Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Síða 13
Framhald af bls. 7 búskap í 17 ár af miklum myndarskap haföi þar ágætan bústjóra sem var Óskar Eggertsson. Þegar Hringurinn haföi afhent ríkinu Kópavogshælið uröu þáttaskil í starfsem- inni. Eftir aö Reykjalundur tók til starfa þótti berklavarnarmálum borgið og því tímabært aö félagiö snéri sér að öðrum verkefnum. Vöxtum af vissri fjárhæö var þó variö enn til hjálpar berklasjúklingum. f fundargerðarbókinni segir aö 11. febrúar 1942 hafi veriö ákveöiö aö aðalverkefni félagsins skyldi nú vera þaö aö beita sér fyrir því aö komiö yrði upp barnaspítala. Tvö næstu sumur gekkst félagið fyrir útiskemmtun í Hljómskála- garðinum í fjáröflunarskyni og hóf merkjasölu fyrir barnaspítalann. Árið 1944 fengu Hringskonur því fram- gengt aö gjafir til félagsins skyldu undan- þegnar skatti á árunum 1944—1945 og þaö varö til þess aö margar gjafir bárust. Mér dettur í hug skemmtileg saga sem ég heyrði um þaö þegar þetta mál var afgreitt á Alþingi., og sýnir ef til vill hvaö konurnar þurftu oft aö sækja fast á til aö koma sínum málum áleiðis. Þær ákváöu aö skipta mé sér þingmönnunum og tala við hvern og einn til aö fá þá á sitt band. Ein konan gekk m.a. á fund eins þing- manns sem hún þekkti vel frá yngri árum og sagðist ekki trúa ööru en hann væri Hringskonum hliöhollur í þessu máli. Hann lofaöi aö gera þaö ef flokksbróðir hans geröi slíkt hiö sama. Hringskonur fjölmenntu svo á pallana þegar greiöa átti atkvæöi um frumvarpið. Þegar kom aö þessum ákveöna þingmanni og hann átti aö rétta upp hendina til samþykkis hreyföi hann sig hvergi. Þá geröi umrædd kona sér lítið fyrir og kallaöi nafn hans háum rómi og þá þaut hendin upp. ákvöröun aö beita sér fyrir þessu verkefni. Þegar þessum áfanga var lokiö ákváöu félagskonurnar aö halda áfram aö vinna aö líknarmálum barna og fyrir valinu varö aðstoö viö taugaveikluö börn. Þá tókst i aö fá til afnota fyrir barnageödeild tvær álmur af fjórum í byggingu sem borgin hafði látiö reisa við Dalbraut og var upphaflega ætluö öll sem upptökuheimili. Þaö varö aö samkomulagi aö borgin gengi frá innréttingum en Hringurinn sæi um allan útbúnaö, innanstokksmuni, tæki o.fl. Sú deild tók svo til starfa í marz 1971. Þá held ég að séu upptalin aðalverkefni félagsins til þessa en félagiö hefur líka veitt starfsfólki deildanna styrki til fram- haldsmenntunar og fleiri líknarmálum hefur félagiö liðsinnt meö fjárstyrk. Varöandi verkefnin á þessu ári mætti nefna aö viö gáfum þrjár svokallaöar vökvadælur á vökudeild fæöingardeildar Landspítalans og tvö monotor-tæki. Ég veit ekki hvort fólk almennt er nokkru nær um þessi tæki þótt þau séu nefnd, en engin skýring gefin á notkuninni, en viö höfum haft fregnir af því aö þau hafa þegar komiö aö ómetanlegu gagni. Nú er á döfinni að kaupa Sonar-tæki fyrir Landakotsspítalann. Þaö er ákaflega fullkomiö tæki getur kannaö sársauka- laust fyrir þann sem í hlut á flest líffæri líkamans og áhættulaust, líkt og röntgen- tæki, en þeim fylgir viss hætta í sumum tilfellum. Þar sem þetta tæki er mjög dýrt — áæltað ca. 25 milljónir króna — hafa þrjú góðgerðarfélög þ.e. Hringurinn, Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauöa Krossins og Thorvaldsensfélagið tekiö höndum saman um kaup á þessu tæki. Framtíöardraumurinn er hins vegar sá aö byggt veröi ráögert hús á Landspítala- Leikstofa á barnaspítalanum. Næstu ár gekk á ýmsu í undirbúningi aö framkvæmd við byggingu barna- spítalans en loks varö úr aö Hringskonur lögöu fram sinn Barnaspítalasjóö gegn því að tvær efstu hæöirnar í vesturálmu nýbyggingar viö Landspítalann yröu f teknar undir barnaspítala. Biö varö þó á <(/ framkvæmdum en til bráöabirgöa var opnuö barnadeild á efstu hæö Land- spítalans en Hringskonur styrktu þá framkvæmd meö kaupum á sjúkrarúm- um, sængurfatnaöi o.fl. Barnaspítali Hringsins í núverandi mynd tók svo til starfa í nóvember 1965 en framlag Hringskvenna til hans nam rúmlegar 10 milljónum króna. Þá voru 23 ár frá því aö félagskonur höföu tekiö þá lóöinni þar sem sameinaöur veröi Barna- spítali Hringsins, Geödeild barnaspítal- ans og Vökudeildin. Þá framkvæmd munum viö styrkja af alefli enda er sú bygging okkar hjartans mál. Mér er óhætt aö segja aö Hringurinn nýtur almenns velvilja og viö erum þakklátar fyrir þaö. Margir hafa sent félaginu áheit og gjafir og arfleitt barna- spítalasjóðinn aö umtalsveröum fjár- upphæöum. Varöandi innra starf félagsins mætti geta þess að félagiö á vistlegt félags- heimili aö Ásvallagötu 1. þar eru haldnir félagsfundir og þar fer fram allskonar hópvinna. Félagskonur eru nú um 250 talsins af öllum sviöum þjóöfélagsins. Inngönguskilyröi eru engin en nýir meðlimir þurfa þó aö fá meðmæli tveggja félagskvenna. Fullorönar konur eru í meirihluta en ungar konur hafa líka laöast að félaginu til starfa. Viö höfum áhuga á aö yngja upp félagsskapinn en göngum þó ekki á eftir neinum. En þaö er staðreynd aö konur sem hafa kynnst starfinu og félagsandanum hrífast meö af starfsgleöinni og hvetja sína kunningja til aö ganga í félagiö. Guörún Geirsdóttir er ein hinna ungu kvenna sem hafa starfað í Hringnum undanfarin ár. Hún var spurö hvað hafi oröið ti þess að hún gekk í félagið: Ég þekkti nokkrar félagskonur og hafði því heyrt af starfseminni. Sjálf á ég dreng- sem þurfti aö leggjast á barnaspítalann. Ég sá þá aö margt mátti fara betur ákvaö aö ganga í félagiö, til aö reyna aö veröa aö liði. Ég hef líka gaman af alls konar föndurvinnu en félagskonur hittast einu sinni í viku hér í félagsheimilinu til aö vinna aö gerö ýmissa muna fyrir hinn árlega bazar. Ég á tvö börn, 5 ára og eins og hálf árs. Konurnar koma til starfa í félaginu yfirleitt þegar á þær er kallað en engin er skyldug til aö eyöa meiri tíma í félagsstörf en hún vill af hendi láta. Á síöustu árum hafa margar ungar konur bætzt í hópinn. Ég held að Hringurinn sé eina kvenfélagiö sem vinnur aö málefnum barna án þess að starfiö sé miðaö viö einskorðaðar sérþarfir. Þá tel óg þaö kost aö Hringskonur eru alltaf reiöubúnar að prófa nýjar leiöir til fjáröflunar til aö sinna verkefnunum og þaö gerir félags- starfiö fjölbreyttara. Ekki er þaö síöur ánægjuefni, hve okkur er alls staöar vel tekiö þegar beöiö er um fyrirgreiðslur eöa aöstoö á vegum Hringsins. Þaö er greinilegt aö fólagiö hefur á sér gott orö. Eg finn hér góöan félagsanda og sam- starfsvilja sem er mikil hvatning. Jóna