Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1981, Blaðsíða 9
skála þeir Kurt Ullberger þingmaður af Stokkhólmsléni, er hefur með menning- armál aö gera fyrir flokk sinn (sósíaldemó- krata) og Karl Erik Haggeblad, sem er mikill áhrifamaöur í sænsku myndlistarlífi (2). Hér bíða íslendingarnir í sínu fínasta skarti eftir að ráöherrann birtist. Hinn snjalli túlkur Owe Gustaws er lengst til vinstri, þá greinarhöfundur, Guöbergur Auðunsson og loks Örn Þorsteinsson (3). Þessi hvíta marmaramynd er eftir Austur- Þjóöverjann Peter Makolies frá Dresden (f. 1936), og nefnist „Krogþur meö skartgrip" (4). Þá kemur skúlptúr eftir Norðmanninn Hugo Frank Wathne og ber heitið „Anda- skipiö" (5). Polverjinn Stefan Zuchowski (f. 1953), Varsjá, hefur valiö aö mála nektina svo sem hann sér hana annars vegar og Rembrandt hins vegar. Nefnir myndina „í dag“ (6). Rússinn Juri K. Koroljew (f. 1929), Moskvu, er mættur meö mynd er hann nefnir „Stjörnubræður" (7). Ewa Dann- Suchodolska frá Póllandi (f. 1928 í Varsjá) hefur málað þessa konumynd, sem gæti minnt einhverja á kúgun konunnar þótt sú sé vafalaust ekki meiningin hjá listakon- unni meö myndefninu (8). Myndir þeirra félaga Magnúsar Kjartanssonar og Arna Páls nutu sín vel á íslenzku deildinni en þóttu nokkuö torskildar þar austurfrá (9). Þótt sumum muni koma það á óvart þá er þessi mynd frá Rússlandi og er eftir Alexander G. Sitnikow (f. 1945) og nefnist „Engar styrjaldir“ (10). Helga Helena Reinakainen frá Karelíu (f. 1940) er höfundur þessara tveggja Ijóörænu mynda (11). Þessi mynd óróa og frumorku mun vera eftir Vestur-Þjóöverjann Erhard Göttlicher (f. 1946) og nefnist „Fall í víti“. Hér er um að ræöa ungan listamann er rakaö hefur til sín verölaunum á sýningum fyrir vestan á undanförnum árum (12). Loks sjáum viö mynd eftir Danann Jörgen Buch (f. 1943) og er hún gott dæmi um pólitískt hugarfar í myndlist (13). Af myndunum, sem hér hafa komiö fram, má marka, aö ýmislegt á sýningunni gæti allt eins veriö á myndlistarþingi í vestri og eru þessar myndir þó valdar af nokkru handahófi eftir því hve vel þær tókust í Ijósmyndun greinarhöfundar. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.