Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.06.1982, Síða 11
svo hjartfólgiö. Þegar kemur framyfir 1940 málar hann sína frægu Fjallamjólk og aörar geysilega fínunnar myndir, þar sem fantasían er stundum samofin. En frá þessum áratugi eru einnig Snæfells- nesmyndir hans, kröftugar og expressj- ónískar. Eftir 1950 er gerjunin enn á fullu og þá verða enn töluveröar breytingar. Þaö er eins og losni um hömlur, myndirnar verða lausari í sér og ástríðufyllri. Gylfi kvaöst geta sér til, aö þetta stæöi í sam- bandi viö þá byltingu, sem um þetta leyti haföi orðið í myndlistinni hér og annar- staöar; abstraktbylgjan reis þá (öllu stnu veldi. En varla hefur sú myndgerö komið flatt uppá Kjarval. Hann var sjálfur búinn aö gera sínar tilraunir meö abstrakt- myndir og kúbisma. Samt sagði hann í stóru samtali viö tímaritiö Líf og list, aö í samanburði við abstraktmálarana væri hann eins og Ijósmyndari. Hvaö hann meinti veit enginn. Þaö má til sanns veg- ar færa, aö hann stæöi Ijósmyndurum nær, þar sem hann málaöi fígúratíft, en abstraktmálararnir afneituðu gersam- lega eftirmyndun einhvers þekkjanlegs. Sumir telja, aö Kjarval hafi einungis ver- iö aö gera grín aö þeim meö þessari yfirlýsingu. En raunar skiptir þaö ekki miklu máli. Kannski er athyglisveröast, hvaö síö- asti spretturinn í þessu mikla lífsverki er góöur. Sjötugur og jafnvel áttræöur mál- ar Kjarval hvert meistaraverkiö á fætur ööru. í grein sem hér fylgir meö er sagt frá för suður í hraun meö Kjarval haustiö 1963. Hann hefur þá veriö 78 ára. Ég kom þá margoft til hans á vinnustofuna viö Sigtún og fylgdist meö tilurð sumra þeirra verka, sem tekin eru til dæmis aftast í rööinni á Kjarvalsstöðum. Hann virtist þá vera í fullu fjöri og þegar við gengum frá Krýsuvíkurveginum í lautina hans suöur í hrauninu, var hann ekki síöur léttstígur en við sem yngri vorum. Þegar hann málar myndina af Bleik- dalsá, sem hér er prentuð, er hann 82 ára og enn nær hann aö galdra fram þá sérstöku töfra, sem einkenna lands- lagsmyndir hans. Á sýningunni er einnig síðasta verk hans: áhrifamikið Grand Finale — og þó gat þaö naumast veriö látlausara. Hann viröist hafa vitaö nákvæmlega, þegar hann fór á sjúkrahúsið, aö hann var aö berja nestiö og ætti ekki afturkvæmt. Hann setti léreft á blindramma, stillti því upp á hilluna, þar sem hann var vanur að mála — og teiknaði á þaö meö brúnum lit eitt litaspjald. Ekkert annað. Undir þaö skrifaði hann nafniö sitt á venju- legan hátt. Viö sjáum hingaö og þangaö á ferli Kjarvals bregöa fyrir hugmyndum, sem veröa undanfari ýmissa mynda. Þær skjóta upp kollinum í breytilegum útgáf- um, unz hann byggir á þeim meiri háttar myndir. En sé eitthvaö, sem gengur eins og rauður þráöur í gegnum allan ferilinn, þá eru þaö andlitsmyndir. Á sýningunni er fjöldi þeirra saman kominn og í fram- haldi af því gætu menn litið inn á barinn á Hótel Holti, þar sem Þorvaldur Guð- mundsson hefur komiö fyrir um 80 and- litsmyndum eftir Kjarval. Framan af ævinni gerði Kjarval allmargar sjálfs- myndir, sumar hrein meistaraverk, en viröist fremur hafa gaumgæft aðra en