Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 4
Þeir gömlu vitru menn vissu það aö stjörnurnar syngja Rætt við séra Sigurbjörn Einarsson fyrrum biskup Jólamessa biskups á að- fangadagskvöld er orðin að hefð, sem landsmenn virðast kunna vel við, og þessa hefð skapaðir þú. Fannst þér þetta form — að tala yfir sjónvarps- vélunum — erfitt eða ógeðfellt á móti því að tala yfir fólki í kirkju með öllu því sem þar er til að skapa stemmningu? Það er mjög ólíkt, ósambæri- legt. Ég neita því ekki, að þessi athöfn var erfið í upphafi og alla tíð. í kirkju, með söfnuði, er maður borinn uppi af samfélagi lifandi fólks, hvert auga, hvert andlit neistar frá sér viðbrögð- um og áhrifum. I sjónvarpssal er maður í dauðu umhverfi, einn innan um daufdumb áhöld. Þessar hátíðaguðsþjónustur í sjónvarpssal hafa verið sérís- lenskt fyrirbæri, yfirleitt er messum sjónvarpað beint úr kirkjum. Ég var stundum að hugga mig við það eða ergja mig yfir því, að annað eins og þetta væri ekki lagt á nokkurn biskup í kristninni á jólunum, a.m.k. ekki í góðu skyni. Og ég er að einu leyti undir það búinn að svara fyrirrennurum mínum, þegar ég fæ að hitta þá og heyra af vörum þeirra um marga raun, sem þeir urðu að þola í starfi sínu. Ég veit að þeir munu rétti- lega geta bent á margt og margt, sem var auðveldara á minni öld en áður, þegar enginn var sími, bíll eða ritvél og ekki var hægt að fljúga. En ég er með eitt tromp á hendinni: „Þið þurftuð aldrei að messa í sjón- varpssal." Nú, þetta varð svona að vera hér af því að tækni skorti til annars og þá varð að gera eins gott úr því og hægt var. Starfsmenn sjónvarpsins gerðu allt sem þeir gátu og það hefur alltaf verið mjög gott að vinna með þeim. En upptakan var oft lýjandi, einkum framan af, tók marga klukkutíma, margt vildi fara úrskeiðis, og mér fannst stundum lítið eftir af mér, þegar komið var fram að prédikun. Margur hefur við þetta tæki- færi dáðst að færni þinni að prédika blaðalaust, en þó jafn hnitmiðað og væri ræðan sam- in og lesin. Kostar það niikinn undirbúning og er ordið að þínu mati máttugra, þegar tal- að er blaðalaust, heldur en þá er lesið er upp af blöðum? Flutningur skiptir alltaf miklu. Einhverntíma kom mað- ur frá kirkju, þar sem aðkomu- prestur hafði stigið í stólinn. Maðurinn var spurður, hvernig honum hefði líkað. Svar: „Ekki vel. Presturinn las ræðuna, hann las hana illa og svo var hún ekki þess virði að vera lesin upp.“ Það var nú það. Út af fyrir sig ræður það engum úrslitum, hvort blöð eru notuð eða ekki. Það er hægt að tala eins og dauðyfli eða svamla í andleysu þótt hvergi sé blað í nánd og eins er hægt að flytja lifandi orð af blöðum. Leyndarmál góðs flutnings er það, að „hjarta lesi í málið“, að hugur fylgi, að efnið hafi tök á manni sjálfum. Ræða sem er einhvers virði þolir að vera lesin upp af blöðam. En samt er mikill munur á því tvennu að tala við fólk og að tala yfir því eða lesa fyrir það. Pré- dikun þarf að komast þannig til skila, að áheyrendur finni að verið sé að tala við þá. Það krefst stórum meiri undirbún- ings að tala án þess að styðjast við blöð og það kostar mikla ein- beitingu að flytja mál af munni fram, þegar maður er ekki í neinu skynjanlegu sambandi við áheyrendur. En til að geta náð sambandi við sjónvarpsáhorf- endur er óhjákvæmilegt að vera sæmilega frjáls sjálfur, ekki bundinn við blöð og ekki upptek- inn af sjálfum sér. Óhætt mun að fullyrða, að geysilega mikið er horft og hlustað á jólamessu biskups í sjónvarpinu. Af