Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 15
Máltíö á Hilton fyrir 4500 kr. á mann Á vinstri hönd var Malta Hilton,: eitt veglegasta hótel á Möltu, en gangstígur lá frá því þvert yfir þetta óræktarland niöur að sjónum, á aö giska 2—300 metra leiö, aö einkabaöströnd hótel- gesta. Viö á hótel Cavalieri höföum þaö framyfir Hiltongesti að geta fariö beint í sjóinn af sólbaösstéttinni okkar. (Því má til gamans skjóta hér inn, aö nokkrum dögum seinna borðuðum vio kvöldverö á Hilton, í . virkilega fínu og viröulegu Hiltonumhverfi. Þetta var þríréttuö máltíö meö flösku af rauövíni og kostaöi þetta sem svaraöi 9 þúsund ísl. krónum fyrir tvo. Geri menn samanburö á þessu og veröi á ísl. veitingahúsum af beztu gerð.) í nokkurri fjarlægö úti á tanga til hægri var glæsileg súlnahöll, sem reyndist vera Dragonara spilavítiö og örskammt frá Dragonarahótel, sem þykir fínasta hótel á Möltu. Eftir þessa standgöngu, gengum viö gegnum Sánkti Júlíusarþorp. Viö fórum framhjá nýtízkulegri kirkju, sem hringdi til messu og sáum nokkrar gamlar konur á leiö til kvöldbæna, haldandi á svörtum knipplingaskýlum, sem þær bundu um höfuö sér um leiö og þær gengu í guöshús. Þegar viö komum í mjóu íbúöarhúsagötuna, sem lá heim aö hótel- inu okkar, var myrkrio skolliö á. Fólk sat úti á svölum sínum og skemmti sér viö aö horfa á vegfarendur. María mey við dyrastafinn Um þessa litlu, þröngu götu, Spinola- stræti, lágu án efa flest okkar spor á Möltu. Gangstéttir voru svo mjóar, aö tæplega gátu tveir gengiö þar samsíöa. Velmegun er töluverö á Möltu og bíla- fjöldinn því mikill. Erfitt var aö ganga eftir sjálfri götunni, sem hefði veriö ólíkt þægilegra og rýmra og hrökklaöist maour oftast upp á gangstéttina, bak viö kyrrstæöa bíla og varö svo oft aö krækja fyrir mismunandi þrifalega rusladalla, sem stóöu fyrir dyrum úti. Húsin voru flest í samfelldri lengju, en báru þó hvert sitt nafn, sem var skráö á húsvegginn, auk götunúmers. Þetta voru skrýtin nöfn, sum, á íslenzkan mælikvaröa svo sem: John, Charlie, Doris, tosca, Aida, Otello, Sandringham, Buckingham og Kings- bridge Court. Á langflestum var lítio helgilíkneski alveg uppi viö dyrastafinn, oftast var þaö mynd af Maríu mey, ýmist einni eöa meö barnio, á stöku stað var mynd af Jósef meö barniö. Blá- og grænmálaöir glugga- og dyrahlerar. voru á flestum húsum, en innanundir huröa- hlerunum voru á stærri húsum fínar viöarhuröir meö glerrúöum. Víöast hvar voru dyrahamrar í líki gylltra höfrunga, allt frá nokkurra sentimetra löngum og upp í margra kílóa ferlíki, allt eftir efnum og ástæöum. Ekki brást þaö, aö á hverjum degi bæöi viö þessa litlu götu og aörar stærri og veglegri sáum viö hús- mæður standa fyrir dyrum úti og þvo og pússa útihuröirnar. Þær virtust leggja alveg sérstakt stolt í aö halda þeim skínandi hreinum, en hirtu kannski sumar hverjar minna um aö hafa þrifalegt i kringum rusladallana, sem sumstaöar voru litlir, illa útbúnir og jafnvel loklausir og fyrir kom að þeir lágu á hliðinni á gangstéttinni og innihaldiö þar hjá. Á einu allra minnsta húsinu viö Spinólastræti meö bláum glugga- og dyrahlerum var skilti, sem á stóð að hér hefði þjóðskáldið Dun Karm (1871 — 1961) átt heima á árunum 1933—36. Verzlunarbílar með grænmeti, brauð, vefnaðarvöru og tilbúinn fatnaö komu ööru hverju þarna inn í götuna. Ekki virtist mér þrifnaöinum fyrir aö fara. Ég sá inn í einn bílinn, þar sem bílstjórinn haföi veriö svo forsjáll aö taka frá handa sér bústiö, kringlótt brauö, sem lá umbúöalaust á bílgólfinu undir mæla- boröinu. Smábátar