Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1982, Blaðsíða 19
 1 Hrafn Jökulsson Áður og íyrrum Hér áður fyrr var mér einkar lagið að skrifa ástarbréf (sem ég sendi að vísu aldrei) til ýmissa stúlkna útí bæ. Ég notaði gjarnan náttúruna til staðfestingar á ást minni: laufin, trén og grösin sólin og sumarið allt lék þetta í höndum mér. Þá var mér einnig tamt að nota líkingar úr líffræðinni og iðulega vitnaði ég í einhver skáld sem ég nefndi ekki sökum hlédrægni. Ég stjórnaði árstíðunum og sólarganginum lífinu og dauðanum enda ófrumlegt að segja bara ég elska þig. Núorðið er harpa hjarta míns þögnuð og sólsetrið ekki nema mátulega rómantískt og ekkert skáldlegt við eymdina eða dauðann. Égget ekki lengur skrýðst ástinni einsog skrautkufli þvínú elska ég. Ég elska jafnstæða Heill þér unga og uppvæga æska sem með fyrirlitningu lítur gamalmennin rykfallin í hjólastólum vanans Gefur skít í allt: okkar er dagurinn í dag á morgun munum við deyja þeirri veröld sem forfeðurnir skópu Heill þér unga og uppvæga æska sem gengur um með byltingarglampa í augum — einsog pabbi og mamma gerðu í gær Eg marka braut mína I morgunroðanum í ásýnd dimmgrárra skýja geng ég götu æsku minnar engir bautasteinar engar vörður ég marka braut mína sjálfur útvið sjóndeildarhringinn brennur eldur sálar minnar er það hinn æðsti sannleikur eða síðustu geislar kvöldsólarinnar Rætt við séra Sigurbjörn Einarsson Frh. af bls. 4 „Persónulega hafa tveir Skál- holtsbiskupar veriö mér sér- staklega hugstæöir frá ung- dómsárum mínum, meistari Brynjólfur og meistari Jón Vídalín. “ Okkar fundum hefur stund- um borið saman á myndlistar- sýningum, svo ég veit að þú hefur fylgst með þar. Hefur áhugi þinn einnig náð til ann- arra listgreina og hvað er það í ríki listarinnar, sem er þér kærast? Ég ann myndlist og dáist að þeirri miklu grósku, sem nú er áberandi í þeirri listgrein. Tón- list hefur þó alltaf veitt mér enn meira yndi. Mér hefur stundum fundist nokkuð sárt að ég skyldi ekki kynnast neinni hljómlist í bernsku, hljóðfæri voru ekki til nærlendis, ekki orgel í kirkjunni (þar var vel sungið að vísu samt). Jú, Guðfinna á Strönd, ljósa mín, ógleymanleg kona, átti grammófón, sem strandað- ur skipstjóri þýskur skildi eftir í þakkar skyni fyrir viðurgerning hennar. Honum fylgdu fáeinar plötur, víst ekki á háu stigi, en dýrlega hljómuðu þær í mínum eyrum. Annars var heimur minn oft fullur af söng og hljómum, þrátt fyrir hljóðfæraleysið, og það er svo skrýtið, að mér hefur stundum fundist ég kannast við stef í tónverkum, sem ég hef heyrt og elskað. Kannski ekkert skrýtið. Allur geimur er þrung- inn af músík. Allt upp í hæstu hæðir Guðs. Skapandi meistarar í tónlist hafa heyrt eitthvað af þessum dásemdum og gefið okkur hinum. Hirðarnir á Betle- hemsvöllum heyrðu þann hljóm, sem hefur endurómað síðan sem farvegur æðstu skilaboða, sem borist hafa til jarðar. í háskól- um miðalda hófst kennslan í stjörnufræði með námi í tónlist. Þeir gömlu, vitru menn vissu það, að stjörnurnar syngja, þær eru með í strengleik himneskrar borgar. Músík hnattanna gleymdist síðar, eða menn fóru að flokka þetta með öðrum mið- aldahégiljum. Nú eru menn bún- ir að uppgötva þetta að nýju. En við náum ekki að sinni nema broti af þeirri vídd og dýpt tón- anna, sem umlykur okkur bæði á jörð og í geimi. Það bíður síns tíma að sálin verði „hljómahaf". Það verður góður tími. Það var hjá Helga Lárussyni á Klaustri sem ég kynntist fyrst sístæðri músík. Þeim manni er ég þakklátur og hef verið alla tíð. Hann lauk upp fyrir mér heimi drottningarinnar meðal lista. Nú er ég búinn að segja svo mikið um hljómlistina, að ég hef ekkert afgangs handa orðsins list í bili. Hún stendur jafnrétt eftir fyrir því og misvirðir ekki, þótt ég gangi framhjá henni að þessu sinni í lotningarfullri þögn. Kirkjan