Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.06.1979, Blaðsíða 15
Sú var nú samt tíðin að þú sagöist ætla þér orö um síðir, og þaö var ekki lengra síöan en í vor, sagði sá stóri. Þú sagöist geta haft þessa þjóð í höndum þér. Ég hlýt aö hafa veriö heldur drukkinn. Ekki ýkja drukkinn, ég er ekki aö segja það, alls ekki. Fullur eöa ófullur, það er jafn bilaö hvort sem er. Hver segir aö þú getir þaö ekki! Geti þaö ekki?... Æ, hættu nú! Þú veist aö þú átt traust mitt. Þessi þjóö er of vitlaus til þess aö. . . Þetta heyrði Guöjón ógreinilega, en sá nasvængjaöi sagði eitthvaö meira. Ég vil bara. . . sagöi sá meö gullið. Mig lángar til að eitthvað fallegt verði til. Mig lángar aö hafa reisn yfir því, og þess vegna er mikið í húfi aö. . . Fröken, sagöi sá með miklu nasavængina. Gullið mitt, ég skil ekki hvers vegna þetta þrugl er látið stríöa á léttum aldri þínum og okkur hérna alsaklausum. Viltu nú ekki vera eðlilega falleg í þér og setja á kanann ef endilega þarf aö glamra í skrattan- um? Þaö var verið aö biöja um íslenska útvarpiö, sagöi hún og var sæl af orðum hans en eitthvað feimin. En andartak, bætti hún viö og sneri sér nú að Guðjóni. Afsakaðu, sagði hún. Væri þér sama þótt ég setti á kanann? Þaö eru gestir hérna sem vilja hlusta á annaö en þetta. Já, sagði Guji. Já, ég skil. Má ég þá?... Hvernig á maður að þola maliö í þeim! sagði sá meö Ijóta nefiö. Veistu hvaö ég hef veriö aö hugsa um þá? Geturðu ímyndaö þér hvaö mér fannst um þennan landa sem er svo þurr og þrotlaus? Nei, sagöi sá glæsiiegi. Ég hugsaöi um þorsk. Nokkru síöar var Guöjón genginn út, og hann hélt af gömlum vana í átt til strætisvagnanna. En þegar hann kom út aö biðskýlinu hryllti hann viö því aö veröa að bíða þar og aka síöan í tómum vagni, svo að hann stöðvaöi leigubíl. Bílstjórinn ók af staö án þess aö Guji segöi orö. Hann var aö hugsa um Gullu. Honum virtist sem hann sæi hold hennar gegnum augnhárin, honum virtist sem þau hyrfu inn í hold hennar, hann fann til eins og hann væri aö svamla í hlaupi af volgu iöandi holdi, og þá fannst honum sem Gulla talaði viö hann blíö orö sem hvísluöu aö honum hvaö eftir annað já góöi minn, já góöi minn. Hvert á aö aka? spuröi bílstjór- inn. Ég veit þaö ekki, sagöi Guji. Þaö er ekki gott aö vita hvar þaö muni vera, sagöi bílstjórinn fýldur yfir sér eins og bolhundur. Eitthvaö þángað sem gleöin er, sagöi Guöjón. Nokkrp síöar sá hann dyraverði meina manni inngöngu á Naustið, því hann væri ekki meö bindi, sögöu þeir, og annar lenti í oröasennu við þá vegna þess aö þeir fundu þaö út á búnað hans aö hann væri í sport- skyrtu, og Guöjón sem var í skyrtu sem kalla mátti sportskyrtu hvarf orða- laust frá dyrum. Þegar hann kom niöur á torg nokkru síöar átti hann ekki nema fyrir strætisvagninum. ÁSTRÍKUR Á GOÐABAKKA Eftir Goscinny og Uderzo. Birt í samráöi viÖ Fjölvaútg:áfuna. i f\HO HÖFUM AF- I GRFtrr ÞA.ÞBIR l V ERU FARN/R. F \HÐ STOPUM OKKLIR? VEL AÐ HREKJA Þ’A BURT. EN SEOJUM ÞÓ EN6UF1 FRA ÞESSU.ÞAÐ . GEROI5T HELDUREKFI/ neitt... jÆ y-iNEl, FKKjy ynorkhrhuitur KOMIO FELAOAR 03 FA/(/ Y YKKUR KJARNBAUNASÚPl/. SAÞIE/NUMíT / SÚPUNNt j . ÖRE/áAR ALLRA LANDA..ÆT 55INNA ~heþ RFMUR SUPL/ SULL/Ð 'iKKAR... NE/, V/Ð > CERUM VERK■ FALL T/LAO MÖTMFELA VONDU FÆDI í MÖTUNEVT// HIN50PIN ._bera rJÆJA ÞR/FLA LÍÐUR. KOM/O VKKUR ÞA AÐ VERKI! YmrvAND/R ) ÞRÆLARf SKAL 6EFA YKKURAÞ SMAKKA Á SV/PUf EKÖMMU TNðUMAETÞAÐ VAR. S’A FÉKK AÐ V/TA HVAR PAVÍD KEVPT/ V.NEFTÓBAK/Ð ? j rFN VERKFAU JÐ VAREKK/ boða-b MEO . FVRIRVARA^ KÓ.N5HE6 \ l/ET NÚ EKK/fiFTUR GABBA M/6! / L ff •IV\ ‘•i i i -Tv u •i y ,\ U í. í f ilií tá \y/& Á bekk viö skýlið sat rór og drukkinn maöur og var aö líta í dagblaö. Hann hvarf á bak viö blaðið og virtist gera sig hljóðan og lítinn til aö veröa ekki tekinn meö valdi og settur í járn. Hann vann svo sem ekkert á þótt hann hugsaöi sig vand- lega um aö lenda ekki í vandræöum. Hann vann ekkert á, vann engum mein, en tapaði heldur engu, skipti lífiö engu máli og gat ekkert gert því? Úr því hann hefur gert sig lítilþægan til að fá aö vera í sátt viö umhverfiö, þessa hörðu borg og þessa þurru menn? Guöjón hugsaði um þetta og keypti sig heim meö vagni eins og aö venju. En núna, um leiö og vagninn ók hjá veitíngahúsinu, fannst honum sem hann sæi hvar þeir sætu enn, nasvængjaði maöurinn, sem Guöjón reyndi aö koma auga á en virtist sem aö sæti þarna rólegur, þótt hann væri þar alls ekki, og léti sig dreyma fremur en aö hlusta á þann svipmikla sem byrjaö haföi aö tala um menníngu. En nú sá hann Ölvun á ný, raunar aöeins þann svip af henni eöa þann þátt í sál hennar eöa þaö viö hana sem brosti af augum sér hinu rriikla brosi út mót borginni eða lífinu eöa honum sjálfum, bara brosti. Hún sat þarna og brosti, bara brosti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.