Ingibjörg Guómundsdóttir var beöin aö segja frá sínu starfi í Hringnum: „Ég hugsa aö flestir borgarbúar þekki eitthvaö til starfsemi Kvenfélagsins Hringsins, sem nú hefur starfaö aö líknar- og mannúöarmálum í 75 ár. Ég kynntist starfi félagsins persónulega í gegn um vinkonu mína, en móöir hennar er frú María Bernhöft sem hefur unniö þessu félagi bæöi mikiö og vel. Ég hef veriö í varastjórn síðan 1977 og er nú einnig í svokallaöri kortanefnd, en sú nefnd sér um val útgáfu og dreifingu á jólakortum sem gefin eru út á vegum félagsins. Þaö er mikil vinna viö þetta en kortin gefa líka töluvert í aöra hönd — hátt í tvær milljónir í fyrra. Þaö er sérlega ánægjulegt aö vinna fyrir þetta félag. Starfið er hér meö miklum blóma og félagsheimiliö á sjálf- sagt töluveröan þátt í því. Konurnar eru alltaf boönar og búnar aö leggja fram sinn skrerf. Fjáröflunarleiöir eru margar. Hringur- inn hefur í mörg ár staðiö fyrir jóla- kaffisölu á Hótel Borg, bazar og kökusölu á haustin, merkjasölu á kosningadögum og sl. 5 ár hefur félagið gefiö út jólakort. Nú í vetur önnuöust Hringskonur veitingasölu á Bókamarkaöinum, sem gafst mjög vel. Ég held að þaö sé mikilvægt aö félagskonur finna aö þær eru aö vinna aö góöu málefni. Þær kynnast vel í félagsstarfinu og eignast margar hór sínar beztu vinkonur. Hóp- vinna gefur starfinu líka sérstakt gildi. Nútímafólk fer því miöur oft á mis við þann félagsanda sem þannig skapast. Viö höldum árshátíö einu sinni á ári meö heimatilbúnum skemmtiatriöum — körlum er boöiö á árshátíöina á fimm ára fresti — og svo er fariö í eins dags ferö á hverju sumri. Margskonar námskeið hafa veriö haldin á vegum félagsins bæöi til gagns og gamans. ...- —------— Hulda Valtýsdóttir. rÞorsteinn Þorsteinsson BLEKKING Blekking, ó fagra blekking. Innviöir sálar minnar kalla á þig, röddu þess dauöadæmda. Þú ert fjarstæöukennt fall mitt. Beiskir drættir andlits míns bera vitni og allar gefnar reglur halda áfram aö hlægja innantómum hlátri. Lýöur og lýöskrumarar lyganna taka undir, þó sumir meö ótta- og vandræöasvip. Síöasta reipi veruleikans er slitnaö: dæmdur til trúar, eigin trúleysis. ' Nú er ægitign blekkingarinnar eftir, svo fögur, draumþýö og sæt. Ó fagra blekking ég dýrka þig. Þú ert frelsi mitt. Veruleiki hlutanna nauögar frels-inu. Og allir hafa rétt fyrir sér í mismunandi afskræmingu, ég líka. Fjarstæöa draumsins blaktir í hillingum og hin rauöu ský, slæva tilgang vanabundinnar heimsku. Kraftur minn, hvert stefnir þú. Tvíræöni blekkingarinnar og gjafarinnar, heimta trú og trúleysi. Afturganga til... .. .nei, nei... óttinn læöist einsog kaldir fingur haturs og botnlausrar upplausnar, fyrst um hræ mitt og síðan um sálarkynni titrandi sálarteturs. Er þetta dómurinn. Allt er eitt HVAD. Ó fagra blekking, ég dýrka þig. Höfundurinn er nýlega látinn, ungur aö aldri. Skólafélagar hans í Skálh- oltsskóla veturinn 1977— 78 hafa komiö þessu síðasta Ijóöi Þorsteins á framfæri. Magnús Guðbrandsson HUGHRIF ð samsöng Föstbrœðra Leikur sér meö létta hljóma, lyfir söng í hærra veldi, silfurhreina unaðsóma, yndislega saman feldi, eykur gaman gleðistundar, guminn Jónas Ingimundar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.