því tilefni vil ég spyrja: Eiga þjónar kirkj- unnar að svara þannig kalli tímans og nota sér tæknina, eða á kirkjan enn sem fyrr að leggja alla áherslu á að fólk komi til kirkju og heyri boð- skapinn af stólnum? Hér er ekki um tvennt að velja, sem hvort loki annað úti. Það er sjálfsagt að nota tækn- ina. Kirkja sem gerði það ekki væri aldavillt og orðin úti. En tæknin má ekki leggja manninn undir sig. Hún getur aldrei kom- ið í staðinn fyrir neitt það í líf- inu, sem er upprunalegt og ómissandi fyrir mennsk sam- skipti. Þú notar síma, hann kemur sér vel, þú kæmist illa af án hans, en þér kemur ekki til hugar að hann dugi þér til þess að rækja vini þína og ástvini. Tæknin hrekkur skammt til þess að gera mannlega tilveru mennska, hún hefur þvert á móti tilhneigingu til hins gagn- stæða, eins og allir vita, hún er það afkvæmi mannsandans, sem gæti borið foreldri sitt ofurliði. Það þarf ekki að gerast og á ekki að gerast. Ég fyrir mitt leyti er sannfærður um að mennskan á ekki annað traustara vígi en þann „andans andardrátt", sem ber uppi kristna guðsdýrkun, sameiginlega trúariðkun krist- ins safnaðar. Guðsþjónusta í kirkju er annað og meira en að hlusta á stólræðu. Hún er sam- stilling safnaðar í bæn, lofsöng, innri einbeitingu, tilbeiðslu. Þar snertir hugur hug og einn styður annan. „Þar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðal," segir Jesús. Kristnir menn telja sig hafa ríka reynslu af því, að þetta er satt. Það er vel kunnugt fyrir- bæri, aö kirkjurnar fyllast á jólunum og að þangaö fer fólk, sem í annan tíma sést þar ekki. Sumir prestar líta þessa „jóla- traffík“ frekar óhýru auga og einn hef ég beinlínis heyrt spyrja kirkjugesti á jólum: Hvað í ósköpunum eruð þið að gera hér núna? Finnst þér það bera vott um sýndarmennsku að fara aðeins í kirkju á jólum? — eða er það betra en ekki neitt? Kirkjur fyllast ekki aðeins á jólum, þær fyllast líka á pásk- um, oft reyndar endranær. En kirkjusókn á jólum og páskum bendir til þess að stærstu stefin eða grunnstefin í hinni auðugu hljómkviðu kristinnar trúar nái eyrum og athygli, menn vilja ekki fara á mis við óminn frá þeim, þó að þeir sinni lítt um listaverkið að öðru leyti. Kirkju- árið í heild er stórkostlegt lista- verk, ef ég má orða það svo. Mér er nærtækast að líkja því við sinfóníu. Þú sem ert málari og rithöfundur vildir kannski held- ur skynja það sem málverk eða leikrit, þrautunnið og hnitmiðað út frá grundvallarmótífi, yfir- þyrmandi stóru og björtu, það er Jesús Kristur, líf hans, kenning og konungstign. Þetta drama lifir kristin kirkja og kristinn maður frá einum þætti eða at- riði til annars árið um kring. Lifir það sem ítrekaða reynslu af nánd Drottins sjálfs: Ég er með yður alla daga. Allir eru hjartanlega velkomnir til kirkju hvenær sem er, jafnvel þó að þeim detti það ekki í hug nema á jólunum. Ég held að það sé eng- in sýndarmennska í sjálfu sér að fara í kirkju á jólum. Fyrir hverjum ættu menn að vera að sýnast? Það er fremur hitt, að mönnum finnst það eðlilegur þáttur í tilbreytninni eða sjálf- sagt krem á jólakökuna með öllu hennar kryddi öðru að skreppa í kirkju, taka þar undir kunna og kæra jólasálma og njóta þeirrar stemmningar, sem þar er. En er það þó ekki framar öllu það, að menn eru ósjálfrátt að leita að innihaldinu, kjarnanum í öllu saman. Þessa „jólatraffík" held ég að enginn prestur líti neitt óhýru auga. Annað mál er, að hver maður, sem rækir kirkju að staðaldri, telur þá menn missa mikið, sem gera ekki annað en rétt að gaegjast á glugga helgi- dómsins. í kirkjunni eru alltaf jól, alltaf páskar. Sunnudagur- inn er frá upphafi páskadagur, vikuleg hátíð upprisunnar. Og hverju sinni sem kveikt er ljós á altari, er verið að játa með því: „í myrkrum ljómar lífsins sól.