Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.1979, Side 2
VÆNGJAÐUR DRAUMUR Wright-bræður trúðu því staðfastlega, að unnt væri að búa til flugvél, sem stjórnað yrði á flugi og þeir skildu, að lögmál skrúfunnar gildir jafnt í lofti sem vatni. Þaö var kuldalegt um aö litast í Kitty Hawk í Norður Karolinafylki í Bandaríkjunum aö morgni þess 17. desember 1903. Þaö haföi kólnaö um nóttina og pollarnir, sem lágu víösvegar á ströndinni eftir nýafstaö- iö regn, voru ísi lagöir. Sterkur vindur blés af noröri og þeytti gráum skýstrókum yfir himininn. Þaö var fátt, sem benti til þess, aö þeir atburðir væru í vændum, sem áttu eftir aö gera nafn þessa litla drunga- lega fiskiþorps frægt á spjöldum sögunnar um alla framtíö. Ekkert benti til þess, aö nýtt og dýrölegt tímabil væri aö hefjast í sögu mann- kynsins, — tími flugsins. Kitty Hawk er miðja vegu á 100 km löngu sandrifi, sem liggur meðfram og samhliöa strönd Karolinafylkis og aöskilur Currituck og Alber- marle-sundin frá ólgandi Atlantshaf- inu. Árið 1903 var þorpið ekki annaö en ein eöa tvær verzlanir, kirkja, nokkur einkahús og smá húsaþyrp- ing, sem hýsti áhöld og tæki Slysa- varnafélags Bandaríkjanna og Veöurstofunnar. Suöur frá þorpinu, yfir sandflák- ana, iá slóö í áttina aö næstu varöstöö Slysavarnafélagsins, en þær lágu meö um þaö bil 11 km millibili suöur eftir ströndinni, sem lengi haföi gengiö undir nafninu „kirkjugaröur Atlantshafsins.“ Þegar farnir eru um 6 km eftir þessari slóö í áttina aö stööinni og í eins og hálfs km fjarlægð frá henni, rísa sandöld- ur í 23—30 m hæð upp af ströndinni. Þær voru nefndar Kill Devil hæöir, en nafnið kemur af rommi, sem brugg- aö var þarna og ferðamenn á síöustu öld sögöu að væri svo sterkt, aö þaö gæti drepið ojöfulinn (kill the devil). Þaö var á þessum slóöum, í nánd viö hæðirnar, sem Wilbur og Orville Wright höföu búiö um sig. íbúar Kitty Hawk litu á þessa ungu bræður frá Dayton í Ohio, sem hálfgerö furðuverk. Þeir höföu fyrst komið til staöarins sem feröalangar í sumarfríi áriö 1900 og lýst því þá yfir, aö einangrun staðarins, stööugur vindur, stór flæmi af lausasandi og afiíöandi brekkur í sandhólunum, geröu staöinn sérlega ákjósanlegan fyrir tilraunir þeirra í „vísindalegu drekaflugi", eins og þeir orðuðu þaö. Þeir komu svo aftur 1901 og 1902 og fluttu meö sér nokkur stykki af skringilega útlítandi flugtækjum. Og þaö varö strax daglegur viöburöur aö sjá ýmis furöuverk á lofti yfir Kitty Hawk. Wrightbræöur nutu óskiptrar virö- ingar í Kitty Hawk. Á mælikvaröa íbúanna þar voru þeir efnaöir menn og höföu undir öllum kringumstæö- um komið vinsamlega og kurteislega fram og sýnt óskiptan áhuga á þorpinu og íbúum þess. Samt sem áöur voru þorpsbúar í vafa: þeir voru raunsæir menn, unnu höröum hönd- um og trúöu á, eins og einn þeirra orðaöi þaö ... „á góöan Guö, heitt helvíti og ... aö hinn sami góöi Guö heföi aldrei ætlast til þess, aö maöurinn gæti flogið“. — O — Þaö voru margar samverkandi ástæöur fyrir því, að Wilbur og Orville Wright voru komnir til Kill Devil hæöa. Þeir voru synir biskups í Sameinuðu Bræörakirkjunni og voru 36 og 32 ára 1903, Wilbur eldri. Fjölskylda þeirra var meö eindæm- um samheldin, en þó lá