Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 18
ísland var óskalandió rænu hugtökin. Þegar við til dæmis tölum um „guði“, „engla" eða „demóna" o.þ.h., þá eigum við við mjög ákveðin hugtök. En það við köllum „goð“ í goðafræð- inni okkar, myndu Austurlanda- búar nefna „djöfla" eða „dem- óna“, þ.e.a.s. yfirnáttúrulegar verur; þó ekki að sjálfsögðu ill- ar, en ofar mönnum að vitsmun- um; verur sem búa yfir að því er virðist ótakmarkaðri þekking og valdi yfir náttúrunni. En eru þó — og það er mikilsvert atriði — ekki skapandi verur, sem geta að vild horfið af yfirnáttulegu sviði á hið náttúrulega svið til- verunnar. Þessar verur eru að ýmsu leyti háðar þeim lögmál- um, sem stýra því tilverustigi sem þær birtast á. Það sem kallað er „guð“ í austrænum heimspekikerfum táknar hugmyndina um hið óþekkjanlega: hina fyrstu orsök, hinn nafnlausa og hefur Hann leyft ýmsum útstreymum frá sér að birtast í sköpuninni, hugmyndir Hans. Þetta afl er Guð, guðir eða Orð Guðs. Englar eru hið sama sem demónar, en þó ekki alveg frjálsir, því þeir eru sendiboðar guðanna. Austurlandabúum er ekki eins auðvelt að hugsa sér hið góða og hið illa. Þaðan stafar hugmynd þeirra, að englar hafi ekki frjálsan vilja. Demónar hafa einnig sendla, en þeir eru óæðri englum og kallaðir djinnar. Þó eru þeir ekki það sem við köllum náttúruanda, en þar með teljast álfar, huldufólk, bergbúar og hafmeyjar, sem eru ólíkamlegar verur á lægra vitsmunastigi en andar, sem eru óholdgaðar mannverur, eða hafa jafnvel aldrei holdgast. Við getum orðað þetta á þessa leið: 1. Skapandi öfl, sem nefnd eru guðir, háð vilja Guðs, hins óþekkta og óskiljanlega, og starfandi að Hans vilja. 2. Englar, demónar og djinn- ar; ekki skapandi öfl, en máttug- ar verur. 3. Andar sem verða mannleg- ar verur, þegar þeir holdgast. 4. Frumstæðir andar eða náttúruandar. Þessar nákvæmu skilgrein- ingar virðast hinum dulhneigðu Austurlandabúum eðlilegar, þótt okkur raunsæjum Vestur- landabúum mörgum virðist þeir draumóramenn. Hin stórfeng- lega þróun trúarhugmynda á Austurlöndum er okkur vest- rænum mönnum flókin og rugl- andi. Þess vegna hafa jafnvel af Biblíunni okkar skapast mörg hálfheimspekileg kerfi, því hún er austræn að uppruna. Og ég er þeirrar skoðunar, að Jesús (sem gaf líkama sinn á vald meistara- andanum Kristi) og Páll hafi báðir verið vígðir í austrænni dulspeki, og samband sé milli kenninga þeirra og kínverskrar heimspeki. Á sama hátt og sam- 18 band er milli kristins dóms mið- alda og heimspeki Aristótelesar. ísland: Eitt hinna sjö „chakra“ ísland hefur algjöra sérstöðu í sögu mannkynsins. Þegar Norð- menn fundu það um 870 var það gjörsamlega óbyggt land. Það er ekkert til sem kalla mætti upp- runalegan íslenskan kynstofn. Þess vegna var taka íslands al- veg sérstæð meðal allra landa veraldar og alveg karmalaus. (Hér á Mikeal við, að enginn hermdarverk hafi verið unnin á öðrum við töku landsins, sem leitt gætu til neikvæðra örlaga síðar, samkvæmt karmalögmál- inu. En það er ekki annað en staðfesting á því, að orð Biblí- unnar: „Eins og þér sáið, svo munuð þér og upp skera“, séu undantekningalaust lögmál.) Landið hefur þar að auki nokkur sérstæð einkenni. Það er eitt hinna