hefur átt því láni að fagna hér á landi, að margir biskupar hennar hafa verið af- burðamenn, allt frá dögum ís- leifs til vorra daga. Er einhver af hinum gengnu starfsbræðr- um þínum á biskupsstóli, sem þú dáir framar öðrum og hversvegna þá? Það er mikil fylking og stórbrotin, biskuparnir á Is- landi, svo mikil á alla grein, að mér hefur stundum fundist það hrein skrýtla að bera þennan titil. Þegar litið er yfir þann að- sópsmikla skara er svipur og ferill harla misjafnlega kunnur, sumir eru nánast nöfnin ein, aðrir gnæfa hátt sakir þekktra afreka. Hver er mestur þar? Enginn sker úr því. Ef til vill gilda um þá alla þau orð, sem Gissur Hallsson sagði yfir greftri Þorláks helga um bisk- upana í Skálholti fram að þeim tíma: „Sá þótti hverjum bestur sem kunnugastur var,“ þ.e. því nánari kynni, því meiri aðdáun. Það eru áhöld um, hvort meiri ljómi stendur af fyrstu biskup- unum tveimur í Skálholti, feðg- unum ísleifi og Gissuri, eða þeim síðustu, feðgunum Finni og Hannesi, þótt ólíku sé saman að jafna. Tveir hinir fyrstu lögðu grunninn, sem hélt í sjö aldir, og höfðu heillabyr. Hinir síðustu stóðu uppi á hrundum grunni, föllnum stað, með and- byr úr öllum áttum, og skiluðu af höndum einu mesta fræðilega afreki íslenskrar sögu. Það eru líka áhöld um, hvort þjóðin stendur í meiri þakkarskuld við Jón Ögmundsson á Hólum, sem hóf merkið þar með frægum ágætum, eða við Guðbrand Þor- láksson, sem kom lútherskri kirkju á grunn og bjargaði tung- unni úr bráðum háska. Persónu- lega hafa tveir Skálholtsbiskup- ar verið mér sérstaklega hug- stæðir frá ungdómsárum mín- um, meistari Brynjólfur og meistari Jón Vídalín. Meistari Jón hefur þá sérstöðu, að hann hélt áfram að tala til þjóðarinn- ar, þótt dauður væri, og var ástfólginn alþýðu. „Af andagift ríkar hér aldrei var kennt.“ En mig langar að nefna hér sýsl- unga minn, Gissur Einarsson, fyrsta lútherska biskupinn. Það er hvorki af því að hann var sýslungi minn né af því, að hann grundvallaði lútherskt kristni- hald, heldur af hinu, að hann hefur verið of lítils metinn og mjög ómaklega dæmdur. Það er spurning, hvort meiri menn hafa skipað biskupsstól á Norð- urlöndum um það leyti en hann. A.m.k. komst enginn eins langt í viðnámi við ásælnu konungs- valdi og ágirnd veraldarhöfð- ingja en hann. Hefði hann feng- ið að lifa og koma einhverju af hugsjónum sínum fram, hefði sagan orðið nokkuð önnur en varð. M.a. hefði Jón Arason haldið frið og fengið að vera í friði. Gissur var ekki minni né lakari Islendingur en Jón Ara- son, sannfæringu þeirra og eld- móð ber að virða að jöfnu, en Gissur var stórum raunsærri og hafði miklu raunhæfari stefnu- skrá um velferð lands og þjóðar, miðað við þau tímamót, sem orðin voru. Og hann hefði ekki síður en hver annar verið reiðu- búinn til þess að láta lífið fyrir trú sína og málstað þjóðar sinn- ar. Nú hefur þú látið af embætti fyrir aldurs sakir. Gerðir þú þér framan af ævinni öðruvísi hugmyndir um þann aldur, sem þú þekkir nú af eigin raun, eða er eitthvað við þenn- an aldur, sem kemur þér á óvart? Ég gerði mér engar hugmynd- ir og ekkert hefur komið mér á óvart enn. Sú var tíðin, að allir fullorðnir voru karlar og kerl- ingar í augum mínum eins og annarra unglinga og það var harla óraunveruleg tilhugsun, að maður myndi einhverntíma verða gamall sjálfur. Það er eins fjarlægt ungum huga og dauðinn, Svo þokast maður þetta áfram og vinnur ekkert til þess, hvorki með né móti. Mér líkar vel við þennan aldur að svo búnu og ætla að njóta hans eins og efni standa til og Guð gefur færi á. G. Útgefandi: HC. Árvakur, Reykjavík Framkv.stj.: Haraldur Sveinsson RiLstjórar: Matthías Johannessen Styrmir Gunnarsson Ritstj.fltr.: Gísli Sigurósson Auglýsingar: Baldvin Jónsson Ritstjóm: Aóalstræti 6. Sími 10100 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.