Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Page 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1981, Page 4
Sagaumsögu eftir Guðmund Daníelsson / haust er vœntanleg frá bókaútgáfunni Setbergi „Bókin um Danielu eftir Guðmund Daníelsson. Guðmundur gerir hér grein fgrir aðdraganda þess ritverks en í næstu Lesbók verða birtir tveir kaflar úr „Bókinni um DanieV'. Mér nægir öngvan veginn að hafa skrifaö „Bókina um Daníel“, ég verð einnig að skýra frá ástæðunni fyrir aö ég geröi þaö. „Bókin um Daníel" er 2. bindi í ritröð fjögra skáldverka, sem eru þessi: 1. Dómsdagur, 2. Bókin um Daníel, 3. Bróðir minn Húni, 4. Vestangúlpur garró. Af ástæöum, sem stundum eru torskild- ar, finnst mér jafnan aö ég hafi verið til neyddur aö skrifa þau verk, sem koma fyrir almenningsaugu frá minni hendi. Þaö er ekki fjárvon, og frægöarvon er þaö ekki, né heldur trúboösáhugi af nokkru tagi. Þaö er eitthvaö annaö. Ástæðan fyrir því aö ég skrifaöi „Bókina um Daníel“ er hins vegar skír og afdráttar- laus. Aflvaki hennar er reiöi og réttlætis- kennd. Bókin er varnarrit fyrir afa minn. En æöi er hún síöbúin: færö í letur hundraö og fimmtíu árum eftir aö Daníel fæddist. Ég vaidi henni form skáldsögunnar þó aö hún sé sönn. Formið leyfir ekki nema takmark- aöar tilvitnanir í heimildirnar. Fæstra þeirra veröur heldur getiö hér. Hjá því veröur þó ekki komist aö nefna einn afar þykkan doörant, sem varöveittur er í Þjóöskjala- safni landsins og hefur inni aö halda eins konar íbúaskrá austurhluta Suöursléttunn- ar allt frá árinu 1703 og langt fram á 20. öld. Höfundarnir eru tveir, báöir ættaðir af Suðursléttunni, eins og ég, annar dauöur núna, hinn tórir enn. Hvorugur þeirra kallaöist rithöfundur, lærðir fræöimenn voru þeir ekki. Þeir voru úr hópi þeirra mörgu íslendinga, sem hafa sér þaö til dundurs á efri árum aö tína saman svo nefndan þjóölegan fróöleik, skrá hann og halda honum til haga. Viö lestur þessarar óhrjálegu pappírs- dyngju um íbúa Suöurhéraöanna rakst ég á einkennilega frásögn af Daníel afa mínum, þess eölis, aö ég ákvaö aö unna mér ekki hvíldar fyrr en ég heföi grafist fyrir rætur hennar og kannaö hvort hún væri sönn. Þaö átti sinn aödraganda, aö ég fór aö grúska í handritasyrpunni, þar sem ég rakst á klausuna um Daníel: Fyrir fáeinum árum, frétti ég um þaö af tilviljun, aö Siguröur langafi minn Guöbrandsson heföi veriö húöstrýktur tvisvar sinnum, eitt sinn dæmdur til dauða og fjármunir hans allir reyttir af honum aö lokum upp í málskostn- aö og sektir, og aö allt þetta heföi hent hann fyrir aö eiga vingott viö konur. Auövitaö gekk fram af mér og mér féllust hendur um stund. Eftir aö ég haföi jafnaö mig og hugsaö mig um í nokkrar vikur, geröi ég ferö mína suður og gekk upp á loft í Landsbókasafni, þar sem þeir geyma forgamlar skræöur, skjalaböggla og þess lags allt, og nefna Þjóöskjalasafn. í þessu fór ég aö róta. Og viti menn: niöri í gömlu pappírshaugunum komu í leitirnar stimpluö og undirskrifuö sönnunargögn þess, að dagsönn væru þessi tíöindi úr móöurætt fööur míns, og fór svo um síö, aö óg raðaði þeim saman í bók í formi skáldsögu og nefndi hana Dómsdag, eftir þeim sam- komudegi í Helgakveri, sem fullyrt er aö veröi sá fjölmennasti um eilífa tíö, enda rísi þá úr gröfum allir sem dáiö hafa á jaröríki frá því Abel hné fyrir vopni Kains og Gullveig var geirum studd í höllu Háva. Ekki hefur nefnd samkoma ennþá veriö dagsett. Eg lét Dómsdag enda á því, aö Sigurður langafi deyr aö liönum sólstööum 1879, sjötíu og þriggja ára gamall, á heimili dóttur sinnar, Gvurún-ömmu, sem þá var fyrir einu ári gift Daníel, tuttugu árum yngri en hann, dimmeygð og háradökk, eins og títt er um fólk af Lækjarbotnaætt. En viö grams mitt í gleymdum hrakföll- um Siguröar rakst ég á pappírsgögn, sem bentu til, aö einnig Daníel heföi hreppt áföil stór í lífinu, en öngvan veginn tekiö þeim af þess konar óbrigöulli Ijúfmennsku sem iangafi haföi gert, heldur eldaö grátt silfur viö hreppstjóra og sýslumenn, enda aö lokum verið handtekinn eftir haröar svipt- ingar og fluttur í tukthúsiö — fyrir ósvífnl viö Réttvísina og fáheyröa lítilsvirðingu á þjónum hennar. Um þessa atburöi haföi ég óljósar sagnir frá bernsku, og jafnvel aö Daníel heföi veriö þjófur og stoliö lambi. Af nýfundnum pappírsgögnum Þjóöskjalasafns sá ég nú hins vegar, að