sjö chakra hnattar- ins, sem við byggjum. Það er að segja, ísland er hin eina starfandi lífstöð plánetuhrigaflsins. Með orðinu chakra, þá á ég við mið- depil lífsaflsins eða lífsaflstöð. Og Mikael bætir við, að þegar hann skrifar bréf sitt (1921) séu sjö slíkar stöðvar á hveli jarðar, en af þeim séu fimm óstarfhæf- ar og ein hlutlaus, hinn nei- kvæði endurkastandi á suður- hveli jarðar, en hin sjöunda, ís- land, sé hin mikla sálræna miðstöð. Þá getur hann þess að hann sé að undirbúa eins konar astral- kort af íslandi. Segir hann um það, að Snæfellsjökull sé mið- depilinn og frá honum gangi tvær hvirfingasúlur, önnur seg- ulmögnuð en hin rafmögnuð. Hin fyrri streymi frá vestri til austurs, en hin síðari rangsælis. En öll sé eyjan mjög næm fyrir sálrænum öflum. Ályktun Mikaels Eyre er at- hyglisverð. Hún er sú, að ísland sé hinn ákjósanlegi uppeldisstaður mikilmenna. (Sömu skoðunar var dr. Helgi Pjeturss.) Mikael seg- ir, að slík mikilmenni endur- holdgist venjulega sem mikils- háttar leiðtogar á Austurlönd- um eða annars staðar. Miöstöð andlegs vitsmunaríkis Segir Mikael að hinn kín- verski fræðari hans hafi spáð því, að fyrir íslandi eigi að liggja að verða miðstöð voldugs andlegs vitsmunaríkis, þegar fjölmargar máttugar sálir endurholdgist, og myndi þetta verða á 26. og 27. öld. (Enn minnir þetta óneitanlega á hugmyndir dr. Helga heitins Pjeturss.) Fræðari Mikaels benti honum á að hitauppsprettur væru mikl- ar á Islandi, og lægju víða mjög nálægt miklum ísbreiðum. Þetta benti til framtíðarlandsins. ís- inn í jöklum landsins, verði til að knýja vélar. (Að miklu leyti þegar komið fram.) Þannig muni orkan í framtíðinni verða aðal- framleiðsla íslands og til íslands muni þjóðirnar leita um framfarir. Hér læt ég staðar numið að segja frá efni þessa óvenjulega bréfs frá þessum enska manni til íslensks vinar síns. Það er heillandi að lesa um þjóð okkar og land sem óskaland manns, sem jafnvel telur það sóma sinn að geta rakið að nokkru ættir sínar til þessarar norrænu þjóð- ar við ysta haf. Og hvað sem hverjum kann að finnast um glæsispár kínverska spekings- ins, þá eru þær þó mjög í sam- ræmi við óskir íslensks manns, sem eyddi miklum tíma í að venda okkur á að hverfa frá helstefnu til lífsstefnu og hafði óbilandi trú á framtíð þessa lands, Hér á ég að sjálfsögðu við hugsjónamanninn dr. Helga Pjeturss. Spá sú sem hér hefur verið skýrt frá um framtíð lands og þjóðar er vissulega fögur. Síðan þetta var skrifað (1921) hefur ýmsilegt gerst hér á landi, sem bendir til þess að ekki þurfi sumt af því sem hér var spáð að vera neinir órar. Þannig er til dæmis ekki langt síðan að enskur verkfræðingur lét í ljós það álit sitt, að á ís- landi væru sérstök skilyrði til framleiðslu vetnis, sem væri orkugjafi framtíðarinnar. Hann spáði því að ísland yrði Kuwait framtíðarinnar, og á hann þar við þá velmegun, sem muni hljótast af framleiðslu og beit- ingu íslenskrar orku. En eins og menn muna, þá er Kuwait arab- ískt smáríki, sem er svo auðugt af olíu, að þar þarf enginn mað- ur að greiða skatt. En það þarf sterk bein til að þola góða daga, segir gamalt ís- lenskt orðtak. Og eigi Island eft- ir að verða auðugt ríki sökum náttúruaflanna