöar. Nú er fyrirhuguö listahátíö 1980 og meö- al ýmissa góöra gesta veröur væntanlega stórsöngvarinn Pav- arotti, sem ku vera bezti tenór í heiminum um pessar mundir. Ekki er pó líklegt aö framlag hans veki neina athygli til jafns viö plötu vors ástkæra Helga, sem líklegt má telja að haldi metinu enn um sinn, — eöa par til hann sendir frá sér næstu plötu. Gísli Sigurðsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.