á Mtiltu, nefndir dghajjes, eru fagurlega skreyttir og minna í senn á vikingaskip og feneyska gondóla. í strætisvagninum er sérstakt pláss fyrir orð Guðs (Verbum Dei) og i þetta sinn hljóða þau uppá reykingabann. Á póstinum til hægri er dálítill rammi, þar sem komið er fyrir dýrlingsmynd. ' Vonin um að græöa eitthvað á ferða- mönnum hafði lætt krumlu sinni inn í þessa litlu, þröngu götu. í fljótu bragöi man ég eftir einum 4—5 börum þarna inni á milli íbúöarhúsanna auk þess sem þarna voru tvö af viöurkenndustu veit- ingahúsum eyjarinnar: China House og Famiglia Room. Ekki eintómir sælkerastaöir En ágóðavonin hljóp líka meö suma í gönur. Viö álpuöumst eitt sinn í kvöldmat inn á Greek Taverna þarna örskammt frá (þó ekki í Spinólastræti). Okkur var vísaö út í húsagarö til sætis viö tágaborö á tágastólum, sem voru svo lágir aö viö náöum varla upp á boröiö. Þarna voru þjónarnir í köflóttum skyrtum og galla- buxum og fór mikið fyrir þeim. Þeir ráku óspart á eftir kokkunum, en viö sáum inn í eldhúsiö úr sætum okkar. Viö báöum um steik, vel steikta (þoröum ekki annaö eftir staönum aö dæma.) Hún var svo vel steikt, aö viö lá aö kviknaöi í húsinu á meðan steikingin fór fram, loginn stóð alveg upp í loft í eldhúsinu. Bragöið var eftir því, salatiö fúlt og rauövíniö súrt — enda komum við ekki oftar á þennan staö. Aftur á móti var alveg indælt aö taka sér frí úr sólbaöinu í hádeginu og skreppa í II Kantino viö Sánkti Georgs- stræti, sem gekk þvert á Spinólastræti og fá sér velútilátinn salatdisk, skinku og margskonar grænmeti fyrir um þaö bil 800 ísl. kr. hjá laglegu, snyrtilegu og rösku strákunum þar, sem alltaf voru í svörtum buxum og fannhvíturri skyrtum. Innst við víkina var líka skemmtilegur staöur, þar sem hægt var aö fá sér ölglas utandyra, en stálpaðir krakkar gengu um beina, strákur og stelpa, einkar lúfmann- leg og kurteis án þess aö sýna nokkuð þýlyndi, foreldrarnir sáu um matseldina innan dyra, en litla systirin sat til hliöar viö gestina og reiknaöi, skrifaöi og las undir skólann. Svo voru þeir allt í einu liönir, þessir 10 dagar og viö tókum okkur leigubíl út á Luqaflugvöll. Á leiöinni gegnum úthverfi Valetta sáum við gríöarstóran, klofinn íslenzkan fána blakta viö hún á Mizzi- house, en konsúll íslendinga á Möltu heitir Mizzi. Var þetta kannski fyrirboöi þess að við ættum eftir aö koma aftur til Möltu? Sofa á ný fyrir opnum svalardyrum á heitu Sánkti Marteinssumri, heyra hafniðinn gegnum svefninn, kirkjuklukkurnar hringja kvölds og morgna, vélarskelli í fiskibátum, sem eru aö fara í róöur í dögun og koma aftur aö kveldi meö eitt lítiö Ijós á þilfarinu, horfa á karlana selja lampuki og fanfru viö Ijós aö kvöldlagi innst í víkinni og gera svo að netum sínum á svipuöum staö á daginn. Sitja úti á svölum og horfa á hraöbátana þjóta fram og aftur með sjóskíöafólk í eftir- dragi, „standsiglara", sem detta út af brettinu aöra hvora mínútu inni í víkinni, skútur undir seglum utar og lengst í fjarska stórskip á siglingu milli Afríku og Evrópu. Eitt er víst, litla gulhvíta kalksteins- og kórallaeyjah langt, langt suður í dimm- bláu Miöjaröarhafinu hefur búiö sér hreiöur í hjarta mínu. NOKKUR ORÐ í MALTÍSKU Nokkur orö í maltísku Bongu Góðan dag Bonswa Góða nótt Grazzi Þökk fyrir Iva Já Le Nei Skuzi Afsakíð Orðið Sahha er notað, þegar heilsast er og kvatt eða skálað. Talið upp að tíu Wiehed Einn Tnejn Tveir Tlieta Þrír Erbgha Fjórir Hamsa Fimm Sitta Sex Sebgha Sjö Tmienja Átta Disgha Níu Ghaxra Tíu ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.