sjálfan sig, þegar á ævina leiö. Yfirgnæf- andi meirihluti þessara andlita er unninn á ýmiskonar pappír og tæknin er marg- vísleg. „Ég tel hann afburðamann í tækni,“ sagöi Gylfi, „ég tel hann allt aö því heimsmeistara í teikningu og sem kolor- isti er hann framúrskarandi. Sá tími kemur, held ég, að það rennur upp fyrir mönnum úti í hinum stóra heimi, hvern listamann viö áttum — og eigum þarna. Þá verður það ekki bara eitt bílverð, sem boöiö veröur fyrir Kjarvalsmynd, heldur mörg. Og viö skulum prísa okkur sæla yfir því, aö verk Kjarvals runnu ekki beint frá honum til safna og auðmanna úti í heirni." Undir þessi orð Gylfa vil ég taka aö mestu leyti. Þaö er að vísu nokkuð stórt aö kalla Kjarval allt að því heimsmeist- ara í teikningu. Kjarval var fyrst og fremst ryþmískur teiknari. Og styrkur hans liggur aö mínu mati bæöi í því og eins hinu, hvaö honum tekst aö vera persónulegur. Hann þarf ekki að teikna nema eitt lítið blóm — og þaö er enginn vafi að það er eftir hann. Þetta persónu- lega og ryþmíska tak á línunni er ugg- laust á heimsmælikvarða. Hann viröist aftur á móti ekki hafa haft í jafn ríkum mæli tilfinningu fyrir svip þeirra, sem hann var aö gera myndir af. Andlits- myndirnar af Agli í Sigtúnum, Páli á Hjálmstöðum og Sigurði Nordal, geta ekki talizt verulega líkar þeim, en eru dæmigeröar Kjarvalsmyndir og ágætis myndverk þár fyrir. Mér skilst, aö Kjarval hafi haft fyrir siö aö henda aldrei pappír; þaö gæti hafa veriö arfur frá þeim fá- tæktarárum, þegar hvaöeina varð verö- mætt, sem hægt var aö nota í þessu skyni. Oft teiknaði hann meö bleki á brúnan umbúðapappír. Og andlitsmynd- irnar hefur hann unniö á margvíslegan pappír, en alltaf meö þelrri tækni sem virðist hafa hentaö. Stundum beitir hann koli eöa rauökrít, stundum þurrum og blautum olíulit á víxl — og mjög oft vinn- ur hann þessar andlitsmyndir meö vatnslit. Sumar þeirra eru af börnum; líklega eru þaö börn vina hans. Það er alkunnugt, aö vandasamara er aö teikna ungt fólk og ómótaö. En barnamyndir Kjarvals eru eins þokkafullar og allt ann- aö. „í sambandi viö Kjarvalsmyndir er landlæg ein árátta, sem ég vildi aö hægt væri aö uppræta," sagöi Gylfi. „Hún er sú aö almenningur heldur aö Kjarval hafi málað ýmsar myndir, einkum af hrauni og ööru landslagi, til þess aö koma þar fyrir felumyndum. Þetta fólk lítur ekki á myndverkiö í heild, en er sífellt að leita aö felumyndum og sér kannski ísbjörn hér og Ijón þar. Þegar unnið er í stíl af þessu tagi, fer ekki hjá því að hægt sé meö ítarlegri leit að finna einhverjar svona myndir. En sjálfur hefur listamað- urinn ekki haft hugmynd um þær og alls ekki haft neitt slíkt í huga.