og beitingu þeirra, þá er okkur vafalaust hollara að það gerist með hæg- fara þróun, fremur en það líkist því, þegar dýrir málmar finnast í'jörð og kapphlaup græðginnar setur allt úr skorðum. Island hefur þegar uppá að bjóða sitt af hverju sem með degi hverjum verður sjaldgæfara á hnettin- um, svo sem heilnæmt loft og hreint vatn, að ógleymdri ósnortinni náttúru. Arfur okkar er ríkur og ber okkur skylda til að varðveita hann af skynsemi. Og vissulega væri það stór- kostlegt, ef ættland okkar gæti orðið vitsmunaríki, uppeldis- staður mikilmenna og miðstöð andlegrar orku. En hvernig megum við vinna að undirbún- ingi svo stórkostlegrar framtíð- ar? Við verðum að vinna ötul- lega að breytingu hugsunarhátt- ar þjóðarinnar. Einfaldast er að byrja á sjálfum sér. Byrja á því að hreinsa til í eigin hugskoti og gera sjálfan sig að skárri manni. Mannkynið er ekkert annað en samsafn einstaklinga, og allar andlegar framfarir þess hljóta að hefjast í brjósti einstaklings- ins. Ef við í raun og veru viljum leggja eitthvað af mörkum til andlegrar framtíðar föðurlands- ins, skulum við byrja á sjálfum okkur. Við munum komast að raun um, að það er hverjum manni fullkomið dagsverk, sem verður að endurtakast meðan líf endist. Sá sem af einlægni kynn- ist sjálfum sér verður ekki lengi í vafa um það, að þar er fram- fara þörf. ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG var skrifað gullnu letri við inngang véfréttarinnar í Delfi. Það er enn í fullu gildi. er enginn fótur og tilgátan er óskynsamleg. Þess voru dæmi, að Noregskonungar héldu ís- lenzkum mönnum sem gíslum, þegar upp komu deilur með kon- ungi og Islendingum og íslenzkir menn voru þá staddir úti í Nor- egi. Þá var og það, að höfðingjar sendu svarna fjandmenn sína sem þeir náðu tökum á, út til Noregs og vildu að kóngur geymdi þá og ákvæði örlög þeirra. Hins vegar er það ekki ætlandi Sighvati Sturlusyni að hafa sent son sinn utan uppá það, að hann yrði gerður höfðinu styttri, ef konungi þætti þeir feðgar bregða við sig heitum. Það er heldur ekki líklegt, að maður með skaplyndi Þórðar hafi látið senda sig uppá þau býti. Einn sat hann yfir drykkju Lítið er vitað um dvöl Þórðar kakala í Noregi á árunum 1237—’42. í Islendingasögu Sturlu bregður nafni hans fyrir í sambandi við vísu, sem Snorri Sturluson, sem þá var úti í Nið- arósi með Skúla hertoga, sendi Þórði frænda sínum; hann var þá í Björgvin með Hákoni. Þetta var sumarið 1238 og Snorri þá fengið fregnir af Örlygsstaða- bardaga. „Tveir lífið, Þórður, en þeira þá var æðri hlutur hræðra, rán var lýðum launað laust, en sex á hausti. Gera svín, en verður venjast vor ætt, ef svo mætti, ýskelfandi, úlfar, afarkaupum, samhlaupa." Snorri minnir þarna á aðför Sturlu við sig 1236, en harmar hvernig komið sé fyrir ættinni, hún yrði nú að venjast afar- kaupum, umkringd úlfum og svínum, sem úlfarnir rækju saman. „Þótti honum hinn mesti skaði eftir Sighvat bróður sinn, sem var, þó að þeir bæru eigi gæfu til samþykkis stundum sín á milli." Þannig leið Snorra Sturlu- syni, þegar hann fékk fregnirn- ar af Örlygsstaðabardaga, en hvernig hittu þær frænda hans í Björgvin? Meira hafði hann misst og ekki bætti það harma hans, að þessi frétt