Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 11
 „Þaö var í blóöinu aö hafa áhuga á byssum. Pabbi var veiðimaöur og skaut sinn fyrsta sel 11 ára gamall. Ekki gat ég fetað í fótspor hans aö því leyti, því ég var orðinn 17 ára, þegar ég banaöi mínum fyrsta sel. En úr haglabyssu skaut ég fyrst 12 ára og fannst þá og finnst enn af- skaplega spennandi aö um- gangast og handleika byssur. Síöan hef ég iökaö skotfimi aö staöaldri, — en á hinn bóginn notaö byssurnar sem veiðimaður. Fyrsta byssan mín var og er mikill upp- áhaldsgripur; Husquarna númer 12. Hún var upphafið aö safninu." Svo mælir Árni Logi Sigur- björnsson, einn mesti byssusafn- ari landsins, kirkjugarðsvöröur og meðhjálpari á Húsavík. Þegar hann er ekki aö skrýða prestinn, ellegar að taka grafir í kirkjugarö- inum, þá er hann annaðhvort á skyttim eða aö handleika byssurn- ar í safninu, gera við byssur og hlaða skot. Þeir sögðu mór á Húsavík, aö reyndar heföi hann framan af geymt byssusafniö einhvers staö- ar bakatil í kirkjunni, eða hvort það var í skrúðhúsinu. Eftir því sem safnið og byssuástundun kirkjugarðsvarðarins jókst, fóru sumir pínulítið að gjóa hornauga til þess arna. En nú hefur Árni Logi komið safninu snyrtilega fyrir á öörum stað. Þar inni er heimur byssunnar; þær standa í sérstök- um festingum og ná yfir heilan vegg. Þar aö auki er um allar tríssur ýmislegt smálegt, sem ein- kennir þetta sport: Hvellhettur og högl, tæki til aö hlaöa með hagla- skot, allskonar patrónur; sumar með kúlum, aðrar tómar. Þar eru myndir uppi um veggi af veiöidýr- um, skotbelti og töskur utan af byssum, púöur á brúsum og bæk- ur um aðskiljanlega leyndardóma skotvopna, svo sem til dæmis samanlagða framleiðslu Reming- ton og Winchester. Framhald á bls. 17. Partur af ánægjunni er fólginn í að handleika byssurnar, strjúka þeim og miða. Hér er Árni Logi með þrjá eftirlætisgripi, tvo riffla og þýzka Mauser- skammbyssu. Á myndinni að neðan er hann við maskínuna, sem hann notar til að hlaða með bæði haglaskot og riffilskot.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.