í fyrrnefndum munnmælum haföi staöreyndum veriö snúiö viö: afi haföi öngvu lambi stoliö, heldur haföi lambi veriö stoliö frá honum. Þaö var þetta sem þröngvaöi mér til aö skrifa nýja bók, þvert ofan í gefin heit. Því að þótt sumir hæli sér af því aö vera komnir af sauðaþjófum, get ég með öngvu móti tileinkaö mér þann metnaö. Ræningjar höföu tilmynda alltaf staöiö þjófunum ofar í mínum huga, enda þarf meira hugrekki og haröfengilegri karlmennsku til aö taka þaö sem hugurinn kýs meö valdi og fyrir opnum tjöldum heldur en laumast til þess á laun. Á Sturlungaöld fóru höföingjar hvur aö öör- um og rændu stórmannlega. Eftir sem áöur héldu þeir mannorði sínu. Hérlendis eru Tyrkir og Englendingar þeir einir ræningjar, sem meö öllu eru fyrirlitlegir, og hafa þeir uppskorið bölvun guös og mína takmarka- lausa og utan enda, því aö þeir rændu þá sem voru þeim fátækari og minni máttar, sem er dauöasök. Þjófurinn er ávallt auviröilegur, ræninginn á þaö til aö vera hetjan sjálf hjartaprúö. Skál fyrir hetjunni. Skál fyrir Hróa hetti, Arnljóti gellini og Víga-Hrappi. Ó, litríka líf! Þaö illa gerir þaö góöa gott! Gott væri ekki til án tilvistar hins illa! Þrjú ár eru liðin síöan ég byrjaði tilraun mína tif aö skrifa Bókina um Daníel. Margt og mikiö hefur hindrað og tafiö. Æ ofan í æ hef ég orðiö aö hætta, gefast upp. Allt í einu tekur sagan sig til og deyr í höndum mínum, dettur í sundur, veröur aö stökum, samhengislausum brotum. Bókmennta- fræöingar tala um sjónarhorn höfunda. Þeir tíunda fjögur eöa fimm sjónarhorn og eiga viö afstööu höfundarins til eigin verks — aöferö hans. Allt þetta þekki ég, en þaö nægöi ekki: mér gekk illa aö finna þaö sjónarhorn sem hentaöi sögunni um Daní- el. Ekki kom tii greina aö fela sig bak viö hann og láta hann sjálfan segja frá. Til þess var hann of fáskiptinn og stoltur. Mér kom til hugar aö þverbrjóta lögmál tímans, setja sjálfan mig hiö næsta Daníel, gera mig öörum þræöi samtímamann hans og ná- kominn félaga, fótógrafera hann síöan frá degi til dags, en ég hætti viö þaö. Fram til þessarar stundar haföi Daníel reynst mér hvort tevggja í senn: of nærri mér og nákominn og of ókunnuglegur og fjarlægur til þess aö kúnst mín dygöi mér til aö vekja hann upp frá dauöum. Öngvu aö síður haföi ég ástæöu til aö ætla, aö sjálfur kysi hann ekki aö halda áfram aö liggja dauöur og kjur. Skyggn kona hefur sóö hann meö mér og fært fyrir því ótrúlegustu sönnun. Konan vissi alls ekki hvur ég var og haföi áreiöanlega aldrei heyrt Daníel nefndan á nafn, dáinn í nóvember 1912. En á miöju sumri 1975 hitti ég þessa konu í húsi þar sem viö bæöi vorum gestir, og hún sagöi viö mig: „Hávaxinn maöur þreklegur, meö þétt rauöjarpt skegg klippt í boga rétt neöan viö hökuna og sítt hár jarpt aö lit og töluvert hrokkið, stendur á bak viö þig. Hann er aö segja eitthvaö viö þig, og nú heyri ég hvað þaö er: Hann segir þér aö athuga betur fremsta oröiö í þriöju línu ofan frá á efsta blaðinu í handritabunkan- um heima á skrifboröinu þínu. Þessum manni viröist mjög annt um þig.“ Á þessi orö hennar hlustuöu margir. Enginn þeirra vissi hvurs konar ritstörf ég fékkst viö þá. Klukkustundu síöar var ég kominn heim og fyrsta verk mitt var aö athuga handritiö. Þetta var skáldsagan um Bróöur minn Húna, en kapítulinn sem byrjaöi á efsta blaöinu í bunkanum var byggöur á endur- minningu um Daníel á dauöastund hans, þegar ég var tveggja ára. Lostinn furöu sá ég samstundis, aö fyrsta orðiö í þriöju línu var rangt valiö, þaö leyndist í því hugsunarskekkja. Ég breytti oröinu og varö jafnframt aö umskrifa alla setninguna, sem þaö var hluti af. Pabbi haföi aldrei frætt mig neitt um fööur sinn, þaöan af síöur Gvurún-amma, seinni kona Daníels. Þaö haföi mamma aftur á móti gert. Hún haföi lýst fyrir mér útliti hans, skaplyndi hans og lífsháttum, og haft eftir honum oröréttar setningar af ýmsu tilefni. Auðheyrilega haföi hann enginn fúskari verið í hugsun og oröfæri, en mjög svo einn á báti og frábrugöinn almenningi. Og hafi hann nú lifaö af dauöa sinn, sem ég efasemdamaöurinn þori ekki aö fullyröa, þá veit ég mér veröur vandgert aö veröa honum til hæfis. Ekki svo aö skilja, aö hann mundi kæra sig um aö ég setti geislabaug kringum höfuö hans, né heldur aö ég festi englavængi á hans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.