Ijóst fyrir frá upphafi, aö afar náiö samband var milli bræöranna tveggja. Seinna sagöi Wilbur, að „... frá þeim tíma, aö viö vorum smádrengir, liföum viö Orville saman, lékum okkur saman og í rauninni hugsuöum saman." Wilbur lézt 1912, aöeins 45 ára gamall, en Orwiile liföi til ársins 1948, varö áttræöur. Áriö 1896, þegar þeir fengu fyrst áhuga fyrir flugi, voru þeir orönir eigendur að fyrirtæki sem fram- leiddi, gerði viö og seldi reiöhjól. Þó nágrannar þeirra litu aöeins á þá sem venjulega smáborgara í kaupsýslustétt, fannst bræðrunum sjálfum, aö hæfileikar sínir heföu enn ekki fengiö aö njóta sín til fullnustu. Þaö var óeyrö í þeim og leir leituöu einhvers tii aö spreyta sig á. Sú óleysta þraut að geta flogiö á flug- tæki, sem var þyngra en loftið, var einmitt veröugt verkefni. — O — Menn haföi alltaf dreymt um aö geta flogið, en enginn umtalsveröur árangur haföi náöst á þessu sviði, fyrr en í byrjun 19. aldar. Frá því um 1800 hafði þó áhugi á málinu stór- aukist og margir verkfræöingar þess tíma, bæöi í Ameríku og Evrópu, höföu reynt aö leysa þau vandamál, sem stóðu í vegi fyrir gerö nothæfrar flugvélar. Arið 1896 var merkisár í sögu fiugtilrauna. Blöö og tímarit í Banda- ríkjunum voru full af fréttum, sem virtust benda til þess, að skammt væri aö bíöa þess, aö nothæf flugvél sæi dagsins Ijós. Frá Þýzkalandi bárust sögusagnir og Ijósmyndir af Otto Lilienthal, þar sem hann sveif um loftin blá í einskonar svifflugu. Á sama sumri tókst S.P. Langley, ritara Smithsonian-stofnunarinnar, aö fljúga tveim módelum, gufuknúö- um, um allt aö 1250 metra vega- lengd. Og nálægt Chicago var Octave Chanute og félagar hans aö smíöa og fljúga svifdrekum, aö hætti Lilienthals, á sandflákunum viö Michiganvatn. Wilbur og Orville Wright hrifust mjög af þessum fréttum. Þeir bók- staflega kembdu bókasöfnin í leit aö skrifuðum heimildum um loftsigling- ar og skrifuðu Smithsonian-stofnun- inni og báöu um frekari upplýsingar. Þeir komust aö þeirri niöurstöðu, að þrátt fyrir ýmsar tilraunir, sem gerðar höfðu verið og virtust vel heppnaðar og lofa miklu, þá var vitneskja manna um þessi mál öll í molum og meira og minna blönduö misskilningi, missögnum og mót- sagnarkenndum hugmyndum. Þaö var fátt aö finna, sem gæti orðið væntanlegum flugmanni til halds og trausts. Þetta var hvort tveggja í senn, letjandi og hvetjandi fyrir þá. Þar sem hiö óþekkta var mun stærri stærö í dæminu, en þá haföi grunaö, þá leyndist hér möguleiki fyrir snjalla aðila til aö láta Ijós sitt skína og. leggja sinn skerf til þess, sem aö lokum mundi takast aö vinna loka- sigurinn.“ Þeir geröu sér Ijóst, eftir aö hafa kynnt sér athuganir annarra, að meginvandamáliö var fólgiö í stjórn flugtækisins. Ólíkt því, sem er um vagna og skip, sem aðeins þurfa aö beygja til vinstri eöa hægri, þá þurfa flugtæki einnig aö hækka sig og lækka og halla sér til beggja hliöa, Nú eru 76 ár liðin síðan Wright-bræður hófu mannkyniö til flugs á söndum Kitty Hawk. Nýtt tímabil hraðfleygrar þróunar hélt innreið sína og sér ekki fyrir endann á því. Þótt tækið væri frumstætt, er flug bræðranna eitt mesta tækniafrek aldarinnar. Eftir Tom D. Crouch.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.