“ Undir þetta skai einnig tekiö. Og nú, þegar myndrööin um feril Kjarvals er orðin aö veruleika, mætti hugsa sér aö meö tímanum yrði hún gerö miklu ítar- legri. Æskilegt væri aö borgin sæi sér fært aö láta mynda öll verk Jóhannesar Karvals í einkaeign. Þaö yrði ekkert smáræöisverk og varla hægt öðruvísi en meö því að skipuleggja feiknarlega um- fangsmikla leit; ganga í hvert hús og skrá allt sem til er og mynda síöan. Þetta verður hlutverk Kjarvalsstaöa í framtíö- inni og ætti aö veröa til þess aö viö áttum okkur ennþá betur á þessum risa í íslenzkri myndlist, sem talið er aö hafi látið eftir sig um 6 þúsund verk, stór og smá. Mörg þeirra veröa naumast metin til fjár og eigendum þeirra væri alveg sama hvaö í þau væri boöið. Þaö er því varla ofmælt, að fáir íslendingar hafi um sína daga skilið eftir sig önnur eins verö- mæti — og varanleg verömæti — sem Jóhannes S. Kjarval. Gísli Sigurösson Suður í hraun með Kjarval Við biöum í hvítri septembersólinni fyrir utan hús málarans, unz leigubíllinn frá BSR kom. Þá kom Kjarval niður stig- ann og lagöi frá sér statíviö. Hann var í úlpu, sem upphaflega hefur veriö græn, en nú var hún eins og málverk aö framan og fráhneppt. Hann fór aöra ferö eftir töskunni, sem léreftið er strengt innaní, og litakassa. Þaö var bundin utan um hann gömul skyrta; hún haföi líka einhverntíma komizt í kynni við liti. Hann lagði þetta frá sér og sagði: — Hver er hann þessi maður? — Hann er Ijósmyndarinn minn og heitir Kristján. — Hann er Ijótur. Helvíti er maöurinn Ijótur. — — Þeir eru beztir þeir Ijótu, svaraði ég til aö segja eitthvað. Kjarval sagöi ekki neitt, en var efins á svipinn. Svo var dótiö tínt inní bílinn og bílstjórinn ók niöur meö sjónum og beygði upp Snorrabrautina. Þar haföi oröiö árekst- ur; svört hemlaförin eftir helzt til hrað- skreiöan Benz höföu litaö svartar rákir á götuna. — Viö stoppum hér, sagöi Kjarval, — þetta er vinur minn af BSR. Ég þarf að sjá, hvort hann hefur orðið illa úti. En vinurinn var þá bara þarna á gangi og átti alls ekki bílinn. Þá ókum viö áfram eins og ekkert heföi í skorizt og listamaöurinn reykti vindil. — Þetta er reklame, sagöi hann þungt hugsi. Maöur á ekki aö vera meö Myndirnar tók Kristján Magnússon. reklame fyrir listina. Fólk veröur leitt á því. Er ekki bezt aö hætta viö þetta? — Kristján ætlar að taka af þér dýr- indis litmyndir. Þaö tekur fljótt af. — Þiö hefðuð átt aö fá einhvern ann- an. Til dæmis ísleif. Hann var hjá mér áöan og vildi hvorki sherry né hangikjöt. — Hvaöa ísleifur? — ísleifur Konráðsson séní. Hann málar þessa fínu hvítabirni upp á björg- um. — Já, ísleifur er góöur. Viö fáum hann seinna. Viö beygðum inná steypta veginn fyrir ofan Hafnarfjörö. — Viö förum eitthvað suðureftir, sagöi Kjarval. — Hvernig líkar þér lífiö? Ertu sæmilega ánægöur meö þaö? — Jú, þakka þér fyrir, alveg sæmi- lega ánægöur með lífiö, sagöi ég. — Þaö er pimpfínt. Viö förum hérna suðurúr, bílstjóri. Truflum við þig nokk- uö? Bílstjórinn frá BSR lét lítiö yfir því, aö viö trufluðum hann. — Hérna hef ég veriö, sagöi Kjarval og benti suður í hraunin í átt til Bessa- staða. Ég á holur þarna. Einu sinni var ég þar í snjó. — Mér finnst ég hafa séö frekar lítið af snjómyndum eftir þig. — Frekar lítiö, já. En stundum hef ég málaö í snjó. Ég mála á öllum árstíðum, SJÁ NÆSTU SÍÐU Fyrir 19 árum lét Kjarval til ieiðast aö fara ásamt blaðamanni og Ijósmyndara meö trönur sínar, lér- eft og liti suöur í Hafnarfjarðarhr- aun. Hann var þá 78 ára.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.