Lesbók Morgunblaðsins - 14.08.1982, Side 6
Forngrikkir töldu þaÖ eitt af náttúrulögmálunum, aö ekk-
ert gæti komið í hug manns, nema eftir leiöum skynfæranna.
Eins og öllum er löngu kunn-
ugt, þá gerast annað veifið fyrir-
bæri, sem eru í því fólgin, að
menn geta orðið eins og annars
vísari án aðstoðar skynfæranna.
Slík reynsla er þó ekkí algeng
nema í lífi tiltölulega fárra
manna. Annars væri hún ekki
jafnumdeild og raun ber vitni.
Hversdagslegum hlutum tökum
við með ró vanans og án þess að
krefjast skýringa. Dreymi mann
aftur á móti eitthvað, sem síðar
rætist nákvæmlega, eða móðir
sér son sinn á sama andartaki
og hann er skotinn á vígvelli í
órafjarlægð, þá yppta menn öxl-
um og segja, að hér hljóti að
vera um hugarburð eða hend-
ingu að ræða. Mönnum þykir
ótrúlegt, að slíkt geti átt sér
stað. Hins vcgar gleypir fólk við
frásögnum af öðrum atvikum,
sem ekki eru síður furðuleg, ein-
ungis vegna þess, að þau eru
hversdagsleg. Ekki hafa sumir
vísindamenn vcrið ncin undan-
tekning í þessum efnum.
Forngrikkir töldu það eitt af
náttúrulögmálunum, að ekkert
gæti komið í hug manns, nema
eftir leiðum skynfæranna. Og
þetta hefur síðan verið ríkjandi
skoðun, jafnt vísindamanna sem
annarra allt framá 20. öld, enda
þótt það hafi aldrei verið vísinda-
lega sannað. Hjá raunvísindum
nútímans er það eitt helsta boð-
orðið að útiloka allt það sem að-
eins byggist á fullyrðingum og
óstaðfestri trú. Og fyrir þeirri
hugmynd að áhrif gætu borist til
manna án hjálpar skynfæranna
skorti sannanir. Gott og vel! En
hvað er sú hugmynd, að öll áhrif
komi til okkar eftir leiðum skyn-
færanna annað en fullyrðing og
óstaðfest trú? Af hverju er ekki
krafist vísindalegra sannana fyrir
síðari skoðuninni? Senhilega sök-
um þess, að mönnum þykir þetta
jafnsjálfsagt og mönnum þótti
fyrrum að jörðin væri flöt! Sú
hugmynd hrundi að vísu til
grunna, þegar siglt var kringum
hnöttinn. Og ætli ekki fari svipað
fyrir þeirri kenningu, að öll skynj-
un sé skynfærunum háð?
Síðan sögur hófust hafa lifað
meðal fólks frásagnir af mönnum,
sem öðluðust þekkingu án aðstoð-
ar skynfæranna. Sumt af þessu
hefur verið talið trúarleg opinber-
un, en flestir hafa álitið slíkt ein-
beran hégóma. Og þrátt fyrir það,
að þetta gæti verið mikilvæg
bending um víðtækari svið sálar-
lífsins, hafa vísindin svo að segja
vanrækt rannsókn þessara mála
með öllu, nema hin fáu og fá-
mennu sálarrannsóknafélög sem
öll skortir fé til slíkra rannsókna,
svo verulegt gagn sé að.
En vísindalegar rannsóknir á
ófreskigáfunni hófust fyrst fyrir
alvöru í rannsóknarstöð Duke-
háskólans í Bandaríkjunum árið
1930. Forstöðumenn þessara rann-
sókna, sem kenndar eru við dulsál-
arfræði, dr. J.B. Rhine og kona
hans, dr. Louise E. Rhine, eru
fyrir löngu orðin heimskunn fyrir
þessar rannsóknir. Þau hafa sann-
að vísindalega, að skilningarvit
mannsins eru fleiri en fimm; eða
með öðrum orðum, að maðurinn
fær skynjað fleira en hægt er með
hinum venjulegu skilningarvitum.
Niðurstöður þessara vísindalegu
rannsókna vöktu blátt áfram
skelfingu í brjósti margra vísinda-
manna, sem töldu að með þessu
tæki að riðlast grundvöllurinn
undir allri vísindalegri þekkingu
þeirra. Vísindamönnum var vit-
anlega, eins og öðrum, kunnugt
um það, að öldum saman og fram
á þennan dag væru að gerast um
allan heim fyrirbæri, sem sam-
kvæmt viðurkenndum lögmálum
gerst. En flestir þeirra höfðu fram
að þessu vísað öllu slíku á bug sem
hjátrú, lygum eða ofsjónum. Hins
vegar neyddu niðurstöður þessara
vísindalegu rannsókna í Duke-
háskólanum aðra vísindamenn til
þess að taka til endurskoðunar
gjörvalla afstöðu vísindamanna til
slíkra fyrirbæra. Og smám saman
hefur þeim heiðarlegu vísinda-
mönnum farið fjölgandi, sem beita
vitsmunum sínum til hlutlausrar
rannsóknar á ýmsum þessara
fyrirbæra. Nú er ekki lengur hægt
að bregðast við frásögnum um
slíka hluti með því að yppta öxlum
og láta eins og hér séu skröksögur
einar á ferð.
„Inn á ókönn-
uð svið“
ein mig að lesa bók, sem fjallaði
um óvísindalegt efni.
