Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.1980, Blaðsíða 6
Salvador gerir sprell. Hann raynir að gera lífið súrrealíakt eins og myndir •ínar. Nýleg grein úr norsku blaði, þar sem sagt er frá auglýsingabrellum og trúðleik þessa fræga súrrealista sem hvorki slakar á klónni í þeim efnum né listinni þótt orð- inn sé nær áttræður. Enn kemur Ly/vLJ „Ég elska konuna mína, Gölu, svo heitt, aö mig langar til aö boröa hana, ef hún deyr á undan mér. Aö vísu get ég alls ekki ímyndaö mér, aö hún geti dáiö, en ef þaö skyldi nú gerast samt, gæti ég hugsaö mér aö éta líkið. Þaö yrði vottur um þá innilegu ást, sem ég ber til hennar, þó aö sumt fólk myndi auövitaö kalla þaö mannát," segir Salvador Dali. Gala Dali er nú 81 árs, en hinn undarlegi eiginmaður hennar er 75 ára. Alla sína ævi hefur hinn aldni listamaöur haft yndi af því aö ofbjóöa fólki, og hann hefur aldrei dulið hina barnslegu gleði sína viö þá iðju. Hann býöur til dæmis gestum í miðdegisverð og hefur humar á borðum. En svo er hellt yfir humarinn súkkulaöisósu. Ein nunna og þrír Kínverjar Heimili Salvadors Dali nálægt hafnar- bænum Lligat ber þess eins Ijósan vott og hugsazt getur, að þar býr sérvitringur, sem veit, hvað hann vill. Heimili hans samanstendur af fimm fiskimannakofum, sem eru tengdir meö göngum, húsagörö- um og stígum og alls staðar getur aö líta hina furöulegustu hluti. í einu herbergjanna hangir snúra niður úr horni. Ef einhver gestanna getur ekki stillt sig um aö kippa í snúruna, kveöa viö tónar úr vögguvísu eftir Brahms. Sund- laug, sem er í laginu eins og mannslimur, lét hann byggja til að sýna þeim þúsund- um feröamanna, sem koma af forvitni til heimilis hans og glápa gegnum rúðurnar, hvaö honum finnist um röskun þeirra á friðhelgi einkalífs hans. Skriflegt boö Salvador Dali býr ekki meö sinni heittelskuöu eiginkonu. Fyrir nokkrum árum létu þau hjónin reisa höll eina 160 km frá fiskimannakofum Dalis. Þar býr Gala Dali út af fyrir sig, og hinn stórskrítni listamaöur er gallharöur á því, aö hann heimsæki konu sína þvi aöeins, aö hann fái skriflegt boö. a óvart Þegar hann var 15 ára, lét hann hár sitt vaxa og heimtaöi að fá aö ganga í stuttbuxum, hnéháum sokkum og meö feikistóran flókahatt á höföi og vakti oft skelfingu innan fjölskyldunnar og meðal gesta meö því aö hanga meö höluðiö niöur af þaki hússins, þangaö til honum lá viö öngviti. Dali sótti listaháskólann í Madrid, en þó aöeins skamma hríö, því aö hln undarlega hegöun hans átti illa viö hiö viröulega umhverfi og honum var brátt vísaö burt. Dali með „mjúka" sjálfsmynd. Súrrealísk uppákoma: Þannig klæddur mætti Dali í hátíðlegt samkvæmi í London. Á jakka hans hanga 88 glös með piparmintulíkjör — og eitt með dauðri flugu. Jakkinn a tarna hefur einstaklega jákvæö áhrif á kynlífið, segir Dali. Dyravörður í ruggustól En Dali var óforbetranlegur. í fyrstu ferö hans til Bandaríkjanna, þegar hann var þrítugur aö aldri, voru myndirnar, sem hann ætlaöi aö sýna, bundnar viö annan handlegg hans alla leiöina á skipinu. Skömmu áður en skipiö lagöi að bryggju í New York, fékk hann bakara skipsins til aö baka tveggja metra langt brauö, sem hann veifaöi framan í blaöa- mennina, sem biöu hans, um leiö og hann bauö þeim góðan daginn. Sýningin gekk ágætlega og hiö sama má segja um kveöjuhóf Dalis. Þegar gestirnir komu og afhentu boöskort sín, fengu þeir í staöinn hráa pylsu úr hendi dyravaröarins, sem sat í ruggustól meö krans af Ijósrauöum rósum um höfuð sér. Yfir stiga hékk baöker fullt af vatni og einnig stór ísklumpur, sem draup úr ofan á gestina, þegar þeir gengu undir honum. f einu horninu lá dauö kýr, en milli rifja henni haföi veriö stungiö hátalara úr gömlum grammifóni og úr honum drundi franskur vísnasöngur. Köfunarútbúnaður Þegar Salvador Dali var eitt sinn staddur í London, sem ekki var oft, var hann beöinn aö halda fyrirlestur um list. Hann mætti til fyrirlestrarhaldsins klædd- ur fullkomnum kafarabúningi meö hjálmi og öllu saman, þar á meöal níöþungum blýstígvélum, sem hann átti afar erfitt meö aö hreyfa slg í. En þannlg þrammaöi hann þó inn í salinn. Meö billiard-stöng í annarri hendi og gimsteinum sett sverö í hinni sem og meö tvo rússneska úlfhunda í bandi. Þegar hann stóö á sviöinu og reyndi aö skrúfa hjálminn af, var hann svo fastur, aö þaö varö honum ofviöa. Menn skunduöu Dali til hjálpar, en honum lá viö yfirliöi kófsveittum. Hann baröi allt hvaö af tók í hjálminn til aö losa hann, en áheyrendur héldu, að þetta væri allt tómt Dali-grín, skemmtu sér ágætlega og skellihlógu. Hin fáránlegu uppátæki Dalis hafa flest heppnazt, en honum hefur einnig mistek- izt hrapallega. Fyrir mörgum árum fékk hann þá hugmynd að ríöa á fíl eins og Hannibal yfir Pýreneafjöll. Þaö tókst aö fá fíl, en þegar til kom kæröi fíllinn sig hvorki um þennan fíflalega listamann eöa hinn mikla fjölda áhorfenda, sem kom til aö horfa á ósköpin. Fíllinn, sem hét Surus, þrjózkaölst við að láta að stjórn Dalis, og eftir að hann hafði aöeins komizt áfram 35 kílómetra á fjórum dögum og fílllnn margsinnis nærri búinn aö kasta Dali af baki, gafst hann upp á öllu saman. Fílinn gaf hann dýragarðinum í Valencia. Þegar Dali afhenti fílinn formlega, sagði hann: „Hann á ekki heima í garðinum okkar, og svo er konan mín meira fyrir nashyrninga." Dauöinn hefur löngum hrifiö huga Salvadors Dali sem og kynlíf. Hann heldur því fram, aö hann haldi sér í þjálfun til ástaleikja meö því aö baöa sig í sírópi og drekka tvö glös af rauövíni. Þegar hann var einu sinni spuröur aö því, hvort hann væri ekki í rauninni blekk- ingameistari, svaraöi hann: — Þvert á móti. Ég er pottþétt dæmi um snilligáfu. Sumir kynnu aö vilja halda því fram, aö Saivador Dali væri jafnsnjall vlö aö vekja á sér athygli og hann er að mála. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.