að fallinn sé faðir hans og allir bræður nema einn, hittir hann félausan, rúinn vinum og konungshylli. Við hittum sem sé Þórð þar næst í sögunni, að hann hefur fengið þessar fregnir og situr einn með skósveini sínum og ölkrús í búðarlofti. Hann var ekki líklegur þessi maður til mikilla hefnda, búinn að svalla í konungsgarði, þar til allt hans fé var uppurið og svallfélagar hans þá yfirgefið hann og kon- ungurinn hafði orðið skömm á honum. En það vill svo til, að í kon- ungsgarði eru líka menn, sem eiga erindi út til íslands, en voru þar heldur ekki velkomnir, og þeir setja traust sitt á Þórð, þótt illa sé komið fyrir honum. I sögum flestra afreksmanna er það svo, að þegar þeim virð- ast allar bjargir bannaðar, vakna menn, sem hafa trú á þeim, og svo var um þá bræður Bárð og Aron Hjörleifssyni, að þeir sjá í Þórði mann, sem muni líklegastur til að gera þeim kleift að koma aftur út til ís- lands. Aron Hjörleifsson var einn mesti kappi til vopna á Sturl- ungaöld, en hann var sakamað- ur á íslandi en hins vegar naut hann hylli Hákonar konungs. Af Aron er rituð saga og í henni er að finna frásögn af Þórði um þær mundir sem hann fær frétt- irnar af Örlygsstaðabardaga. Eflaust er í Aronssögu gert of mikið úr niðurlægingu Þórðar til að gera hlut söguhetjunnar, Arons, meiri. Það voru ekki allir sagnaritarar jafn óvilhallir í frásögn og Sturla Þórðarson. En þótt svo kunni að vera að eitt- hvað halli á Þórð í frásögninni, þá gefur hún okkur hugmynd um hvernig komið var fyrir hon- um.. Svo segir í Aronssögu: „í þennan tíma var Þórður Sighvatsson, er kallaður var kakali, utan og hafði verið í Noregi tvo vetur. Hann var vaskur maður og vel menntur, en ekki til spakur við drykk- inn, og því var konungur eigi jafnblíður til hans og ella myndi. Hann var í garði þeim er Hallvarðsgarður var kallað- ur. Þann garð átti Hallvarður svarti, hirðmaður konungs og hinn mesti ofrembingur, og var fátt með þeim Þórði því að metnaður brauzt í milli þeirra. Þaðan skammt í brott var garð- ur Arons, en þó var fátt með þeim Aroni og Þórði, enda er þar jafnan fátt, er ólíkara er til. Þenna vetur var Bárður, bróðir Arons, á vist með hon- um og var jafnan í skemmtan með Þórði, því að vegir hans lágu til íslands, og vildi hann (Bárður) hallast til við Þórð. Og tók Þórður því vel, en Aron lagði þar ekki til. Þórður hélt sig kappsamlega og sína menn og varð honum kostnaöarsamt og gekk upp féð mjög ... ... Það bar til eitt kveld að Þórður drakk í skytningi (veit- ingastofu), þar sem drykkur var áfengur. Og er leið á kveld- ið gengur þeir menn í brott er stillingarmenn voru. En Þórður sat eftir og nokkrir hand- gengnir menn. En er á leiö nóttina, sló í kappmæli með þeim og áhöld, svo að þeir börðust með hornum og skrið- Ijósum. Þórður var harðgerr maður og aflamikill. Urðu þeir mjög vanhluta er í móti vóru, og urðu bæði bláir og blóðugir. Vóru þeir skildir um síðir og fer hver til síns herbergis og sofa af nóttina. Eftir það kem- ur morgunninn, og er tíöum lokið, ganga þeir fyrir konung, er vanhluta höfðu orðið og segja honum. Konungur leggur nú fæö á Þórð, en semur þó um málið.“ Framhald í næsta blaði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.