Bókina var ég beðin að lesa
hleypidómalaust. Vinkona mín
benti mér á, að bókin væri afar
forvitnileg og sérstæð, en þó varla
vísindaleg að sama skapi. Þar eð
hún vissi um vilja minn til að
auka sífellt við þekkingu mína,
hafði hún álitið að þessi bók hefði
ýmislegt fram að færa, sem ég
hefði áhuga á og mér væri fengur
að kynnast. Hún bað mig eindreg-
ið að lesa bókina alla skilyrðis-
laust og án allra fordóma. Við
þessar upplýsingar vaknaöi for-
vitni mín svo, að ég ákvað þegar
að lesa bókina, en sú ákvörðun átti
eftir að verða mér örlagarík. Ég
hafði vissulega enga hugmynd um
það þá, hve miklum breytingum
þetta átti eftir að valda, bæði í
starfi mínu og öllu lífsviðhorfi. En
ég hef alltaf verið haldin þeirri
Ævar R. Kvaran
mannshugarins“
Gott dæmi um heiðarlegan vís-
indamann, sem hefur gert sér ljóst
mikilvægi sálrænna hæfileika til
heilla mannkyninu og breytt
stefnu sinni í samræmi við það, er
tyrkneski læknirinn Shafica
Karagulla. En bók hennar um
þetta efni Nýjar víddir í mannlegri
skynjun var góðu heilli þýdd á ís-
lensku af Ester B. Vagnsdóttur og
gefin út af bókaútgáfunni Þjóð-
sögu árið 1975. En eins og hér
verður frá greint á eftir var það
einmitt bók um Edgar Cayce, sem
opnaði augu þessa lærða læknis.
Shafica Karagulla er sérfræð-
ingur í tauga- og geðsjúkdómum.
Það er vert nokkurrar athygli að
hún les bók um Cayce einungis til
þess að þóknast sérstaklega góðri
vinkonu sinni, sem biður hana um
það. Efni bókarinnar kemur henni
algjörlega á óvart. Þetta sýnir bet-
ur en margt annað afstöðu lærðra
manna til sálrænna
hæfileika. Slíkt fólk les
ekki bækur sem fjalla
um ófreskigáfu. Margir
þeirra telja slíkt ekki
samboðið virðingu sinni.
Slíkt er búið að afgreiða
í eitt skipti fyrir öll sem hindur-
vitni, sem ekki taki að eyða tíma í
að kynna sér.
Þessi hámenntaði læknir, Shaf-
ica Karagulla, segir m.a. svo frá í
bók sinni Nýjar víddir í mannlegri
skynjun:
„Þau ár, serrí ég stundaði rann-
sóknir við háskólann í Edinborg
og við taugarannsóknastofnunina
í Montreal, hafði ég unnið mér
talsvert álit með rannsóknum
mínum, og nokkuð af niðurstöðum
þeirra höfðu hlotið viðurkenningu
bæði í Evrópu og Ameríku.
Þá komst ég í kynni við fyrir-
bæri, mjög sérstætt, sem hvorki
gat talist til geðsýki né heldur
samrýmst því, sem venjulega er
álitið eðlilegt og heilbrigt. í ág-
ústmánuði 1956 bað vinkona mín
SJÁ
FVRIR
OORÐNA
hliih
Af ófreskigáfu
Nostradamusar
Edgars Cayces og fleiri
áráttu að láta fjárhagslega vel-
gengni og embættisframa lönd og
færi til að uppgötva nýjar leiðir.
Við lestur þessarar bókar var mér
þokað inn á ókönnuð svið manns-
hugarins og það átti eftir að beina
öllu starfssviði mínu inná nýjar
brautir."
Tækin þurfti hann
ekki að nota
Bókin, sem hafði svo rík áhrif á
líf þessa merka læknis, var Krafta-
verkamaðurinn Edgar Cayce eftir
Joseph Millard. Hún leiddi til þess
að þessi hugrakka kona braut all-
ar brýr að baki sér, því vitanlega
var hún dæmd í „útlegð“ frá lærð-
um læknum. Þeir forðuðust hana
eins og heitan eldinn. Styrkir sem
henni höfðu staöið opnir til hvers
konar rannsókna hurfu eins og
dögg fyrir sólu, o.s.frv. Ég ætla
aðeins til gamans að rifja hér
lauslega upp eitt dæmi úr lífi
Shaficu, eftir að hún tók að leita
að sálrænu fólki og prófa hæfi-
leika þess. Henni var bent á lækni
nokkurn í New York, sem var sér-
staklega kunnur orðinn fyrir frá-
bæra hæfileika til sjúkdómagrein-
inga. Henni var sagt, að þessi
maður hefði sálræna hæfileika í
ríkum mæli. Svo farið sé fljótt yfir
sögu skal þess getið að henni tókst
að kynnast honum og að lokum
vinna trúnað hans. Hann játaði að
lokum fyrir henni, að hann þyrfti
alls ekki að nota þau margvíslegu
tæki, sem hann hafði í lækn-
ingastofu sinni til þess að greina
sjúkdóma, sökum þess að hann
hefði hæfileika til þess að sjá þá
greinilega með innri skyggni
sinni. En ekki sagði hann þó Shaf-
icu fyrr frá þessu trúnaðarmáli
sínu en hún hafði svarið honum að
greina aldrei frá nafni hans í
þessu sambandi. Hvers vegna?
Skammaðist hann sín fyrir
skyggnigáfu sína? Nei. En hann
var hins vegar maður sem hafði
hugsað sér að komast áfram í
heiminum, þ.e. verða auðugur,
virtur og vinsæll meðal starfs-
bræðra sinna. Honum var ljóst, að
ef þeir kæmust að því að hann
byggi yfir ófreskigáfu og beitti
henni til þess að greina sjúkdóma
væri frama sínum lokið fyrir fullt
og allt. Þeir myndu varpa honum
út í myrkrið. Gera hann útlægan
úr stétt sinni og líta á hann sem
6