“ En hver tekur að sér að dæma um það, hvað ein heimsókn í kirkju getur þýtt? Stefán frá Hvítadal bjó ævilangt að einni jólamessu í fátækri kirkju og þaðan tók hann með sér áhrif, sem fæddu af sér ljóðperlu, dýra játningu og lofgjörð, ófölnandi: „Mín sjúka sál verður hljómahaf ... allt er ljós og líf.“ (Sálmab. nr. 74.) Ivar Orgland sagði í samtali í Lesbók í fyrra, að mikill mun- ur væri á trúarafstöðu íslend- inga og Norömanna. Landar sínir væru trúræknir, en miklir efasemdarmenn og tryðu yfir- leitt ekki á líf að loknu þessu. Sér virtist íslendingar mun minna rækja trúna, en þeir væru flestir sannfærðir um framhaldslíf. Getur hugsast að íslendingar séu svo sannfæröir um framhaldslíf, að þeir hreinlega telji sig ekki þurfa að styrkja sig í trúnni með því að fara í kirkju? Þessi ummæli hljóta að vera eitthvað misgengin eða meining Orglands hefur ekki komist til skila. Ég man ekki þetta viðtal. Það er auðvitað fjarstæða, að Norðmenn yfirleitt trúi ekki á líf að loknu þessu, eða að það fari saman hjá þeim almennt að rækja kirkju og kristna trú og vera sérstaklega efablandnir um líf eftir dauðann. Mikill fjöldi þar í landi er vel kristinn og vel upplýstur í kristindómi og þess háttar kristindómur er hvergi til í neinu landi og hefur aldrei verið, sem er efins í því, að líf sé eftir dauðann. Kristin trú er páskatrú, hornsteinn hennar er sigur Krists á dauðanum og vissan um, að hann gefi hlut- deild í þeim sigri. Að trúa á hann er að stefna með honum til eilífs lífs. „Ég er upprisan og líf- ið, sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi,“ segir Jesús, og skilur Norðmenn ekki undan, né heldur kunna þeir síður skil á þessu en aðrir kristnir menn. Hitt er annað mál, að efasemda- menn eru alls staðar til og af- neitarar og andstæðingar kristni og kirkju. Norðmenn eru blóðheitir og ekki síður stælu- gjarnir en aðrir. Umræður um kirkjumál, guðfræði og lífsskoð- anir eru fjörugar þar eystra og oft harðskeyttar. Þær eru ekki háðar á sömu forsendum og hér er algengast. Það er mál fyrir sig. Trúarumræður hafa fleiri og víðari farvegi þar en hér, því þróun hefur verið stórum örari og atkvæðameiri. En spurning þín af þessu til- efni kann að vera raunhæfari en tilefnið. Það skyldi þó ekki vera að spyrjandi Orglands hafi verið að fiska eftir skoðun hans eða landa hans á spíritisma? Og að hann hafi verið að svara því til, að Norðmenn upp og ofan væru efasemdamenn um kennisetn- ingar hans? Og þar með efa- semdamenn um lif að loknu þessu — samkvæmt ósjálfráðri ályktun hins íslenska spyrj- anda? Þessi ályktun mín er ekki út í bláinn né tilefnislaus. Það virð- ist innbyggður fordómur margra íslendinga, að trú á annað líf standi eða falli með því, sem spíritistar hafa um það mál að segja. Og ekki óalgengt, að menn gangi svo upp í þeirri spurningu sér á parti, hvort líf sé að loknu þessu, að þeir svelti sig að öðru leyti andlega. Það má líka vera, að ýmsir, sem hafa strikað kristindóminn út úr lífi sínu eða eru honum mótsnúnir, séu samt nokkuð sannfærðir um framhaldslíf og telji sig hafa rök fyrir því, einblína á þetta eina atriði og halda að það sé hin eina trúarlega spurning, 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.